Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 39

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 39
því, hvort þetta hefur tekist eöa ekki. I þessum kassa er ljós- myndavélin. Hún er þannig út- búin, að hún framkallar mynd- irnar sjálf. Hér þarf því ekkert aö gera annað en opna kassann og líta á árangurinn." Ég fann, að þetta var hátíðleg stund. Fyrir manninn þýddi þetta að sjá margra ára starf skila árangri, eða e.t.v. komast að raun um, að unnið hafi verið til einskis. Hann stóð nú upp, gekk að borði, sem hann hafði látið kass- ann á, og fór um hann varfærnum höndum í því skyni að opna hann. Það var ekki lengi gert, og von bráðar hélt hann á litlum bauk á stærð við spilastokk í höndum sér. Hann hikaði andartak, eins og hann þyrði naumast að opna baukinn, en svo lét hann til skarar skríða. Eg virti fyrir mér andlit hans, þegar hann lyfti lokinu og leit niður. Það var eins og drættirnir í andlitinu stirðnuðu, og sem snöggvast minnti hann mig á líkneski úr steini. Svo breiddist sigurbros yfir það, og hann virtist eiga erfitt með að halda til- finningum sínum í skefjum. Svo tók hann varfærnislega mynd- irnar úr bauknum og Iagði þær á borðið. Eftirvæntingin hafði nú náð há- marki. Ég stökk upp úr stólnum og þaut til hans. Og það, sem ég sá, festist mér svo [ minni, að ég get lýst hverri einstakri mynd í réttriröð, Á fyrstu myndinni var ekkert að græða. Hún virtist tekin alllangt frá jörðu, senni- lega í gufuhvolfinu. A.m.k. voru hvítir gufubólstrar eða ský það eina, sem sjáanlegt var. Scma var að segja um þá næstu. Þriðja myndin virtist hafa mistekist því hún var alsvört. Það var ekki fyrr en við komum að fjórðu mynd- inni, sem eitthvað fór að sjást og gerði manninn heldur vonbetri um, að þetta hefði ekki allt verið til einskis, en vonbrigðum sínum hafði honum ekki tekist að leyna. Sem sagt, við vorum komnir að fjórðu myndinni. Hún var að vísu tekin úr töluverðri hæð, en þó mátti vel greina Dímon og um- hverfi hans. Dímon virtist lítið hafa breyst í fljótu bragði. En ég tók sérstaklega eftir, hvað landið í kring virtist grónara en það er í dag. En ég fékk ekki lengi að skoða þessa mynd, svo var ákafi mannsins mikill. En næsta mynd olli honum vonbrigðum, því hún var alsvört, eins og sú þriðja. Hafi fimmta myndin valdið manninum vonbrigðum, bætti sjötta myndin það fyllilega upp. Á henni sást Dímon greinilega, en það sem vakti mesta athygli mannsins var vel sýnilegur reykjarmökkur, sem lagði úr einum bæ, sem sást neðarlega á myndinni. Þar í kring sáust nokkrir menn, en þó fremur ógreinlega. Maðurinn gerðist nú mjög æstur og tók að hrópa: „Sjáðu, það er þá satt. Sjáðu bara.“ Eg hef sennilega verið nokkuð aulalegur á svipinn, því hann tók að skýra betur út fyrir mér, hvað hann ætti við. „Sjáðu til, þessi bær er það neðarlega á myndinni, að hann hlýtur að hafa verið í Landeyj- unum.“ Ég var litlu nær, en hann hélt áfram: „Skilurðu ekki, maður, að hér er ég með óyggjandi sönnun fyrir því, að Njálsbrenna hefur átt sér stað í raun og veru?“ Ég leit beint framan í hann og sá, að honum var bláköld alvara með þessa staðhæfingu. Síðan leit ég aftur á myndina, og eftir nokkra umhugsun gat ég vel fallist á, að þetta væri alls ekki svo fráleitt. Þetta hlyti að vera Bergþórshvoll, bærinn, sem þarna var að brenna. Og allt í einu rann það upp fyrir mér, hve þetta var þýðingarmikið augna- blik og hvað þetta allt hafði mikið að segja fyrir sagnfræðina. Þetta var vitneskja, sem ekki mátti halda leyndri. Maðurinn settist nú í stól, hugs- andi á svip og smáróaðist. Svo sagði hann: „Tvær myndir af sex eru heilar. Það gerir þó þetta allt ein- hvers virði. Þú mátt nú fara, ef þú vilt.