Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 37

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 37
ég manninn, hve langt hann ætlaði. Mér brá óneitanlega, þegar hann svaraði mér með lágum, holum málrómi: „Ég ætla ekki langt, en þú ekur mér þangað, sem ég ætla.“ Ég var nú ekki alveg sáttur við manninn, eftir þessi orð hans, en ók þó af stað. Þá tók hann til máls á nýjan leik: „Þegar þú nálgast brúna, muntu sjá veg, sem liggur til vinstri. Eftir þeim vegi vil ég að þú akir. Þegar þú kemur upp að Dimoni, skaltu fara út af veginum og aka út á grasbalann, sem er undir syðri hlíð Dímons, og eins nálægt og þú kemst.“ Ég ætlaði að fara að andmæla. Ef maðurinn hefði beðið mig þessa með kurteislegum orðum, hefði ég sjálfsagt ekið honum, en ég kunni illa við að láta ókunnan mann skipa mér svona fyrir. Þá varð mér litið á hann og sá, að hann hélt á einhverjum hlut í hendi sér, sem ipér sýndist í fljótu bragði vera byssa. Þar sem ég er lífhræddur að eðlisfari og vildi ekki deyja strax, þá ákvað ég að gera eins og maðurinn sagði. Er ekki að orðlengja það, að ég beygði út af þjóðveginum og eftir veginum, sem hann hafði talað um. Mér virtist vegurinn liggja upp í Fljótshlíð, en svo langt var föriVini ekki heitið í þetta sinn. Þegar við vorum komnir upp að Dímoni, beygði ég til hægri út á grasbalann og ók eins langt upp eftir hlíðinni og mér fannst hættulaust. Þar nam ég staðar og snéri mér að manninum. Hafi ég haldið að ég væri nú laus allra mála, þá skjátlaðist mér hrapal- lega, því maðurinn skipaði mér nú út úr bílnum. Mér var nú ekki farið að standa á sama um þetta allt saman. Eg skildi ekki almennilega, hvað maðurinn vildi með þessu. Væri hér um rán að ræða, var ég áreiðanlega ekki rétti maðurinn, því af mér var lítið að hafa. Aleigan var nýi bíllinn minn. En ég þagði og vildi sjá hvað stæði til. Þegar við vorum komnir út úr bílnum, leit ég aftur á manninn, og það hefur áreiðanlega verið spurnarsvipur á andlitinu á mér. En maðurinn gaf það til kynna með ofurlítilli höfuðhreyfingu, að hann ætlaðist til að ég klifi upp eftir fjallinu, ef fjall skyldi kalla. Ég ætlaði að andmæla, en ofurlítil hreyfing þeirrar handar, sem á byssunni hélt, komu orðunum til að kafna í hálsinum á mér. Ég þorði ekki annað en hlýða og paufaðist við að klifa brattann. Dímon er ekki ýkja hár, enda hafa margir gert það( sér til skemmtunar að klífa hann, svo ekki leið löng stund þar til við stóðum á hábrúninni. Hér var út- sýnið mjög fagurt og víðsýnt til allra átta, en ekki var ætlunin að skoða það, þvi með handahreyf- ingu gerði maðurinn mér það skiljanlegt, að ég ætti að ganga austur eftir fjallshryggnum. Um leið og ég hélt af stað, varð mér litið niður norðanmegin, og skildi ég þá ástæðuna fyrir því, að við höfðum ekki klifið þar upp. Dímon er nefnilega sérlega ill- kleifur þeim megin og á takmörk- unum, að það sé hægt. Svo hugsaði ég með mér, að ekki væri nú gaman, ef manni skrikaði fótur og ylti þarna niður. En varla hafði ég sleppt hugsuninni, þegar annarri hræðilegri skaut niður í huga minn. Maðurinn ætlaði þó varla að hrinda mér þarna niður?