Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 2

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 2
Æ, í guðanna bænum ekki borg- arstjóraviðtal, sagði Sævar, þegar ég spurði, hvort ég mætti eiga við- tal við hann og Matthildi, og hafðu það fyrir alla muni ekki hátíðlegt. Ég lofaði því, og hann féllst á, að ég kæmi daginn eftir. Bara Sævar í Karnabæ — Um hvað ertu að forvitnast? spurði Lóló, þegar við höfðum sest inn í stofu, og Sævar hellti kóki í glösin. Hann var í svörtum buxum og skyrtu, en hún í hvítum kjól, og þegar ég minntist á það við þau, að þau væru eins og svart og hvítt, fórum við að tala um tískuna, og fljótlega barst talið að Karnabæ. Ég vildi endilega fá að vita, hvaða titil Sævar hefði, en þá sagði hann, að það væri nokkurn veginn sama, hvað ég kallaði hann, sendil, inn- kaupastjóra eða fulltrúa, hann væri bara Sævar í Karnabæ. — Ég verð sjálfsagt að gera eitthvað af mér, leika Tarzan í bíó, eða guð má vita hvað, til þess að ég verði kallaður eitthvað annað. — Áður en ég byrjaði í þessum bransa, þ.e. að vinna hjá Karnabæ, sem var stofnaður 1966, skipuðu fötin ekki eins háan sess hjá fólki og nú. Þá voru engar sérverslanir fyrir ungt fólk og lítið spekúlerað í svoleiðis hlutum. Nei, eiginloga veit ég ekki hvað skipti mestu máli þá, það var bara allt öðru vísi andi. Hvað mig snertir var ég með ólækn- andi bíladellu og hef enn og ég býst við, að ég hafi ekki verið einn um það. Núna vilja allir vera vel klæddir bæði ungt fólk og eldra, eða réttara sagt, enginn vill vera púkó, hvort sem hann viðurkennir það eða ekki. — Eru ekki margir um of bundnir af tískunni? — Jú, að vísu, því að fólk er alltaf háð tískufatnaði, sem öðru, sem er í tísku. Fyrir nokkrum árum gengu fáir í gallabuxum fyrir utan gæjana á kajanum. Þá voru galla- buxurnar vinnubuxur, og sniðið skipti engu máli. Nú skiptir sniðið öllu máli, enda eru gallabuxur eða denimbuxur og denimfatnaður topptískan í dag. — Oft hef ég verið sakaður um að ákveða, hvað er í tísku hverju sinni, og bera ábyrgð á hvað ungl- ingarnir kaupa, og fólk talar hrein- lega um unglingana, eins og þeir séu ekki færir um að ákveða sjálfir, hvað þeir vilja. Svo þýsnast fólkið yfir hlutunum og hrópar — Vanda- mál, vandamál— . Ég held, að aðal- vandamálið sé það, að fullorðna fólkið er ekki tilbúið til þess að viðurkenna óskir og þarfir ungl- inganna. — Hvaða áhrif hefur tískan á unglingana? — Hún hefur tvímælalaust mikil sálræn áhrif, og ég held, að hún hafi góð áhrif í dag, vegna þess að hún er frjálsleg og stuðlar að sjálfstæði þeirra, og það finnst mér jákvætt. Unglingurinn veit hvað hann vill, en lætur afgreiðslumann- inn ekki ákveða hvað hann kaupir, eins og svo margir virðast halda. Mein/atis hégómi — Það er út í hött að segja, að einhver maður úti í heimi ráði tískunni hverju sinni. Þannig var það einu sinni, þegar tískan var kennd við ákveðna tískukónga og borgir samanber Parísartískuna. Nú teixna jafn margir föt eins og hús og bíla, og tískuverslanir hafa úr mörgu að velja. Ég viðurkenni auðvitað, að ef ákveðinn klæðn- aður er meira auglýstur en annar, þá selst hann betur, því að tískan byggist á auglýsingum eins og svo margt annað í þessu þjóðfélagi. — Hér er velmegun það mikil, að fólk hefur efni á því að klæða sig flott. Það er ekki dýrt miðað við annað, og ef það kallast hégómi, þá er það meinlaus hégómi og sá ódýrasti, sem hugsast getur. Þetta er spurning um andlega vellíðan, ekkert annað. Lóló starfar í Módelsamtökun- um, og Sævar auglýsir fyrir Karna- bæ, svo að þau hafa bæði átt sinn þátt í að auglýsa tískuklæðn- að, og kváðust þau bæði kunna því vel. — Mér þykir það bara gaman, sagði Lóló, og yfirleitt kvíði ég ekki fyrir að koma fram á sýningum. Ég sýni mikið íslenskan lopafatnað, og mér finnst miklu þægilegra að sýna fyrir útlendinga en íslendinga, því að þeir sýna klæðnaðinum raun- verulegan áhuga. Ég held, að tísku- sýningar í Glaumbæ og Klúbbnum á sínum tíma hafi haft lítið gildi, því að þá kepptust allir um að gagn- rýna sýningarfólkið, og ég er viss um, að það hefði mátt telja þá, sem höfðu áhuga á því, sem sýnt var. En þetta hefur breyst mjög mikið, og nú orðið kemur fólk eingöngu til þess að horfa á tískusýninguna sem slíka, en ekki hvernig þessi eða hin stúlkan gengur eða snýr sér. Sú tíð er liðin, þegar fólk undi sér við að gagnrýna hlutina, fremur en að hrósa þeim. — — Gagnrýni, sagði Sævar. — Ein UILL UERA PÚKÓ Við litum inn til Lólóar og Sævars í Karnabæ í sumar og spjölluðum við þau. Sævar er Baldursson, fulltrúi í tísku- fyrirtækinu Karnabæ, og þess vegna oftast bara kallaður Sævarí Karnabæ. Lóló, einsog hún Matthildur Guðmunds- dóttir er oftast kölluð, kannast margir við sem sunddrottn- ingu og aðrir vegna þess að hún var eitt sinn fegurðar- drottning íslands. Þau búa við Háaleitisbrautina og þangað heimsóttum við þau um kvöld, þegar Matthildur átti frí ,,á skránni", en hún starfar sem flugfrevia í sumar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.