Vikan

Tölublað

Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 44

Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 44
STpRQRJ-LH 9 ínnréHi Við bjóðum SHANGRI —LA í tveimur mynstrum og sjö litaafbrigðum. SHANGRI-LA er heiti á bráðfallegum enskum rýjateppum, sem hlutu 1. verðlaun á stærstu Vj teppasýningu \ Bretlands þessu ári. SHANGRI—LA fæst aðeins hjá okkur Hún leit af nístandi fyrirlitningu á Beaufort. Þér eruð að skrökva,” sagði hún eins rólega og henni var unnt. „Eiginmaður m'inn myndi aldrei iáta teyma sig út í slíkt! ’ ’ „Hvernig vitið þér það? Hversu lengi hafið þér þekkt þann mann, sem þér genguð að eiga í dag?” „Frænka mín þekkti hann frá því hann var lítill drengur. Það er nóg fyrir mig.” „Hver veit, hvað hrærist í konu- brjósd? Ég geri ráð fyrir því, að lafði Selton hafi verið alls ófróð um spilafýkn Francis Cranmere. En allt um það,” helt ameríkaninn áfram, og rödd hans var nú ákveðnari, „þá er ég að segja yður satt. Eiginmaður yðar er nýbúinn að tapa öllum eignum yðar, en auk þess meiru.” Marianne hlustaði á hann, og gremja hennar jókst. Hún kunni ekki við rólega framkomu hans og þessi bláu augu, sem horfðu stöðugt á hana, og siðustu orð hans vöktu bergmál í huga hennar. „Þetta er í annað sinn, sem þér segið þetta. Ég skil yður ekki. Hvað eigið þér við með þessu „og auk þess meiru?” Jason Beaufort svaraði ekki strax. Hann fann, að taugar ungu stúlk- unnar voru strekktar eins og þaninn bogastrengur, og þær voru ef til vill á mörkum þess að gefa sig. En hún hafði staðið af sér eina storm- hviðuna, og það líkaði honum vel. Hann gladdist yfir þvi að etja kappi við verðugan andstæðing. „Hvers vegna ansið þér mér ekki?” sagði Marianne snöggt. „Eruð þér allt í einu orðinn hræddur, eða eruð þér að leita að haldgóðri lygi?” „Ég var einungis að hugsa um það,” sagði ameríkaninn lágt, „hvernig þér kynnuð að taka afgang- inum af því, sem ég hef að segja yður, eða ætti ég heldur að orða það þannig að trúa yður fyrir. ’ ’ „Þér getið sagt, hvað þér viljið, en verið fljótir að því! ” „Eftir að Cranmere lávarður hafði tapað öllu og átti ekkert eftir til þess að leggja undir, þá missti hann stjórn á skapi sinu og fór fram á, að hann fengi að vinna allt upp aftur í einu spili. Gegn öllum fyrrverandi eignum sínum, bauðst hann til þess að leggja undir dálítið, sem var óendanlega meira virði cn allt annað...” Hann þagnaði aftur og var i vafa um, hvort hann ætti að halda áfram. Skær augu hvíldu á honum, og það sem hann ætlaði að segja, virtist skyndilega missa allt samræmi og raunar vera hreinasd viðbjóður. Marianne var þurr í kverkunum af ótta við að hún gæti ekki stunið því upp, að hún vildi að hann færi. Þetta „hvað?” hennar var varla annað en hvísl. 44 VIKAN 51.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.