Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 18
hundrað og tuttugu og hundtað og
þrjátíu þúsund krónur.
Oddný: Og þeir, sem kæra sig um
morgunverð, borga hundrað krónur
fyrir hann í hvert sinn.
__Er aðstaða tilþvotta?
Bryndís: Nei, á vistinni er engin
síík aðstaða fyrir hendi.
Páll: Maður verður bara að sjá sér
út góðhjartaða konu úti í bæ. Þeg-
ar ég kom hingað fyrst, þekkti ég
ekki kjaft, en maður varð að reyna
að bjarga sér, svo ég réðist bara á
næstu konu, og það gekk ágætlega.
Jón Reynir: Annars er gert ráð
fyrir því það komi þvottahús hérna
á vistinni í framtíðinni.
__ Hvernig er rcestingu háttað
á vistinni?
Jðn Reynir: Við ryksugum öll teppi
hér, og það er gert annan hvern
dag, en ræstingakonur sjá um þrif
á salcrnum, stigum og göngum,
þarsem ekki eru teppi.
__Og þetta erþegnskylduvinna?
Jón Reynir: Já, við vinnum þetta
endurgjaldslaust og undir stjórn
ræstingastjóra á hverri vistareiningu
scm raðar verkinu niður á íbúa og
fylgist með því, að það sé unnið.
Oddný: Og herbergin þrífum við
sjálf, nema hvað bónað er hjá
okkur einu sinni I mánuði.
__ Umgangist þið hæjarbúa að
ráði?
Páll: Maður kynnist vitaskuld mörg-
um á þessu tímabili, en samt verða
kunningjar manns aðallega á vist-
inni, og maður heldur dauðahaldi
hver í annan og leitar lítið eftir
kunningsskap úti í bæ. Samt
lítur fólkið í bænum okkur alls
engu hornauga.
Oddný: Það eru þá ekki nema
litlu krakkarnir, sem kalla: Mennta-
skólaskríll! á eftir okkur.
Jðn Reynir: Á fyrstu árum mennta-
skólans hér held ég sumir bæjar-
búar hafi verið hálfhræddir við, að
, .mcnntaskólaskrlllinn” myndi
setja leiðinlegan blæ á bæjarlífið.
Nú held ég, að það viðhorf sé
alveg horfið, cnda hefur mennta-
skólinn frekar lyft bænum upp en
hitt, til dæmis með sólrisuhátíð-
inni, sem haldin er hér á hverju
vori. Hún stendur í eina viku
og er eins konar listahátíð.
'Ólafur: Úr því að þú minnist á
sólrisuhátíðina, vil ég koma grósku-
dögunum að. Víð fellum niður eig-
inlcga skólavinnu í nokkra daga
og vinnum þá að ákveðnum verk-
efnum I staðinn. í þessu taka
allir nemendur skólans þátt — ým-
ist í hópum eða sem einstaklingar.
Sumir fara á sjó, aðrir á bónda-
bæi — sumir í frystihús og svo
framvegis.
Páll: I sambandi við tengsl mennta-
skólans og bæjarbúa almennt má
alls ekki gleyma kvöldskólanum,
Bryndís: ...langaði bara að breyta
til...
Ölafur: Við neitum að svara þess-
ari sþurningu.
sem ekki hefði orðið til án mennta-
skólans.
Ólafur: Ji, í honum eru jafnmarg-
ir, ef ekki fleiri nemendur en í
menntaskólanum, fólk á öllum
aldri, sem ekki stefnir að prófi,
en fýsir að bæta við sig lærdómi
íeinhverjum greinum.
__ Er ekki gefið út blað hér í
skólanum?
Ólafur: Jú. Annars hefur verið
svolitlum erfiðleikum bundið að
gefa út blað hér, því að við höfum
þurft að kaupa setningu á þvi, en
nú höfum við aðgang að offseti,
svo þá hlið getum við annast sjálf.
Nú er meiningin að taka upp þá
stefnu að gefa út nokkur lítil blöð
á vetri í stað eins til tveggja
stærri, eins og tíðkast hefur hingað
til.
___Eru nemendur hér áhugasam-
ir um þólitík?
Oddný: Ég vil nú helst ekki úttala
mig um það... Það eru menn hérna
sem hafa vægast sagt ákaflega
gaman af pólitík, en almennt
held ég fólk sé bara á móti
pólitík hér...
