Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 21
staðinn. Og í lok þessarar viku
hefði ég verið kominn á fjórar
fætur að grátbiðja at-
vinnumennina að leggja okkur til
einhvern ^eirra ungu, gáfuðu
rnanna." MaCulloch hristi höfuðið
við tilhugsunina um þá útkomu.
„Hefðu þeir ekki enn
neitað?" Hvað hafði gert þá í
Washington svona ragaí spurði
David sjálfan sig’ Hann glápti á
McChlloch, sem Tók dagblaðið,
breiddi úr þvi og benti á langa
frétt. Hann hafði dregið hring um
eina málsgrein.
Davdi tók við blaðinu og leit á
Reutersfréttina frá Prag,
dagsetta í gær. Fyrirsögnin var:
TVENN RÉTTARHÖLD YFIR
BYLTINGARMÖNNUM
HEFJAST I TEKKÖSLÓVAKÍU.
Hann byrjaði að lesa, en lauk ekki
nema við fyrstu setninguna.
Kvöldverðurinn var á leiðinni.
„Geymdu þér það, þangað til
yfir kaffinu," sagði McCulloch.
„Lestu það vandlega. Þú munt fá
skýringu á ýmsu. Annars er köld
steik næstum óæt.“
„Þetta varð víst heldur langur
hálftími," sagði flugfreyjan í
afsökunartóni.
„Ekki nógu langur," hugsaði
David og lagði nauðugur frá sér
blaðið.
„Tók varla eftir því,“ sagði
McCulloch stimamjúkurað vanda.
„Ætli ég og þessi herramaður,
skiptum ekki einni flösku af
Bordeauxvíni á milli okkar."
Hann snéri sér að David, kur-
teisin uppmáluð. „Er ekki svo?“
Á meðan verið var að taka frá
þeim bakkana, viðurkenndi David
fyrir sjálfum sér, að MeCulloch
hefði skorað einn einu sinni.
Hinar nánu samræður þeirra,
höfðu verið vel tfmasettar, því að
málsverði loknum, færðist ró yfir
alla. Fólk fór að búa sig undir að
hafa hægt um sig það sem eftir
var kvöldsins. Þetta sífellda
samspil radda og hláturs, hætti.
Eftir nokkrar mótbárur fékkst
jafnvel litli strákurinn til þess að
sofna.
David hagræddi leslampanum
fyrir ofan sig og tók fram dag-
blaðið. Ur sætinu fyrir framan
heyrðist hvar stúlkan sagði við
flugfrey j.una, sem var á leið
fram 1 til flugmannanna.
„Höldum við áætlun? Gott. Þá
verður lent á réttum tíma?“ Hún
stóð nú upp og hélt áfram að tala
við flugfreyjuna. „Hvernig er
veðurútlitið? Flugfreyjan
fullvissaði hana um, að það væri
ágætt.
„Yndislegt," sagði stúlkan og
yfirgaf sætið. Hún gekk aftur
eftir vélinni, þannig að David
gæti greinilega séð andlit hennar.
„öll óþægindn yfirstaðin, vænti ég.
„Hún leit á sofandi barnið og þær
brosu báðar. Síðan fór Jo fram á
snyrtingu.
Stúlka? Ef hún væri nú
rauðsokka, yrði hún sjálfsagt
óánægð með þá lýsingu á sér. En
hugsaði David, og var ekki alveg
laus við gorgeir karlmannsins,
kannski var þetta fulltíða kona,
komin vel á þrítugsaldur, og ef til
vill snarpari og gáfaðri en hann
(McCulloch, refurinn sá, myndi
ekki velja heimska tildurrófu í
þennan starfa). En hún var
aðlaðandi og kvenhormónarnir
áreiðanlega í góðum meirihluta.
Andlit hennar var egglaga,
beinabyggingin góð og húðin slétt
og föl. (Vangasvipurinn var skýrt
dreginn). Augun voru stór,
augnalokin dökk og augna-
brýrnar áberandi, allt
aðfinnslulaust og svo var það
dökkt, gljáandi hárið. Röddin var
þýð, ekki þessi ráma hæsi, og
óvíst, að hún væri amerísk, ensk?
Hvernig hún fór með sér-
hljóðanna gat vissulega bent til
þess, eða ítölsk (Nafnið var þess
háttar)? Mýkst sumra atkvæða
gaf það lika til kynna. Og ef hún
ætlaði að segja honum fyrir
verkum, þá myndi röddin ekki
auka á óþolinmæðina. En
vonandi gerir hún það ekki,
hugsaði hann, best að' hvprugt
ráðskist með hitt. En hann var í
vafa. Jo var áreiðanlega fær.
Hvernig hún hafði borið sig áðan,
var aðdáunarvert.
Hann tók fram dagblaðið á ný.
