Vikan

Tölublað

Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 51

Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 51
Plötubabbl lævíslega fram við útvarpsbelgina, og er það hörkugott. Þessi fyrsta plata þeirra félaga er mjög áheyrileg og skemmtileg í alla staði, enda vart við öðru að búast, loksins, þegar þeir komu sér að því að senda frá sér plötu. Platan er skemmtilega og vel unnin, enda hafa þeir félagar fengið góða þjálfun í stúdíóinu, verið þar meira og minna í allt sumar, að vísu í vinnu fyrir aðra listamenn, en engu að síður hafa þeir öðlast sina reynslu þar, sem hefur komið sér vel við gerð þessarar plötu. Einnig nota þeir kappar fjöldann allan af aðstoðarfólki, og ef litið er á bakhlið plötuumslagsins, sér mað- ur þar mörg kunnugleg nöfn eins og Engilbert Jensen, Sigrún Harð- ardóttir, að ógleymdum Stellinu Maccarthy og Lorenzu Johnson, (þær sem kallaðar voru svartálfar hér í sumar), Karl Sighvatsson o.fl. o.fl. Að endingu vill Babbl óska þeim köppum til hamingju með þessa ágætu plötu og fullyrðir, að hún stendur sem ágætis bautasteinn fyrir hljómsveitina, fari svo, að þeir stingi af út til Ameríku. s.valg. Spilverk þjóðanna Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum, hverjir skipa Spilverk þjóðanna, svo ýtarlega hefur verið skrifað um þá að undan- förnu, og sennilega hefur engin íslensk hljómplata fengið jafngóðan byr fyrirfram í blöðum og þessi fyrsta plata Spilverksins. Spilverk þjóðanna skipa: Egill Ólafsson, Sigurður Bjóla, Valgeir Guðjónsson og Sigrun Hjálmtýs- dóttir, og má geta þess hér, að þeir Egill, Sigurður og Valgeir voru í hinni landsfrægu hljómsveit, Stuð- mönnum. Það var í enda ársins 1974, að sögur fóru á kreik af Spilverki þjóð- anna og að hér væri um geysilega merkilega tónment að ræða og að þarna'væri á ferðinni eitthvað nýtt og ferskt. Eftir að hafa hlýtt á þessa fyrstu breiðskífu þeirra, er engum vafa undirorpið, að það eru orð að sönnu. Þessi fyrsta skífa Spilverksins finnst mér gefa glöggt til kynna, að íslenskir popphljómlistarmenn standa lítt að baki erlendum starfs- bræðrum sínum, nema síður sé, og held ég, að enn sem komið er sé þetta besta plata, sem íslenskir popptónlistarmenn hafa sent frá sér, hvað gæði snertir. Það fyrsta, sem vekur eftirtekt, er söngurinn, sem er sá pottþétt- asti, sem ég hef heyrt á íslenskri plötu, allar raddsetningar og sánd mjög gott. Undirleikur Spilverksins og að- stoðarmanna þeirra er mjög vand- aður og þar af leiðandi mjög svo áheyrilegur. Á plötunni notar Spilverkið fjöldann allan af aðstoðarmönnum, og má þar helst nefna Vilhjálm Guðjónsson á klarinett, Reynir Sig- urðsson á vibrafón, Rúnar Georgs- son á saxófón, að ógleymdum Jakobi Magnússyni. Ég ætla mér ekki að taka lögin hvert fyrir sig, eða nefna neitt öðru betra, en hvet þig lesandi góður til að dæma sjálfur. Platan er hljóðrituð í Hafnarfirði af Tony Cook og hjá Polydor í London. G.G. HIR-hið Við lifum x nútlma þjóðfélagi með tilheyrandi streitu og djöfla- gangi, sem vafalaust hefur ekki farið framhjá neinum. Allt er að stækka og auka við sig. Nýr iðn- aður, nýir starfskraftar, og alltaf verða allir að fá eitthvað við sitt hæfi. Það þykir hæfa, þegar ný starfs- stétt ryður sér til rúms og alvöru- blær er kominn í spilið, að stofna fagfélag . í félagið ganga sfðan þeir íslenska rótarafélag menn, sem stunda viðkomandi fag. Félagið sér svo um að gæta hags- muna félagsmanna sinna, til dæmis með þvf að semja um kaup og kjör við atvinnurekendur og þar fram eftir götunum. Nú er enn eitt fagfélagið í uppsiglingu, allavega var það f upp- siglingu fyrir nokkru og fer sjálf- sagt að láta á sér kræla, ef það hefur ekki kafnað f fæðingunni. Nei börnin mfn, þetta er ekki verkalýðs- sfða, langt frá því. Hins vegar er ég viss um, að þið hafið áhuga á þessu nýja fagfélagi þegar til kemur. Varðandi nafn á félagið hafa verið uppi margar hugmyndir. Til dæmis kom útúr tveim hugmynd- um skammstöfunin HlR og FlR. En það er best að lofa ykkur að vita, hvernig f þessu liggur. Það eru sem sé rótarar, sem ætla að stofna með sér fagfélag. Hið fsl- enska rótarafélag eða Félag fslenskra rótara, gæti það heitið, og koma þá heim skammstafanirnar hér að ofan. Það munu vera tveir hressustu rótarar landsins, sem hyggja á stofn- un félagsins, þeir Gústi, sem rótar hjá Paradís, og Kiddi, hinn eini og sanni, sem rótar hjá Júdas. Vonandi láta þeir kappar af því verða að koma þessu fagfélagi á legg. 51.TBL. VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.