Vikan

Tölublað

Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 7

Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 7
Sigurður heima að Skildinganesi 52, en þ'ar er margt gððra listaverka. sviði. En ég hef til dæmis mikla ánægju af tónlist. — Leikurðu sjálfur á hljóðfæri? — Nei, ég á bróður, sem einokaði píanóið 14 klukkutíma á dag, svo þar komst enginn annar að. Mér lærðist því að njóta tónlistar 1 stað þess að framleiða hana sjálfur. Það er nauðsynlegt að hafa verkaskiptingu I þessu eins og öðru. • . Ekki er víst, að lesendur átti sig allir á því, hver þessi bróðir Sigurðar er, en það er enginn arinar en dr. Hallgrímur Helgason, einn lærðasti tónlistarmaður þessa lands. Þeirra systir er Ástríður kona HansG. Andersen sendiherra, og tvo bræður eiga þeir, Gunnar, sem er starfandi lögfræðingur hjá Flugleiðum, og Halldór, sem starfar sem matvælaverlcfræðingur I Bandaríkj- unum. Foreldrar þeirra voru þau Ólöf Sigur- jónsdóttir og Helgi Hallgrímsson. Á heimilí þeirra var listmenning I hávegum höfð, ekki slst tónlistin. — En áhugi þinn beinist að fleiri listgreinum, hef ég heyrt. ' — Já, ég hef lengi haft áhuga á plastískri list, þ.e. málaralist, höggmyndum og sllku, og við hjónin eigum nokkurt safn góðra mynda. í New.York kynntist ég vel Nínu Tryggva- dóttur, sem þar bjó, og kom hún oft á heimili okkar. Ég hef miklar mætur á verkum hennar. Þegar Hótel Loftleiðir var byggt, beitti ég mér fyrir því, að á framvegginn var sett stór mósaík- mynd eftir Nlnu, mjög falleg mynd. Önnur mósaíkmynd eftir Nlnu, Vlkingaskip, var sett upp I flugstöð okkar á J.F. Kennedy flugvell- inum I New York. Og fyrst við erum að tala um þessa mikilhæfu listakonu, þá finnst mér vert að vekja athygli á þvl, hversu margar íslensk- ar konur hafa náð miklum árangri I listsköpun, svo sem Nlna Tryggvadóttir, Kristín Jónsdóttir, Lovlsa Matthíasdóttir, Gerður Helgadóttir og fleiri. — Nú, ég hef einnig miklar mætur á Þorvaldi Skúlasyni listmálara og hef beitt mér fyrir tveim- ur sýningum vestan hafs á verkum hans. Það þarf mikið til að skapa svo sterka, sjálfstæða og persónulega list sem Þorvaldur Skúlason. En Sigurður Helgason hefur ekki aðeins stutt við bakið á listamönnum heima og erlendis, eins og hér hefur verið drepið á, heldur hefur hann einnig innt af höndum mikið starf til styrktar íslenskum námsmönnum I Bandaríkj- unum sem formaður Thor Thors sjóðsins, en sá sjóður var stofnaður árið 1965 til minningar um Thor Thors sendiherra. Framlaga til sjóðs- ins var aflað bæði hér heima og I Bandaríkj- unum, og hafa til dæmis mörg bandarísk fyrir- tæki, sem viðskipti eiga við íslendinga, lagt -I sjóðnum lið með drjúgum fjárframlögum. Sig- urður Helgason stjórnaði skipulegri herferð til eflingar sjóðnum vestan hafs árið 1969 og varð vel ágengt. Ég hef lengi haft áhuga á plastískri list — Áhugi minn var að safna fé til styrktar íslenskum námsmönnum, og er sjóðurinn nú um 40 milljónir króna. Or sjóðnum hafa nú um 80 íslendingar hlotið styrk frá upphafi, og er nýlokið úthlutun sex styrkja til náms 1 Bandarlkj- unum. Undirtektir fyrirtækja og einstaklinga við beiðni sjóðsins um fjárframlög hafa yfirleitt verið mjög góðar, og er þetta framtak til vitnis um þann árangur, sem unnt er að ná án atbeina ríkisvaldsins. Þessi lokaorð lýsa Sigurði Helgasyni jafn ágæt- lega- og upphafsorð viðtalsins. Hann styður einstaklingsframtakið einlæglega, jafnt I sjálfs- björg sem samhjálp, og lifir samkvæmt því. K.H. 51. TBL. VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.