Vikan

Tölublað

Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 45

Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 45
MMMíáHNE „Þér,” ansaði Beaufort lágt. Aðeins þetta eina einsatkvæðisorð, en það brenndi sig svo inn í Mari- anne, að það var engu líkara en að það hefði verið skotið á hana úr pistólu af stuttu færi. Rétt sem snöggvast hélt hún að myndi líða yfir sig. Hún hörfaði aftur á bak og leitaði ósjálfrátt að einhverju til þess að styðja sig við, fálmandi, ísköld hönd hennar nam við heita, hug- hreystandi arinsylluna. Nú vissi hún, að hún var að ganga af vitinu - nema það vaeri hann, þessi óskammfeilna skepna, sem væri sturlaður. En hann virtist svo rólegur og öruggur með sig, en hún aftur á móti var í þann veginn að detta fram fyrir sig. Hún fékk velgju af óbeit sinni á þessum manni. En aftur virtust veggirnir orðnir traustir, og hún gat alténd stutt sig við þá, ella hefði henni fundist þetta vera einhvers konar martröð. Hún slengdi hugsunum sínum beintframan IBeaufort. ,,Annað hvort er ég orði vitskert eða þér. Er ég eins og hver önnur ambátt, sem getur gengið kaupum og sölum að vild? Jafnvel þótt við gerum ráð fyrir því, að Cranmere lávarður hafi verið svo níðingslegur eða fljótfær að leggja undir þær eignir, sem honum höfðu verið faldar í hendur, þá getur hann ekki tapað öðru en því, sem honum tilheyrir. Og ég tilheyri honum ekki!” Grimmdin í rödd hennar kom amer- íkananum á óvart. JULIETTE BENZONI 4 ,,Frá sjónarmiði laganna,” sagði hann, og rödd hans var þýðari en áður, ,,þá tilheyrið þér honum. En ég vil gera yður það ljóst, að það voruð ekki þér sjálf eða líf yðar, sem hann lagði að veði, heldur aðeins þessi eina nótt. Það að hann skyldi tapa, veitti mér þau forrétt- indi að koma hingað upp til yðar í stað eiginmanns yðar - og heimta rétt hans.” Nei, þetta var einum of mikið af því góða! Hver hafði nokkru sinni heyrt annað eins? Ekki einu sinni hinn andstyggilegi Lovelace, sá sem ofsótti Clarissu Harlowe, en um böl hennar hafði Marianne lesið ekki alls fyrir löngu, hefði leyft sér að stinga upp á svona óviðeigandi hlut! Við hvers konar manneskju hélt þessi ósvífni útlendingur, að við væri að etja? Marianne rétti úr sér til fulls og reyndi í barnslegri reiði sinni að rifja upp eitthvað af þeim grófustu og óskiljanlegustu móðgun- um, sem hún hafði heyrt úti við hesthúsin. Henni fannst eins. og það myndi draga úr tilfinningahita henn- ar. En er engu skaut upp í huga hennar, varð hún að láta sér nægja að benda skipandi á dyrnar. ,,Farið,” var hið eina sem hún sagði. I stað þess að hlýða greip Jason Beaufort aftur fyrir sig um stól- bakið og hvíldi annan fótinn á stól- bríkinni. Marianne sá, að hnúarnir á höndum hans hvítnuðu. ,,Nei,” svaraði hann rólega. Augu hans hvíldu á fölleitu andliti hennar, og hann sá fyrir sér hina tælandi mynd, sem hafði blasað við honum skömmu áður. „Hlustið nú á mig,” hélt hann síðan áfram, ,,og reynið að missa ekki stjórn á skapi yðar. Þér elskið ekki þennan hrokafulla, sjálfumglaða spjátrung, þér getið ekki elskað hann?” ,,Ég finn mig ekki knúrra til þess að ræða tilfinningamál mín við yður - og ég bið yður enn einu sinni um að fara.” Kjálkar ameríkanans strekktust. Svo að þessi stelpuhnokki hélt sig geta gabbað hann með tilgerðarlegri framkomu sinni. Hann varð ham- stola út I sjálfan sig frekar en hana og reyndi að fá útrás fyrir reiði sína. ,,Ekki bætir þetta úr skák fyrir yður!” sagði hann alvarlegur. „Hvernig, sem á það er litið, þá er hann yður glataður. Engin kona > >J‘Í $ ■ Wjt y 51. TBL. VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.