Ólafur: Það cr allt of lítill áhugi á
pólitík hér.
Jón Reynir: Ég tek undir það.
Oddný: ...svo það veigrar sér við
að taka þátt I nokkru, sem heitir
pólitík.
___Af hverju heldur þú, að þessi
litli áhugi stafi, Oddný?
Oddný: Ég veit ekki, hvort það er
Jón Reynir: Okkur gefast tækifæri
til að kynnast svolttið öðrum skól-
um.
tilviljun, hvernig fólk hefur valist
hingað, en það liggur við, að fólk
verði hrætt bara við orðið pólitík
eitt.
___Er jafnrétti milli kynjanna hér
í skólanum?
Bryndís: Já, það held ég að segja
mcgi.
Oddný: Mér finnst strákarnir nú
vera óþarflcga áhrifamiklir í nefnd-
um og því um líku.
Jón Reynir: Það má benda á, að
í átta manna íþróttaráði í fyrra voru
tómir strákar, svo það var gert að
skilyrði núna, að það skipuðu fjórar
stelpur og fjórir strákar, því að þcim
fannst í fyrra, að ekki væri hægt
að starfa á þcssum karlmanna-
grundvelli einum.
___Er mikill íþróttaáhugi í skðl-
anurn?
Jón Reynir: Það er nokkuð stór
hópur stráka, sem hefur mikinn
áhuga...
Páll: ...já, það má kalla töluverð-
an hóp algera íþróttaidjóta...
Oddný: ...já, það er hreint ekki
hægt að tala við þetta fólk. Allt
gengur út á sportið; Hefurðu séð
nýja skíðagallann minn? Ætlarðu
ekki að kaupa þér árskort í skíða-
lyftuna? Það er fótboltaæfing á
föstudaginn? Ætlarðu ekki í frjálsa
tímann niðri í húsi á eftir?
__ Er nokkuð athugavert við
íþróttaáhuga?
Oddný: Það má nú fyrr vera.
Jón Reynir: I fyrra fórum við í
skólaferðalag til Ítalíu, og einn í
hópnum var alveg I öngum sínum
af því, hve illa honum gekk að fá
fréttir af ensku knattspyrnunni í
ferðinni.
Oddný: Þetta er sjúklegt.
__ Er drykkjuskaþur algengur
meðal nemenda hér?
Páll: Ég held það sé ósköp svipað
og hjá öllum öðrum.
__Megiðþið drekka á vistunum?
Páll: Nei.
__Hvar drekkið þiðþá?
Ólafur: Við neitum að svara þessari
spurningu.
Páll: Við reynum að fela okkur ofan
í næsta rúmfatakassa og drekka
þar... En svo ég tali í alvöru, held
ég að skólinn og ráðamenn hans
geti verið mjög ánægðir með, hve
nemendur hér nota áfengi lítið og
þó sérstaklega, hve vel þeir fara
með það.
Oddný: Það ber aldrei neitt á
áfengisneyslu menntaskólanema
hér...
Páll: ...í kringum hana eru aldrei
nein læti...
Jón Reynir: ...enda eru mjög ströng
viðurlög við áfengisneyslu á vistum,
og ég held áfengisnotkun komi
varla fyrir innan veggja þeirra.
__En hvað um önnur nautnalyf?
Jón Reynir: Menn neyta ckki annars
hér en áfengis og tóbaks.
Ólafur: Ég hcld það væri líka litið
niður á þann, sem væri að fikta
við annað.
Oddný: Hass og því um líkt þrif-
ist aldrei hér, enda þckkja allir
alla hérí plássinu.
Jón Reynir: Ég fór sem skiptinemi
í annan menntaskóla I fyrra, og þar
fannst mér bera þó nokkuð á
nautnalyfjaneyslu og mun meira á
drykkjuskap en hér. Maður verður
alls ekki var við það hér, að nem-
endur séu fullir hér alla föstudaga,
cn þar var byrjað að drekka um leið
og skólinn var búinn á föstudögum.
Náttúrlega þarf þetta ekki að vera
algilt t þeásum ákveðna mennta-
skóla, þótt það tíðkaðist f þeirri
klíku , sem ég kynntist.
Tról.
*
18 VIKAN 51. TBL.