Vikan - 09.10.1975, Qupperneq 21
skildi, og rétt í því hóf Allie
skothríðina.
Líkami mannsins kipptist
við er kúlurnar skullu í hon-
um. Hann ók sér eitt augna-
blik til að reyna að losna úr
greipum Cesares en varð síð-
an máttlaus í faðmi hans.
Hann tók að falla á gólfið, og
Cesare reyndi að skríða að
dyrunum.
Allie hló. „Nei, þetta dug-
ir ekki, heJvítis bastarðurinn
þinn!“ Hann þrýsti á gikkinn.
Pað kom smellur er hamar-
inn féll á tómt skothylki.
Hann ragnaði og fleygði byss-
unni að Cesare. Hann sneri
sér við og greip um ísbrjótinn.
Hann dró hann út úr veggn-
um og sneri sér við rétt mátu-
lega til að sjá Cesare koma
hægt í áttina til sín með rýt-
inginn glampandi í hendinni.
Hann liélt ísbrjótnum fyrir
framan sig í útréttri hendi og
tók að þoka sér meðfram
veggnum. Hann minntist
byssunnar, sem hann hafði
stungið í vasann. Bros fór að
koma í Ijós á vörum hans er
hann lét hendina síga til að
ná í hana. Pað eina sem hann
þarfnaðist var svolítill tími.
— 0 —
Hún sat algerlega hreyfing-
arlaus undir stýri í framsæt-
inu á bílnum. Hendur hennar
gripu svo fast um stýrið að
hnúarnir hvítnuðu og augu
hennar einblíndu á eitthvað
úti í buskanum. Hún sneri sér
hvorki né sá hann fyrr en
hún fann odd rýtingsins
snerta háls sinn.
Hann hallaði sér upp að
henni með varirnar teygðar
í dýrslegri grettu. Blá augu
hans skinu gulu ljósi í sólar-
ljósinu.
Augu hennar víkkuðu
stundarkorn og sýndu svip,
sem hann skildi alls ekld,
urðu síðan tómleg og vör um
sig. Hún sagði ekki orð.
„Hvers vegna gerirðu
þetta?“ spurði hann og hélt
rýtingnum stöðugum í hendi
sér.
Hún leit upp á hann. Rödd
hennar Var jafn tóm og aug-
un. „Ég sagði þér það áðan.
Það var starf mitt. Ég spurði
Matteo engra spurninga.
Gerðir bú það?“
Gult Ijósið sýndist blossa
upp í augum hans. „Það var
öðru vísi. Ég hélt heit mitt.“
„Og það gerði ég líka,“
sagði hún. „Við fengum að-
eins greiít á mismunandi hátt
fyrir það, sem við gerðum.“
„Það væri réttast að ég
dræpi þig!“ sagði hann hásri
röddu.
Hún fann rýtingsoddinn
þrýstast að hálsi sér. Hún
lokaði augunum og hallaði
sér aftur- á bak í stólnum.
„Gerðu svo vel,“ sagði hún
þreytulega. „Það skiptir
sannast engu. Matteo þolir
mér ekki mistökin frekar en
þér árangurinn.“
Hann sagði ekkert, og
þögnin sem fylgdi virtist eng-
an enda ætla að taka. Hún
fann hitann skyndilega
hækka i innra með sér, geisl-
andi um líkamann eins og
hitabylgja. Hún sá tígurinn
fyrir sér. Eftir augnablik gæti
hún ekki haft hemil á sjálfri
sér, á frygðinni, sem var að
hertaka nárann. „Gerðu það
þá! Ljúktu því af!“ hrópaði
hún æðislega. Dauðinn þagg-
aði líka niður í tígrinum.
— 0 —
Hann stöðvaði bílinn fyr-
ir framan hótelið. „Taktu
saman dótið þitt og hittu mig
á flugvellinum eftir tvo tíma,“
sagði hann.
„Þú verður gætinn, er það
ekki?“ sagði hún og leit á
hann.
Hann kinkaði kolli af ör-
yggi. „Við verðum lögð af
stað til New York áður en
nokkur veit hvað gerst hefur.
Ég verð einhvern veginn að
kamast í samband við Emilio.
Hann kemur þessu í lag.“
Hún þrýsti hendi hans og
steig út úr bílnum. Hún beið
og horfði á eftir honum með-
an hann ók.í burtu, en gekk
síðan inn í hótelið.
— 0 —
Hann gekk inn í afgreiðsl-
una á E1 Ciudad og gekk yfir
að borðinu. „LyJdana mína,
takk,“ sagði hann við af-
41. TBL. VIKAN 21