Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 31

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 31
„Eg er illa svikin, ef þessi maður elskar yður ekki,“ svaraði Madame Hamelin. „Eg fyrir mitt leyti er leið yfir því, að hann skuli vera farinn. Eg hefði gjarnan viljað hitta hann.“ „Til hvers?" „Eigum við að segja,“ svaraði þessi kreólakona ertnislega, „að mér geðjist að rithönd hans, en auk þess er ég mikið gefin fyrir karlmenn. Og þetta er áreiðan- lega sannur karlmaður. Ef hann kemur aftur verið þér að kynna mig fyrir honum." Hún snéri sér nú að Jolival. „En minntist hann nokkuð á þessa dularfullu hættu við yður?“ „Já,“ sagði Jolival. „Ég veit hvað það er, en það er best að Marianne komist ekki á snoðir um það. Kannski er þetta úr lausu lofti gripið og þá er ástæðulaust að vera með áhyggjur. En komi ameríkaninn einhvern tíma aftur, þá mun ég persónulega sjá til þess að þið hittist,“ sagði hann stimamjúkur. Marianne gerði ekki ráð fyrir því, að nokkru sinni yrði sam- dráttur milli Fortunée og Jasons, og hún tók strax að lýsa stórkost- legum fyrirætlunum um það, hvað hún ætlaði að gera fyrir þá, sem höfðu aðstoðað hana. Hún ætlaði að ræða við keisarann, sem hlaut að hafa einhvern starfa fyrir svona fjölhæfan mann og Jolival var, en hugsaði ekkert út í það, að í raun og veru var hann rótgróin landeyða. „Ég vildi að ég gæti gert eitt- hvað fyrir yður,“ sagði hann og stundi. „Hafið þér gefið upp allar vonir um að troða upp sem söng- kona?“ „Það er ekki mitt að ákveða það,“ svaraði hún og roðnaði sumpart af ánægju og sumpart fór hún hjá sér. „Jæja, ef þér skylduð hugleiða þann möguleika, munið þá eftir mér. Ég hef alla þá hæfileika, sem góður umboðsmaður þarf að búa yfir.“ Það var nú kominn matmáls- tími og Fortunée bauð þess vegna Jolival að snæða með þeim. Hún hafði gaman af þessum forkostu- lega persónuleika. Þrátt fyrir þann leiða, sem brottför Jasons hafði í för með sér, þá var þessi máltíð upplifgandi. Fortunée og Arcadius voru með margt á prjón- unum fyrir hennar hönd og flest viðkomandi leikhúsi. Fortunée, eins og flestir kreólar, dáðist að leikhúsi og sönglist, og það, að Marianne skyldi búa yfir hljóm- þýðri rödd vakti óblandna og næstum broslega gleði hennar. „Keisarinn verður að leyfa henni að syngja,“ sagði hún og hellti kampavíni í glas Jolivals í fimmta sinn. „Ef nauðsyn krefur ætla ég að segja honum það sjálf Marianne hlustaði varla á þau. Það var eins og henni væri þetta með öllu óviðkomandi. Hún var enn ringluð vegna þeirrar kú- vendingar, sem líf hennar hafði tekið. Allir sögðu henni fyrir verkum rétt eins og hún réði þar sjálf engu um. Á meðan hin töl- uðu var hún að gera upp hug sinn. „Eg ætla að syngja,“ sagði hún áköf við sjálfa sig. „Ég ætla að syngja og hann verður að leyfa mér það. Aðeins þannig get ég sætt mig við að lifa í skugganum Hann sjálfur hefur sitt til þess að státa af.“ Seinna um daginn kom sjálfur Talleyrand i heimsókn og hún undraðist það mjög. Hann var að venju svartklæddur og hallaði sér fram á stafinn með gullhnúðun- um. Furstinn hneigði sig og kyssti á hönd madame Hamelin, en kyssti því næst Marianne föður- lega á ennið og það kom henni á óvart. „Gaman að sjá yður aftur,“ sagði hann og það var engu líkara en að þau hefðu hist kvöldið áður. Taktu eftir 11111 r DiwT iinuni Hann er eini áverki stúlkunnar eftir árekstur á 70 km hraða — og-hann hverfur á örí'áumdögum. BílMtid bjargaði lift hennar. __ Vei.st þú að árekstur á 70 km hraða jafngildir lálli afsjöunduhæð.beint niðurágötu. I .VniérðíJiiTtJð DINNI & PINNI , t./~ 31. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.