Vikan - 09.10.1975, Page 17
MAÐURINN M
MÁLUERKINU
smasaga
eftir
Roderick
Wilkinson.
Þarna kemur hún aftur, þessi
kerling hún Fjóla. „Tilbúin, ung-
frú Harvey? Ungfrú Harvey?”
„Nei, ég er ekki tilbúin.” Gott, að
hún er farin i flæmska salinn. Þá
er ég laus við hana i smástund.
Nú getum við spjallað saman. Ég
kann svo vel við að sitja hérna á
safninu — sérstaklega á svona
siðdegi, þegar fáir eru hér á ferli.
Þú varst að spyrja mig um
myndina fyrir framan okkur.
Sérðu manninn, sem hangir
þarna i einum gálganum? Já, ég
veit, að hann er klædd >• i nútima
föt. Og ég veit, að þessi mynd var
máluð átján hundruð og eitthv..ð.
Hvernig hann komst þarna á
myndina? Þú hefur áreiðanlega
lesið um það i blöðunum. Fyrir
um það bil tveimur árum.
Já, fólk kom hvaðanæfa aö til
að sjá þessa mynd. I sjónvarpinu
sögðu þeir, að þetta væri einn
hinna miklu óupplýstu leyndar-
dóma i listasögunni. Hver bætti
þessum manni inn á myndina?
Hvernig gat nokkur málað þetta i
viðbót, án þess svo mikið
sem snerta við rammanum eða
glerinu?
Langar þig 1 alvöru að vita það?
Jæja, ég skal segja þér frá þvi.
Ég sagði öllum það þá — lögregl-
unni, listfræðingunum, læknun-
um, safnvörðunum, hjúkrunar-
konunum. En enginn trúöi mér —
alls enginn. Kannski þú trúir mér.
Það var fimmtudagur. Og
veðrið var dásamlegt — alveg
eins og i dag, hlýtt og sólrikt — og
safnið var næstum mannautt, all-
• ir voru úti i garðinum.
Ég sat I þessum sal — einmitt
hérna. Ég varö á undan hingað.
Hann sagði klukkan þrjú, en hann
kom ekki fyrr en tiu minútur yfir.
Hann flýtti sér i áttina til min.
„Komdu sæl, ungfrú Harvey.”
„Sæll vertu, Jardine.”
„Fyrirgefðu, að ég kem svona
seint. Mér dvaldist niðri I flæmska
salnum. Timinn liður svo hratt
hérna, finnst þér þaö ekki?”
Hann settist hjá mér. Hann var
hávaxinn miðaldra maður, farinn
að grána I vöngum — nógu gamall
til þess að vera faðir minn. Og ég
man, að þennan dag var hann i
grænbrúnum fötum og með dökk-
grænt hálsbindi. Já, hann var á
allan hátt fyrirmannlegur — og
hann vissi allt um öll málverkin.
Hann hafði göngustaf I hægri
hendinni.
„Það er mjög hljóðlátt hér i
dag,” sagöi ég.
„Já, Svona kann ég best við
safniö — en þú?”
„Ég lika,” svaraöi ég. „Fólkið
er flest úti að sleikja sólskiniö.”
„En þú vilt heldur vera hér?”
„Já — og þetta er lika hluti af
námi minu.”
„Auðvitað. En kæmirðu ekki
hingað, þótt þú værir ekki I list-
fræðinámi?”
„Ég býst við þvi. Ég kom oft
hingað, þegar ég var litil.”
„Þú veröur að segja mér, hvaö
þú sérð á myndunum, ungfrú
Harvey.”
„Það er svo fallegt af þér að
sýna námi minu svona mikinn á-
huga, Jardine.”
Mér fannst ótrúlegt, að við
hefðum hist fyrst fyrir viku. Þá
sat ég i spánska salnum með riss-
blokkina mina og hripaði hjá mér
athugasemdir vegna prófanna
eftir rúman manuð. Allt i einu leit
hann yfir öxlina á mér og fór að
tala um Velasques. Hann sýndi
mér ýmislegt, sem mér hafði
aldrei dottiö I hug að leita að i
málverki. Hann fræddi mig um
form, liti og llnur, uppbyggingu
og tjáningu á alveg nýjan hátt. Og
það er ótrúlegt, þvi að ég hafði
verið að undirbúa mig fyrir loka-
próf i listfræði I tvö ár.
Jæja, svona kynntist ég honum.
Og hann sagði, að ef ég kæmi aft-
ur i safnið klukkan þrjú næsta
fimmtudag — I enska salinn uppi
— skyldi hann sýna mér málverk-
in á þann hátt, sem ég hefði aldrei
kynnst i listaskólanum. Svo hér
hittumst við aftur — bara við tvö I
öllum salnum. Hér var enginn
annar, og sólin skein inn um
þessa glugga.
„Segðu mér, hvað þú sérð i
málverkunum, ungfrú Harvey,”
sagði hann og hallaði sér fram á
göngustafinn.
„1- ■ gurð.” svaraði ég.
„Göfgi?”
„Stundum.”
„Tign?”
„Já.”
Hann stóð upp og sagði: „Bentu
mér á þaö í einhverju málverk-
inu.
„Einhverri eftirlætis mynd-
anna minna?” spurði ég.
„Já, einhverri, sem þér er sér-
staklega kær.”
