Vikan

Tölublað

Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 16

Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 16
Þátttakendur i umrœöuntim voru þessir: Bryndís Bryngeirsdóttir úr Reykjavik nemandi í öðrum bekk, Oddný Sigurðardóttir frá Stykkis- hólmi nemi t þriðja bekk, Jón Reynir Sigurvinsson frá lngjalds- sandi í Önundarfirði í fjórða bekk, Páll Sveinbjörnsson árnesingur nemi i fjórða bekk, og Ólafur Guðmundsson nemi i þriðja bekk, en hann er sá eini i hóþnum, sem búsettur er á Isafirði. Fyrstu spurningunni beindi ég til þeirra Bryndísar, Oddnýjar og Páls og spurði þau, hvers vegna þau hefðu vaiið Menntaskólann á ísa- firði. Btryndís: Mig langaði bara að breyta til og vera úti á landi, og þegar ég fékk skólavist hér, ákvað ég að reyna og sé ekki eftir því, þvr að ég kann vel við mig hér. Oddný: Mér fannst þessi skóli nærtækastur fyrir mig og lít á hann sem minn skóla. Páll: Með tilliti til búsetu hefði ég víst átt að fara að Laugarvatni, en ég var ekki taiinn nógu gáfaður fyrir þann skóla. En svo ég sleppi öllu gamni, var ég í fimmta bekk Lindargötuskólans i Reykjavík og sótti um sjötta bckk þar, en var synjað um skólavist, og mér var synjað svo seint, að ég komst ekki í neinn annan skóla en þennan. Ég er alveg sáttur við það, því að hér er skínandi að vera. __Eruð þið áncegð með aðbún- aðinn á vistinni? Oddný: Já, ég held það sé ekkert út á hann að setja. __ Er blómlegt félagslif í skól- anum? Páll: Það er ákaflega takmarkað og það stafar náttúrlega meðal annars I PARAMSTINNI í heimavist Menntaskólans á ísafirði búa þrenn pör í svokall- aðri hjónavist. Við heimsóttum hclming íbúanna og spjölluðum við hann um þetta búskaparlag, en hinn hclmingurinn var ekki heima, þegar okkur bar að garði, svo við hittum ekkert heilt par. Fyrstur varð fyrir okkur Jón Reynir Sigurvinsson frá Ingjalds- sandi i Önundarfirði, tuttugu og eins árs. Hann sagði þau skilyrði vera sett fyrir því að fá leyfi til búskapar á paravist, að fólk væri hringtrúlofað og hefði leyfi foreldra sinna, ef það væri yngra en sextán ára. Eins sagði hanh, að forráða- menn skólans fylgdust með því, að JÓLAGJÖFIN í ÁR. Canon Ef þér kaupiö Canon- vasavéL þá er ekki tjaldaö til einnar nætur. Sendum i póstkröfu varahlutir, ábyrgö Einkaumboð, og þjónusta. Skrifvélin Suöurlandsbraut 12, simi 85277. foreldrar vissu, hvað til stæði, þótt umsækjendur um paravist væru orðnirsextán ára. Jón Reynirsagði, að paravistin væri á margan hátt æskileg, en gæti jafnframt valdið vandamálum — til dæmis væri ekki óhugsandi, að fólk trúlofaðist í þeim tilgangi einum að fá inni á hjónavistinni. Þá sagði Jón Reynir, að hvað námið áhrærði, væri hjóna- vistin mjög æskileg, að minnsta kosti væri sín reynsla sú. Við hittum einnig þær Jófríði Valgarðsdóttur, átján ára, úr Borg- arnesi og Guðnýju Bogadóttur, sautján ára, úr Vestmannaeyjum. Jófríður sagði, að foreldrum sín- um þætti þctta búskaparlag mjög eðlilegt, enda hefðu hún og unn- usti hennar átt barn, áður en þau fóru í skólann á ísafirði. Guðný tók undir það, að ekkert væri eðli- legra en paravistin. Hið eina, sem hún gæti sett út á, væri viðhorf hinna krakkanna í skólanum, því að þcim fyndist, að pörin yrðu að vera eins og samlokur — ef þau sæjustsinn helmingur I hvoru lagi, héldu þau, að allt væri að fara uppíloft. Tról. um. Vinstra megin: Jófríður: Mjög eðli- legt ! Hœgra megin: Guðný: Þeim finnst við alltaf eiga að vera sarnan! 16 VIKAN 51.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.