Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 6
erum minna flugfélag núna, og það var greini-
lega skynsamleg ráðstöfun,
— Er leigúflugið ykkur þyrnir í augum?
— Leiguflug er mjög eðlilegur þáttur í flug-
starfsemi, og við höfum sfður en svo nokkuð á
móti þvf, séu leikreglur virtar. Hér á landi
skortir nokkuð á það, að þeim fáu reglum,
sem um þessi mál eru til, sé fylgt nægilega
eftir, og við erum vitanlega ekki ánægðir með
það. Við, sem höldum uppi reglubundnu áæti-
unarflugi allt árið, höfum ákveðnum skyldum að
gegna, og við undirgöngumst þær fúslega, en
leiguflug, sem ekki er háð neinum reglum og
eftirliti, getur fleytt rjómann ofan af, þegar mest
er að gera.
— Búist þið við harðnandi samkeppni á ykkar
leiðum? , ’
— Við höfum síður en svo nokkuð á móti
samkeppni, enda erum Við vanir henni. Við
eigum f samkeppni við yfir 20 félög á Atlants-
hafinu. Samkeppni skapar aðhald, en hún verð-
ur að vera innan skynsamlegra marka, og leik-
reglur ber að virða.
— Fyrir ókunnugan er dálítið erfitt að setja
rig f spor forstjðra fyrir flugfélagi. Geturðu lýst
einum starfsdegi hjá þér?
— Við erum þrír forstjórar fyrir Flugleiðum,
Örnjohnson, Alfreð Elíasson og ég, og f minn
hlut koma fjármál og markaðsmál, þ.e. öll
sölustarfsemi, markaðsathuganir og allt, sem
lýtur að fjármálum, bpkhald, fjármunir, inn-
kaup, tölvudeild og fleira. Nú, dagarnir eru
kannski ekki beinlínis hver öðrum líkir, en ég
get helst lýst starfinu þannig, að maður, sem
ber ábyrgð eins og þessa, verður að fylgjast
ákaflega vel með því, sem er að gerast, því
sem hefur gerst og jafnframt gera sér grein
fyrir þvf, sem er framundan. Og þá skiptir það
meginmáli, að þær upplýsingar, sem maður fær
í hendurnar séu traustar og réttar og engar höml-
ur á upplýsingastreyminu. Við gerum ná-
kvæmar rekstursáætlanir og fjárstreymisáærlanir
ár fram f tfmann, og það er mjög nauðsynlegt
að gera sér grein fyrir þróuninni í stórum drátt-
um og fylgjast með hinum ýmsu þáttum,
sem renna stoðum undir afkomuna.
— Sem sagt ósvikið magasársstarf.
— Ja, ég veit það nú ekki, ég hef að minnsta
kosti sloppið ennþá.
— Þær fréttir, sem almenningur fær af Flug-
leiðum, eru oftast eitthvað tengdar kjarabaráttu
starfsmannanna. Er það kannski erfiðasti
þátturinn f rekstri félagsins?
— Ekki vil ég segja það. Þessi gífurlega verð-
bólga, sem við búum við hér á íslandi, skapar
okkur mestu erfiðleikana. Það er náttúrlega
dálítill munur á því að búa við 7-12% verð-
bólgu, eins og verið hefur í flestum okkar við-
skiptalöndum, eða 50% verðbólgu, eins og verið
hefur hér. Þetta hefur í för með sér svo gffur-
lega röskun og tilfærslu á verðmætum, að
eitthvað verður undan að láta, og ég fæ hrein-
lega ekki séð, hvernig þjóðfélag okkar fær þolað
þetta öllu lengur.
— Þið Flugleiðamenn eruð ekki orðnir svo
þreyttir á þessu að ykkur hafi dottið f hug að
flýja með starfsemina úr landi?
— Ég held það sé útilokað annað en að hafa
meginhluta starfseminnar hér, þetta er nú einu
sinni íslenskt félag.
— Nú hefur þú mikla reynslu af því að stjórna
stóru og miklu fyrirtæki, eins og Flugleiðir
hljóta að teljast á íslenskan mælikvarða. Held-
Við móasíkmynd Nínu Tryggvadóttur, sem
komið var fyrir á framveggnum á Loftleiða-
hótelinu fyrir tilstilli Sigurðar.