- 11 Skelfingin gagntók mig. Kann- ski var þetta brjálæðingur, óður maður, sem gerði sér það til skemmtunar að drepa fólk? En mér gafst sem betur fer lítill tími til að hugsa um þetta, því ekki var nema örstutt út að eystri brún Dímons. Þar leit ég niður. Þarna sá ég örlítinn grasbala, en fyrir neðan tók urðin við. Á vinstri hönd var lítill klettur, sem gnæfði þarna upp úr. Maðurinn gekk nú að þessum kletti. Hann fór höndum um hann og þrýsti á hann á þremur stöðum. Síðan sté hann nokkur skref aftur á bak. Undrun minni verður ekki með orðum lýst, þegar hluti klettsins rann til hliðar, og í ljós kom smá op. Enga missmíði hafði ég getað greint á klettinum, þegar ég leit hann fyrst augum. En hér gafst ekki tími til heilabrota, því maðurinn skipaði mér að fara í gegnum opið. Hann hefur sjálf- sagt orðið var við eitthvert hik á mér, þvf byssan beindist óðar að mér, svo ég þorði ekki annað en hlýða. Þegar ég kom að opinu, sá ég tröppur liggja niður, og eftir þeim fór ég. Maðurinn kom á eftir mér, og við höfðum skammt farið, þegar kletturinn lokaðist að baki okkar. Ekki sá ég hvernig hann fór að því að loka honum, þar sem ég snéri baki í hann. Ég sá engin ljós þarna, en samt var sæmilega bjart, hvaðan sem birtan kom. — Leið okkar lá nú töluvert niður á við, en að lokum komum við að sléttu gólfi, og giskaði ég á, að við værum staddir miðja vegu í Dímoni. Blasti þá við okkur gangur, en dyr voru til vinstri, þar sem við stóðum. Þar opnaði maðurinn, og við fórum inn. Við vorum staddir í litlu her- bergi. Það var búið nokkrum hús- gögnum, og sagði maðurinn mér að setjast þar í stól, en settist svo sjálfur í annan gegnt mér. Hann handlék byssuna dálitla stund, eins og til að minna mig á tilveru hennar, en tók síðan að tala við mig, með þessum lága, hola mál- rómi, sem mér fannst svo ónota- legur. Og það, sem maðurinn sagði, er ein furðulegasta saga, sem ég hef heyrt, fyrr eða síðar. Hann sagði: „Eg ætla fyrst að gera þér það ljóst, að það er ekki ætlun mín að vinna þér neitt tjón. Þú munt fara héðan jafnheil! til líkama eins og þegar þú komst hingað. Um heil- indi sálarinnar skal ég ekkert segja, þvi hér munt þú verða að- njótandi þess að sjá mesta afrek vísindamanns síðan sögur hófust." Hann þagnaði aðeins, eins og til að gefa mér tækifæri til að íhuga þessi orð. Alla vega varð mér rórra við að vita, að héðan færi ég líkamlega óskemmdur. Um sálina gegndi öðru máli. Það mundi koma í ljós. — Eftir hæfilega þögn, hélt maðurinn áfram: „Ég hef unnið þrotlaust svo árum skiptir að piiklu vísinda; afreki, og i dag kemur það í ljós, hvort útreikningar mínir hafa reynst réttir og vinna mín borið árangur, eða verið unnin fyrir gýg. En ég vildi ekki verða gleðinnar aðnjótandi einsamall. ef allt hefur heppnast. Því varð ég að fá einhvern til að samgleðj- ast eða samhryggjast mér. Þess vegna fór ég út á aurana til að leita að einhverjum. Það er því einskær tilviljun að það varst þú, en ekki einhver annar sem varð fyrstur til að aka þennan veg, eftir að ég kom út á hann.“ Eg róaðist mikið við þessi orð. Það var sem sé ekki ætlun hans að gera mér neitt til miska. Hann sóttist ekkert fremur eftir mér heldur en einhverjum öðrum. Aðeins félagsskap. Maðurinn hélt svo áfram að segja mér frá vísindaafreki sínu. 31. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.