Vikan

Tölublað

Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 4

Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 4
VANTAR M Sigurður He/gason er einn af þremur forstjórum Flugleiða hf, og í hans hlut koma RÆTT VIÐ SIGURÐ HELGASON FORSTJÓRA — Islendingar gera alltof miklar kröfur til þess, sem þeir kalla ríkið. Ríkið er ekkert annað en við siálf. Þessar endalausu bænagerðir, sem maður sér og heyrir í blöðum og útvarpi, að ríkið eigi að gera þetta og ríkið eigi að gera hitt, ná ekki nokkurri átt, því ríkið er ekkert annað en samnefnari fyrir okkur öll. Það þýðir ekki að gera endalausar kröfur til einhverrar ópersónulegrar stofnunar, sem kallast ríkið, fólk verður fyrst og fremst að hjálpa sér sjálft. Sá, sem þetta mælir, er Sigurður Helgason, einn af þremur forstjórum Flugleiða hf. Sig- urður er einn þeirra manna, sem margir kann- ast við, en færri vita mikið um, annað en það, að hann hefur um margra ára skeið átt drjúgan þátt í rekstri Loftleiða og síðan Flugleiða, eftir ^ð Loftleiðir og Flugfélag Islands sameinuðust. Vikan hélt á fund Sigurðar með það í huga að kynnast ,,hinni hliðinni” á honum, en reyndin varð sú, að samræðurnar snerust að verulegu leyti um starf hans. Það er kannski ekki að undra, þótt svo færi, enginn getur náð árangri í starfi, nema hafa á því ómældan áhuga, og þann áhuga virðist Sigurð ekki skorta. Ofangreind orð lýsa Sigurði vel. Hann fluttist aftur heim til fslands fyrir rúmu ári eftir að hafa starfað og átt heima í Bandaríkjunum um 13 ára skeið. Hann svaraði þessu til, þegar ég spurði hann, hvort það væri eitthvað sérstakt í fari íslendinga, sem hann tæki eftir, þegar hann kæmi heim efrirsvo langa fjarveru. — Það er ákaflega mikill munur á því að búa og starfa hér eða í Bandaríkjunum, segir Sigurður, og aðal munurinn er náttúrlega fólg- inn í stærðinni. Hér eru allar aðstæður svo miklu minni, allt í svo miklu návígi, miklu per- sónulegra. Nú, því fylgja bæði kostir og gallar, en erfiðast finnst mér, að hér vantar alla við- miðun. Við hvað á eiginlega að miða í atvinnu- rekstri? Hvenær gengur rekstur vei, og hvenær gengur hann illa? Hvaða kröfur á að gera, hvaða stöðlun á að fylgja? Þessi skortur á við- miðun er ákaflega einkennandi fyrir ísland, ekki bara í atvinnulífinu, heldur öllum þáttum þiöólífsin-, ' Hvernig féll ykkur að búa í New York? — Við bjuggum utan við borgina í tiltölu- lega litlu bæjarfélagi. Það tók mig um það bil þrjá stundarfjórðunga að fara á milli með lest. Nú, loftslagið í New York er ekkert til að hróþa húrra fyrir, maður kann enn betur að meta hreina loftið hér, eftir að hafa kynnst því, hvern- ig það getur orðið í New York. Veturnir eru stuttir, en harðir, það getur orðið óskaplega kalt þar. Svo kemur sumarið allt í einu, ekkert eiginlegt vor, og heitasti ríminn er ekki beint þægilegur, það er tij dæmis ekki viðlit að vinna nema í loftkældum skrifstofum. En haustin geta orðið dásamleg, besti tíminn á þess- fjármál og markaðsmál. Sigurður við skrifborðið heimá hiá sér að Skildinganesi52 t Skérjafirðinum. um slóðum er frá þvl í september og fram í desember. — Er ekki líka talsverður munur á þjóðlífi hér og í Bandaríkunum? — Jú, það er geysilegur munur á íslensku og I Bandaríkjunum liggur allt eitthvað svo opið fyrir bandarísku þjóðlífi. Við, konan mín og börnin, kunnum vel við okkur á báðum stöðunum, en við erum mjög ánægð með að vera komin heim. — Þú varst ekki ókunnugur í Bandaríkjunum, þegar þú fórst þangað til starfa fyrir Loftleiðir. — Nei, ég stundaði viðskiptanám við Col- umbiaháskðlann á árunum 1944-48, og reýnd- ist það mér mjög góður skóli. Bandaríkjamenn eru gæddir ákaflega ríkri skipulagsgáfu, og skipulagning er sterkur þáttur í öllu viðskipta- lífi þar vestra. Þeir hafa hæfileikann til þess I að leggja hlutina niður fyrir sér, skipuleggja það, sem er að gerast og það, sem á að gerast. , Það má Hka segja, að það sé einkennandi fyrir j bandaríkjamenn, hversu agaðir þeir eru. I svona samkeppnisþjóðfélagi skapast náttúrlega meira aðhald, bæði í skólum og eins 1 daglega lífinu. Fðlk veit, að það verður að standa sig, það verður að vinna sitt verk, því annars á það beinllnis á hættu, að einhver annar við hliðina á því sé tilbúinn að taka við og gera jafnvel hetur. — Annað gætu íslendingar einnig lært af bandaríkjamönnum, og þar á ég við upplýsinga- skipti. I Bandaríkjunum liggur allt eitthvað svo opið fyrir, þú getur leitað þér upplýsinga um nánast hvað sem er, og þú færð þær. Jafnvel keppinautarí viðskiptum reyna ekki að fela neitt hver fyrir öðrum. Ég varð til dæmis áþreifan- lega var við þetta, þegar verið var að koma upp tölvukerfi við bókanir. Ég fékk strax mikinn áhuga á þessari nýjung, og þar voru engar hindr- anir I vegi, ég gat fylgst með gangi mála hjá I þeim flugfélögum, sem ruddu brautina, og siðan fylgdum við fast á hæla þeirra. — Hvers konar kerfi er þetta? — Þetta er ákaflega fullkomið kerfi og þægi- i legt á allan hátt. Með þvl einu að styðja á réttan hnapp á borði fyrir framan sig getur starfsfólk í bókanadeild fengið upplýsingar til baka á tveimur sekúndum um hvaða flug sem er 4 VIKAN 51.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.