Vikan

Tölublað

Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 21

Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 21
V? FVRRE ÁRA Herdís Guðmundsdóttir Ijósmyndari í Hafnarfirði ræðir stuttlega um ævi sína hafa búið þar alia tíð. Þótt Guð- bjartur hefði numið prentiðnina, þá stundaði hann hana aldrei, því hann heillaðist strax af baráttunni við sjóinn og stundaði hana sem sitt aðalstarf alla tíð síðan. En Guðbjartur og Herdís létu sér ekki nægja bara eitt starfssvið, þótt flest- um hafi sannarlega þótt nóg að hafa sjómennskuna að sínu aðal- og eina Þessi mynd mun vera tekin í kring um 1920, eða þar um bil. Húsið fremst á myndinni stendur enn og er nefnt BRISTOL í dag- legu tali. Stundum var það kallað HERKASTALINN eða KFUM, en báðir þessir aðilar höfðu aðsetur t húsinu. Húsið mun Sveinn Árna- son þrentari hafa upþhaflega byggt, var þar þrentsmiðja í kjallara, og var FJALLKONAN_ m.a. prentuð þar. Ritstjóri FJALLKONUNNAR var Jón Jðnsson, sem síðar var skólastjóri barnaskólans. Næsta hús, hinum megin við götuna, er bakarí Böðvars Böðvarssonar Ás- mundarbakart), en i stðra húsinu, sem að nokkru er falið bak við BRISTOL bjó Böðvar bakari, það hús hét Vinaminni. Til hœgri við VINA MINNI og ofar í brekkunni í Hamrinum ber hæst dökkleitt hús, en það var við Brekkugötu, og þar bjó Valdimar Long. Lengst til hcegri uþþi á Hamrinum er nú Flensborgarskðli. Ef við færum okkuraftur niður að Suðurgötu, þá sjáum við næst vinstra megin við bakaríið, leikfimihúsið við Lækjar- skðlann, en skólinn sjálfur er í felum bak við bakaríið, og sést aðeins t þakið. Á bak við leikfimi- húsið sjáum við svo turninn á Þjðð- kirkjunni. starfi, ekki síst þessi árin allt frá aldamótum, þegar vinnuaðferðir, vinnuaðstaða og viðurværi hafa sí og æ verið að breytast og þrosk- ast úr hálfgerðum þrældómi allt til skuttogaranna í dag og 40 stunda vinnuviku. En það er saga, sem hefur verið sögð annars staðar. Aðalatriðið í sambandi við ævi- skeið þeirra beggja og það, sem er tilefni þessarar greinar, er að Guðbjartur fékk snemma mikinn áhuga á ljósmyndun, sem var á byrjunarstigi hér á landi um alda- mót. Fyrstu ljósmyndavélina, sem hann eignaðist, fékk hann í skipt- um fyrir forláta reiðhjól, sem hann átti, en þá voru Teiðhjól dýr og tiltölulega sjaldgæf farartæki, sem ekki var á allra færi að eignast. Þetta var ein af þessum (nú) gömlu en vönduðu útdregnu belgvélum, sem við sjáum stundum í skrípa- myndum, þar sem ljósmyndarinn er falinn undir stórum svörtum dúk, en réttir út höndina til að gefa fyrirmyndinni merki um að brosa. En fyrirmyndir Guðbjartar brostu yfirleitt ekki, því oftast voru það þorskar um borð í skip- um og annað það, sem þeim viðkom, sem hann myndaði. Hann varð nefnilega að sameina sitt auka- starf, ljósmyndunina, aðalstarfinu, sjómennskunni og tók þvi flestar myndir um borð í togurum eða annars staðar, þar sem sjávarafurðir voru unnar. Þannig varð það, að við höfum eignast ógrynni af heimildarmyndum um fiskveiðar og fiskvinnslu sem Guðbjartur hef- ur tekið um árin. Slíkar myndir eru nú gulls ígildi, þvi þær sýna okkur sögu fiskveiða á Islandi og þróun þeirra. Heimildarmyndir, ómetan- legar að verðleikum. En áhugi Guðbjartar á ljósmynd- un var smitandi, allavega innan fjölskyldunnar, sem auðvitað var ekki stór í fyrstu. Herdís smitaðist fljótt, kannski vegna þess að hún hefur þurft að aðstoða eiginmann- inn við framköllun og annan tilbúning myndanna. Hvað um það, þau eignuðust fleiri myndavél- ar, og hún fór að taka myndir í landi, á meðan hann var úti á sjó. Þar kom, að þau opnuðu ljós- myndastofu I Hafnarfirði, sem þau kölluðu „Amatörvinnustofu G. Ás- geirssonar”, og rak Herdís hana á meðan bóndinn stundaði sjóinn og myndatökur þar. Herdís rak ljósmyndastofuna I landi á meðan hún sá um heimilið, eignaðist 11 börn, tók tvö töku- börn, hafði kostgangara til að 51. TBL. VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.