“ Svo þagnaði hann og gaf sig á vald hugsunum sínum, en ég lét ekki segja mér þetta tvisvar. Ég þaut upp úr stólnum og gleymdi alveg að kveðja hann. Ég hljóp upp stigann, og mér til mikillar gleði sá ég, að hann hafði ekki lokað dyrúnum, þegar hann hafði verið að sækja myndirnar. Ég komst því óhindraður út. Það má segja, að ég fremur flaug en hljóp niður brattar hlíðar Dímons að bílnum mínum. Eg var fljótur að aka af stað og hafði nú alveg gleymt þvi að ég var á leiðinni til Víkur. Mín ein- asta hugsun var að komast sem fyrsti til Reykjavíkur aftur til að segja frá þessum merkisatburði. Ég tók ekki tímann, en ég held, að aldrei á ævinni hafi ég ekið eins hratt. Það fyrsta, sem ég gerði, þegar ég komst til Reykja- víkur var að heimsækja sjón- varpið. Ég hef sjálfsagt talað all ruglingslega þegar ég sagði þeim frá þessari lífsreynslu minni. Ég sá það á þeim, að þeir trúðu mér ekki, en sögðust þó ætla að athuga málið. Síðan lá leiðin upp í út- varp. Ég óð þar um alla ganga eins og snarbrjálaður maður og heimtaði að fá að tala við frétta- stjórann. Síðan ætlaði ég að hitta einhverja sagnfræðinga, og að sjálfsögðu ætlaði ég að láta lög- regluna vita af þessum einstæða atburði. En einhver tók af mér ómakið með því að hringja á lögregluna. Eftir á skil ég, að ég hlýt að hafa valdið stofnuninni miklu ónæði. En, sem sagt, allt í einu voru komnir þarna tveir lögregluþjón- ar. Með vinsamlegum fortölum fengu þeir mig út í lögreglubíl- inn. Eg var orðinn ringlaður út af þessu öllu saman, og þeir óku mér inn á Klepp. Ég var hafður þar í nokkra daga, þar til ég róaðist, en þá átti að láta mig lausan. En ég fór strax að tala um þennan atburð, og þá þorðu þeir ekki að sleppa mér. Ég dvel þarna ennþá, en er álitinn hættulaus og fæ því leyfi til að fara út einsamall öðru hverju. Það er höfuðástæðan fyrir því, að ég get ekki skrifað söguna sjálfur.en vsrjð að fá annan til að gera það fyrir mig.“ Maðurinn, sem hafði kallað sig Jón Jónsson, þagnaði nú, og ég komst til veruleikans aftur. Við vorum ennþá staddir í kaffihús- inu í Austurstræti, en ég verð að játa að frásögnin hafði hrifið mig, svo ég gleymdi mér um stund. Þvílíkt ímyndunarafl! Maðurinn snéri sér nú beint að mér, og það var hljóð bæn í augum hans, þegar hann spurði: „Ætlar þú að skrifa um þetta?“ Ég vissi tæplega, hverju svara ætti. Maðurinn hlaut að vera geggjaður, en ég fann samt að honum var bláköld alvara, svo ég svaraði: „Strax og ég hef tíma.“ Það var eins og honum létti talsvert við þetta, og hann sagði lát: „Þakka þér fyrir.“ Eg sá nú, að það hafði stytt upp. Ég kvaddi því manninn, þakkaði honum fyrir söguna og gekk út. Eg vissi eiginlega ekki, hvernig ég ætti að snúa mér í þessu. Eg hafði lofað manninum að skrifa þetta, en fannst ég hafa lofað upp í ermina á mér. Svo gleymdi ég sögunni, eftir því sem dagarnir liðu. Það hefur verið u.þ.b. hálfu ári seinna, sem ég þurfti að skreppa austur undir Eyjafjöll. Þar sem ég ók nú yfir aurana og sá Dímon framundan á vinstri hönd, rifj- aðist upp fyrir mér saga mannsins á ný. Þar sem ég var ekkert að flýta mér sérstaklega, ákvað ég að ganga upp á Dímon. Það reyndist rétt, sem maðurinn hafði sagt, að rétt áður en komið er að Markarfljótsbrú, kemur maður að vegi, sem liggur til vinstri upp í Fljótshlíðina fram hjá Dímoni. Eg ók hægt eftir honum og út á grasbalann undir hlíð Dímons, alveg eins og maður- inn sagðist hafa gert. Svo sté ég út og hóf þegar að klífa fjallið. Eg var ekki lengi að ná toppnum og gekk svo út á eystri brúnina. Ég kom strax auga á klettinn, sem skagaði þarna upp úr, á vinstri hönd fyrir neðan mig. Ég gekk að honum eins og af rælni og athugaði hann. Það fór sem mig grunaði. Þetta var bara venjulegur klettur, rétt eins og allir aðrir klettar. Sennilega hefur maðurinn látið imyndunar- aflið hlaupa með sig í gönur, eða kannski sofnað hér og dreymt þetta allt saman. Ég hristi höfuðið glottandi og snéri mér við til að fara til baka. Þá snarstansaði ég. Fyrir framan mig sá ég hálfhringlaga geil í grasinu, eins og sívalningur hefði lent þarna með miklum krafti og orsakað hana. Ég stóð þarna nokkra stund hugsandi, svo gekk ég hægt niður til bílsins aftur. Á leiðinni austur tók ég eina ákvörðun, og hún var sú, að setja frásögn manrsins i letur, og hér kemur hún. Trúi nú hver sem vill!!! ENDIR. 31. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.