Við gengum hægt um herbergiö
— framhjá landslagsmálverkum
Ames, sjávarmyndum Imries og
hinum stórkostlegu portrettum
Ezra Gladstones. Við komum aö
stórri mynd i gylltum ramma.
Þetta var ensk landslagsmynd,
sem heitir Lamont Bridge og er
eftir Meredith Ogilvie. Þetta er
fögur mynd I einfaldleik sinum,
gædd mjúkri tónfegurð vorsins og
nánu sambandi tveggja mann-
vera, sem horfa af brúnni ofan i
vatnið.
Jardine einblindi á myndina.
„Ertu hrifin af þessari?”
„Já,” sagði ég. „Ég hef alltaf
verið hrifin af henni.”
Hann tnk um handlegginn á
mér. „Heíurðu hugsað ut i, hvað
það er i myndinni, sem höfðar til
þin?”
„Nei, það hef ég ekki gert. Ég
bara finn einhvern veginn, að hún
höfðar til min.”
„Þetta er mjög falleg mynd —
einkar vel gerö.” svo lækkaði
hann röddina örlitið. „Ég hef ver-
ið þarna.”
„Ha?”
„Já, ég sat þarna á árbakkan-
um.”
„Er hún þarna ennþá? Ég
meina — brúin?”
„Nei, ég á við, að ég hef verið á
myndinni.”
Ég starði á hann, og hann leit i
augu mér. „Ég — skil þig ekki.
Hvað áttu viö?”
Hann tók þéttar um handlegg
minn, og við gengum að bekk i
miðjum salnum. — Sestu hérna,
ungfrú Harvey.”
Hann lagði göngustafinn á
bekkinn hjá okkur og sagði:
„Þegar ég sá þig hérna á fimmtu-
daginn var, lofaði ég þér þvi, að ef
þú kæmir aftur i dag skyldi ég
kenna þér að horfa á mynd og
skilja hana. Gerði ég það ekki?”
„Jú,” svaraði ég.
Hann brosti. „Nú langar mig að
segja þér, að þegar listamaður
málar mynd, lætur hann brot af
sálu sinni eftir á iéreftinu. Viss-
irðu það?” Hann lyfti annarri
augabrúninni.
„N-nei, en ég held ég skilji,
hvað þú ert að fara.”
„Og ef þú skilur þetta,” hann
lyfti fingri til áherslu, „verðurðu
lika að skilja, að einstaka menn —
bara einn og einn — eru færir um
að verða eitt með verki lista-
mannsins.” Hann tók sér mál-
hvild. „Ég er einn þeirra. Og ég
held þú sért gædd þessum hæfi-
leika. Mér sýnist það á augunum i
þér.”
„Þú — heldur það?” Ég ákvað
að taka þessu létt.
„Þess vegna gaf ég mig á tal
við þig. Ég virti þig fyrir mér, þar
sem þú varst að horfa á málverk-
in.”
Mér stóð ekki á sama lengur.
„Verða eitt með sköpunarverki
listamannsins? Hvað áttu við?”
„Jú, ungfrú Harvey, ég á við
það, að ég hef veriö á mörgum
þessum málverkum.”
Ég starði á hann.
„Amálverkunum. Inni i þeim,”
hélt hann áfram. „1 atburðum
myndanna.”
Ég ætlaði að rlsa á fætur, enda
var ég orðin sannfærð um, að
hann væri ekki með öllum mjalla.
„Jardine (” Hann hélt þett um
úlnliðinn á mér. „Svona — sestu
hjá mér,” sagði hann.
„Ég -”
„Ég veit það. Þér finnst þetta
harla ótrúlegt. Littu á málverkið
fyrir framan okkur.”
Myndin á veggnum — þessi
þarna — var landslagsmálverk,
sem ég hafði ekki veitt athygli
fyrr. Það var stórt og kaldrana-
legt, og mér varð kalt af þvi einu
að lita á það.
„Hvaöa mynder þetta?” spuröi
ég.
Ungfrú H arvey þessa
mynd málaði Semster áriö
1846. Þetta er Ruskinfangelsi i
noröurhluta Englands.”
Ég leit aftur á þessa þung-
lyndislegu landslagsmynd — við-
áttumikil heiðalöndin undir grá-
um himni og grátt fangelsið við
sjóndeildarhringinn. En mest ógn
stóð mér þó af gálgunum og
skuggunum af þeim I forgrunni
myndarinnar. Ég sagði: „Það er
hræöilegt.”
„Hræðilegt og fallegt, ungfrú
Harvey.”
„En af hverju eru þessir gálgar
þarna?”
„Ó, gálgarnir!” sagði hann.
„Ruskin var eitt versta fangelsið
i Englandi á þessum tima. Mjög
fáum föngum tókst að sleppa
þaðan þótt margir reyndu það.
Veistu hvers vegna? Þegar þeir
hlupu út yfir heiðina, var fangels-
isklukkunni hringt og varðmenn-
irnir slepptu hundunum. Og þeg-
ar þeir höfðu náö föngunum, var
Mynd — málverk af eyðilegri heiði.........
Þoka kringum gálgana, þetta tákn dauð-
ans á heiðinni.....
Vindur, svolitil köld gola... rök gola af
hafi...
Og eitthvað að auki — nei einhver.......
41.TBL. VIKAN 17