Vikan

Tölublað

Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 46

Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 46
getur haldið áfram að elska mann, sem er reiðubúinn að leggja brúð- kaupsnóttina sína undir í fjárhættu- spili - ekki nema að hún sé jafn djúpt sokkin og hann. 1 þessum skilningi eruð þér mín í nótt. Komið með mér - komið á burt með mér - notið þessa nótt, sem hann hefur látið öðrum eftir og öðlist þannig frelsi! Ég mun ekki snerta yður, en ég mun taka yður með mér til heimalands míns. Þar naer hann ekki til yðar, og ég mun gera yður ham- ingjusama. Framundan er haf, sem mun skilja yður að eilífu frá þeim manni, sem er yður ekki samboð- inn.” ,,Og binda mig öðrum, sem er að minnsta kosti jafn slæmur!” sagði Marianne hvöss. Um leið og hún varð hamslausari endurheimti hún aftur sjálfstraust sitt. I fyrsta skipti á ævi sinni fannst henni hún hafa vald yfir öðrum manni, að minnsta kosti nógu mikið til þess að slá þennan óviðfeldna amerikana út af laginu. Og vitaskuld stóðst hún ekki þá freistingu að misnota það. ,,Ef þær riddaralegu tilfinningar, sem þér berið í brjósti til min, eru ósviknar, þá getið þér mjög einfaldlega sannað...’’ Jason Beaufort stansaði í miðju óútspekúleruðu tilfinningaflóði sínu og sagði snöggt: „Hvernig?” ,,Með því að skila húsjnu og land- areigninni, sem þér hafið komist yfir á þennan vafasama hátt. Þetta hefur verið í umsjá Cranmeres lávarð- ar of stutt til þess að hann hafi nokkurt leyfi til þess að ráðstafa því. Ef þér fallist á þetta, þá mun ég ekki eingöngu líta reiðilaust á yður, heldur jafnvel telja yður vin minn. En að ég yrði yðar, þó ekki væri nema í eina klukkustund, held ég, að þér hafið varla gert ráð fyrir?” Reiðiglampa brá fyrir í augum ameríkanans. Ránfuglslegt andlit hans varð enn harðneskjulegra. Hann snéri snöggt við henni baki kannski til þess að bægja frá sér hinni tælandi sýn, sem þessi barns- lega kona var. Hún hafði virst svo saklaus, en sýndi nú af sér óvenju- legt sjálfstraust. „Óhugsandi,” sagði hann ákveð- inn. „I mínum augum var þetta spil einstakt tækifæri fyrir mig. Skip mitt Savannah Belle strandaði við klettana í Cornish. Aðeins þrir af áhöfninni komust lífs af, og allt, sem ég átti, fór niður með skipinu. Peningarnir, sem ég fæ fyrir land- areign yðar, nægja til þess að kaupa annað skip, ráða nýja áhöfn, ferma skipið og kaupa kost handa mann- skapnum. Ensamt,-” Hann snéri sér skyndilega við og var fórnariamb girndar, sem var skynseminni yfirsterkari og horfði á hana brennandi augum. En samt,” hélt hann áfram hálf rámur, „mun ég fá yður aftur hús og lendur, svona er ég heimskur, ef þér viljið aðeins greiða lokaskuld yðar. Látið mér eftir þessa nótt, og í fyrramálið verð ég farinn. Allt verður yðar. ” Hann gekk hægt til hennarum leið og hann talaði, ómótstæðilega teymdur af þessum þokkafulla, ósýnilega Iíkama hennar. Marianne fékk skyndilegt hugboð um, hvað myndi fylgja í kjölfarið. Ein klukku- stund í örmum þessa manns, og síðan myndi hann fara á brott og hún yrði „ til _ Su*>URs I \Vsunnu v\^° Hótel og ibúðír i sérflokki Fararstjörar Sunnu vc öryggi o% pjónustu Nóte# Pemisóici,* Kanaríeyjaferðir :Si;í SUNNU Þúsundir ánægöra viðskiptavina velja SUNNUFERÐIR ár eftir ár. FEROASKRIFSTOFAN SUNNA LÆKJARGÖTU 2 SÍNIAR 16400 12070 Krahba- merkift 22. jUnl — lirúls merkift 21. marz — 20. aprll Flest snýst þér í hag þessa dagana. Not- færðu þér alla þá að- stoð, sem býðst. Ein- hver atriði í sambandi við fjárhaginn valda þér áhyggjum. Gættu þín á að velja ekki fyrstu lausnina, sem þér kann að hug- kvæmast, hún er ekki alltaf sú besta. Nauts- merkift 21. aprll — 21. mal Þér hættir til að draga þig í hlé, ef þér finnst þér misboðið. Reyndu að venja þig af því, annars verður þú um of þreytandi fyrir þá sem standa þér næst. Hvíldu þig á öllu ver- aldarvafstri yfir jólin, það gæti haft góð áhrif á lífsviðhorfið. Tvibura- merkift 22. mal — 21. júnl Leggðu þig fram við að geðjast fjölskyldunni. Örlítil rómantik ætti nú ekki að saka. Allar bréflcgar skyldur skaltu afgreiða hið snarasta, annars gæti það haft töluverð vandræði í för með sér siðar. 23. júll Hafðu ekki of mörg járn i eldinum i einu. Þú virðist eiga í erfið- leikum með að halda þig við aðalatriðin. Ef þú hefur ekki lokið jólainnkaupunum ennþá, skaltu gera það strax í dag. Það er mjög vafasamt að ætla að gera allt á þremur tímum á þorláksmessu Ljóns merkift 24. júll — 24. ágúst Láttu ekki rómantík- ina hlaupa með þig í gönur. Mundu, að ekki er allt gull sem glóir. Jólagjafir virðast verða þér tiltölulega dýrari nú í ár cn i fyrra Reyndu að muna að hugsa fyrst og fram- kvæma síðan Meyjar merkift 24. ágúst — 23. sept. Vikan virðist nokkuð blönduð. Veldu þér trúnaðarvini af mikilli varkárni, einkalif þitt virðist undir smásjá. Þú átt mjög annríkt og það gefst lítið tóm til skemmtana. 46 VIKAN 51. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.