A heimih Unnar og Sigurðar er auðvitað
þíanó, því tónlistin er í hávegum höfð.Atján
ára dóttir þeirra, Edda Lína. situr við þíanóið
en á bak vtð hana á milli foreldranna standa
brœðurnir tveir, Helgi 14 ára og Sigurður
Emar 9 ára. Elsta barn Unnar og Sigurðar er
Ölöf 21 árs, en hún stundar nám við Smith
College t Northamton, Mass.. U.S.A.
urðu, að hægt væri að stjórna okkar sameigin-
lega fyrirtæki — rfkinu — þannig, að það bæri
sig?
— Þetta er nú svo pólitísk spurning. En þetta
minnir mig á það, að einhverju sinni voru menn
að ræða kosti og galla lýðræðisins, og vildu ýmsir
meina, að framtíð þess væri í verulegri hættu.
Ög þá sagði einn í hópnum, að líklega væri
góðviljað einræði besta stjórnarfarið. Kannski
það ætti við hér. En þá vaknar náttúrlega
spurningin: Hvað er góðviljað einræði? Ég
efast um, að það sé til. Það hefur líka verið
sagt, að stjórn eins lands væri hvorki betri né
verri en fólkið, sem í landinu býr, þjoðin fengi
þá stjórnendur og það stjórnarfar, sem hún ætti
skilið. Stjórnmálamenn hugsa yfirleitt mest um
eigin hag og eigin frama og hag síns flokks, og
Fæ ekki séð
hvernig þjóðfélagið
þolir þetta
öllu lengur
þeir taka sfnar ákvarðanir oftast út frá þvf
sjónarmiði.
— En hvers vegna gengur okkur svona illa
að ráða við verðbólguna? Megum við kannski
búast við 50% verðbólgu á ári til langframa?
— Nýlega var gerð skoðanakönnun f Banda-
ríkjunum, þar sem fólk var spurt að þvf, hverj-
um það treysti best til þess að spá fram f tfmann.
Niðurstaðan varð sú, að hagfræðingar urðu næst
neðstir á listanum. Ég held ég ætti því að segja
sem fæst um þessi mál. Verðbolgan hér er auð-
vitað ekkert einsdæmi í heiminum, það hefur til
dæmis verið gífurleg verðbólga í ýmsum rfkjum
Suður-Ameríku. I Brasilíu leiddi verðbólgan til
upplausnar, og þar tók við einræði, en ekki
skal ég segja, hvort það er góðviljað einræði,
og enn síður vil ég spá slíkri þróun hér.
— Annars er dálftið gaman að bera saman
Brasilfu og ísland, úr þvf ég minntist á Bras-
ilfu. Á tímabili náðu nefnilega Loftleiðirágæt-
um viðskiptum í Suður-Amerfku, og í tengslum
við það ferðaðist ég talsvert um þar. Islend-
ingar hafa löngum gumað af stéttlausu þjóð-
félagi, og það er bæði satt og rétt, að hér er
eiginlega ekki hægt að tala um hástétt og lágstétt
heldur aðeins miðstétt. í Suður-Ameríku er
hinsvegar yfirleitt mjög skörp stéttarskipting,
og þar eru menn annað hvort ríkir eða fátækir,
þar er eiginlega engin miðstétt, aðeins hástétt
og lágstétt. Svona ástand rfkir í flestum rfkjum
Suður-Ameríku, a.m.k. þar sem kaþólska kirkj-
an og herinn hafa haft ítök um langt skcið. Það
er mjög fróðlegt fyrir íslending að kynnast lífinu
í þessum löndum, og svo við höldum okkur við
Brasilíu, þá er líklega verðbólgan það eina,
sem er líkt með því og íslandi, n'ema að nú
er verðbólgan enn mciri hér en þar.
— En svo við snúum okkur að þér sjálfum,
Sigurður, einhver sagði mér, að þú værir mikill
listunnandi.
4— Slfkt orð má túlka á ýmsa vegu, og ekki
vil ég gera mikið úr ástundun minni á bví
6 VIKAN 51. TBL.