Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 3
*v
ÖLJÚLASVEINNINN er ákaflega
einfaldur að allri gerð. Líkami
hans er einfaldlega ölflaska, og
höfuðið er hneta. Eyrun og nefið
eru úr korktappa, skeggið, húfan
og jakkinn úr filti. Öljólasveinn-
inn á auðvitað best heima á jóla-
ölflöskunum.
RA FMA GNSJÓLA S VEINNINN er
úr pappasívalningi innan úr salern-
ispappírsrúllu eða öðrum álíka.
Hendur og gætur eru úr rafmagns-
vír, en klæðin og skeggið úr filti.
í hendur og fætur má eins nota
pípuhreinsara, en þá skiptir jóla-
sveinninn að sjálfsögðu um nafn
og heitir eftir það pípujólasveinn.
SERVÍETTUJÖLAS VEINNINN er
laglegasti piltur. Hann er alltaf
svolítið hissa og spyrjandi á svip-
inn, en það stafar líklega af því,
hve ungur hann er að árum.
Hann er nefnilega ekki hættur að
nota smekk eins og þið sjáið.
Smekkurinn Og húfan eru húin til
úr servíettum, sem brotnar eru á
baki servíettujólasveinsins og
hnakka. Nefið er korktappi, en
augun og rauðu kinnarnar eru mál-
aðar á pappasívalninginn (úr sal-
ernispappírsrúllu eða eldhúspapp-
írsrúllu), sem er skrokkur hans
og höfuð.
SKOGARJOLASVEINNINN er fín-
astur með sig þeirra félaga og svo
lírið hégómlegur, en besta skinn
fyrir það. Hann er úr tveimur
grenikönglum, sem límdir eru sam-
an. Skeggið og augabrúnirnar eru
úr skinnpjötlum, handleggir og
fótleggir úr pípuhreinsurum, og
hann er með fallega brúna hanska
á höndunum. Það eru þó ekki
nema allra flottustu skógarjóla-
sveinarnir, sem heimta hanska.
Fæturnir eru úr tálgaðri grenigrein
og nefið er hneta.
PO TTAJÓLA S VEINNINN er úr
tveimur blómsturpottum, sem snúa
botnum saman og eru reyndar
límdir saman á botnunum, þegar
um vandaðan pottajólasvein er að
ræða. Á efri pottinn er límt bóm-
ullarskegg og korktappanef, og
máluð andlit. Hattur pottajóla-
sveinsins er skreyttur með greni-
greinum.
KRAMARHÚSSJÚLASVEINNINN
er ákaflega auðvelt að búa til,
og hann er líka svo skapgóður,
að hann hlýtur að vera öllum til
ánægju. Skegg, augu og munnur
eru máluð á hann, en nefið er
pappírssnepill, sem límdur er á.
Topphúfan hans er til mikillar prýði.
Þennan jólasvein getur hvert barn
búið fil.