McCulloch hafði tekið skjala-
pappír upp úr möppu sinni og
hélt á kúlupenna. Hann setti upp
gleraugun og var greinilega djúpt
niðursokkinn í eitthvað. David
byrjaði að lesa. Hann var fljótur
að renna yfir Reutersfréttina,
þrír dálkar, sem fylltu fjórðung
úr siðu. Fyrirsögnin hafði verið
villandi. „Tvenn réttarhöld yfir
byltingarmönnum,“ þýddi í raun,
áð þau færu fram á tveimur
stöðum, Prag og Brno. 1 síðar-
nefndu borginni voru nokkur
réttarhöld, er snertu hina frjáls-
lyndari meðal kommúnista. Þau
höfðu staðið yfir alla síðustu viku
og gerðu enn. Hinir ákærðu
voru allt menntamenn eða -konur,
læknar, sagnfræðingar, heim-
spekingur, tveir verkfræðingar,
prestur og lögfræðingur. Þeir
höfðu verið handteknir rétt fyrir
kosningar í nóvember. Þeim
var gefið að sök að hafa dreift
bæklingum, sem minntu fólkið á
rétt þess, samkvæmt stjórna-
skránni til að kjósa. Sumir höfðu
veitt vestrænum fréttamönnum
viðtöl. Þeir máttu eiga von á allt
að tíu ára fangelsi. Samkvæmt
málsgreininni, sem McCulloch
hafði dregið hring um, var þetta
„tilraun til þess að afmá alla
starfandi stjórnarandstöðu í eitt
skipti fyrir öll. Þetta hefur greini-
lega tekist, vegna þess að
vestrænir fréttamenn hafa heyrt
æ minna frá neðanhreyfingunm.
Og önnur athyglisverð staðreynd
kom fram: Núverandi formaður
kommúnistaflokksins, sem réði
raunar öllu innan stjórnarinnar,
reyndi að láta sem minnst á
þessum réttarhöldum bera. Hann
vildi ekki æsa upp hinn almenna
borgara eða veita harðlínu-
kommúnistum tækifæri til þess
að „skerast í leikinn og beita
meiri hörku.“
Þarna kom ef til vill skýringin
á því, hvernig öryggisþjónusta
okkar hegðar sér i þessu máli.en
hann skildi þetta samt ekki alveg.
Hann las fréttina aftur. Skýringin
var þarna, en hann náði ekki
tangarhaldi á henni til fulls. En
hann hafði samt lært ýmislegt. í
Tékkóslóvakíu voru fjórir stjórn-
málahópar. I fyrsta lagi, minni-
hlutinn, sem nú var við völd. Þeir
fóru bil beggja, reyndu að sýna
Rússum, að þeir voru líka tryggir
kommúnistar. Takið bara eftir,
við getum haldið góðum aga!
1 öðru lagi var það meirihlutinn.
valdalaus núna en álíka frjáls-
lyndur, en þó ekki eins áræðinn
og Dubcek í Prag vorið 1968.
Hann hafði raunar fengið
fyrirmæli um að segja þeim að
hafa sig hæga. í þriðja lagi,
hópurinn sem minnst bar á,
harðlínumennirnir, nýstalínistar.
Þeir voru reiðubúnir að „beita
hörku,“ sem þýddi að komast til
valda. Hefndarverkastarfsemi
var þeirra aðferð Þeir hefðu
haldið stærri og betri réttarhöld,
sett á svið sýningar með ákærum
um landráð, rétt eins og hér
áður fyrr. I fjórða lagi voru
það andkommúnistarnir og
fyrrverandi kommúnistar,
sennilega alminnsti hópurinn,
sem nú var búið að þagga niður í.
Þannig hafði þeirra að minnsta
kosti verið getið í Reuters-
fréttinni: siðustu mánuðina fyrir
réttarhöldin, höfðu vestrænir
fréttamenn heyrt óvenju lítið frá
neðanjarðarhreyfingunni.
David braut saman blaðið og
setti það við hliðina á McCulloch
Hann lokaði augunúm og reyndi
að finna lausn á gátunni.
Neðanjarðarhreyfingin var ekki
með öllu útdauð, því að þá væri
Irina ekki komin til Vínar. En
þeir voru greinilega varkárir og
gættu þess að draga ekki að sér
athygli opinberlega. Bandaríska
öryggisþjónustan og einnig sú
breska vildu ekki koma nærri
tékknesku andspyrnuhreyf-
ingunni. La' fiskurinn þar
grafinn? Engin leið að rekja
slóðina frá vestrænum stjórn-
völdum til tékknesku neðan-
jarðarhreyfingarinnar? Harðlínu-
kommúnistar fengju þar með
ekkert tækifæri til þess að setja á
svið réttarhöld, hrifsa til sín
völdin og koma þannig á full-
komnum aga. Ekki var hægt að
heimta stærri og meiri réttarhöld
nema hafa gott tromp á
hendi, eitthvað til þess að þagga
niður í umheiminum. „Auðvitað,"
varð fólk að segja, „auðvitað eru
þeir sekir. Sjáið bara hvernig CIA
stendur á bak við þetta allt
saman,#gnir til mótþróa og skilur
svo vesalings fólkiö eftir i
súpunni." Það myndi ekki sjá
annað enafleiðingarnarafþessari
angist, handtökur, refsiaoma, ef
til vill lífstíðarvist i þrælabúðum
eða hreinlega aftökur, það myndi
aldrei komast að hinu sanna.
Aurskriða áróðursins myndi sjá
fyrir því. Og einmitt þetta vildu
HELEN MACINNES
SXUJU
FUCL-
ARHNS
31. TBL. VIKAN 21