Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 40

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 40
\ TVEIR DRAUMAR 1156 - 2019. Kæri þáttur! Mig langar til að biðja þig um ráðningu á tveimur draumum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Sá fyrri er á þessa leið: Mér fannst ég vera stödd í þýfinu (móunum) fyrir neðan..., en þar er engin byggð. Þarna hitti ég fyrrverandi vinkonu mína. (Fyrir nokkrum mánuðum gekk ég út af heimili hennar, þá ákveöin í að koma ekki þangaö aftur, enda haföi ég ærna ástæöu til, hef enda ekki komið þangað síðan.) Við tókum tal saman alveg eins og fyrir löngu, löngu síðan — í fullum vinskap. Allt ( einu laust því niður eins og eldingu í kollinn á mér, aö við værum ekki vinkonur lengur. Ég reyndi samt að láta á engu bera, en átti mjög erfitt með það, en hún virtist alls ekki taka því illa, heldur reyndi að gera gott úr öllu saman — en það er ólíkt henni. Við gengum upp í hverfið og það var byrjaö að rökkva. Viö komum aö stóru, gulu húsi, og var það allt uppljómaö. Þar fannst mér J, einnig fyrrverandi vinkona, nú óvinkona, vera að vinna. Helst hélt ég hana vera í eldhúsinu. Hún kom út á tröppurnar og það var komiö myrkur. Hún gaf okkur... mat í dalla eins og við værum hundar eöa umrenn- ingar. Við stóðum úti og töluöum saman. Ekki bauö hún okkur inn, en veöriö var indælt, logn og blíða, svo það gerði ekki ýkja mikiö til. Ég átti mjög erfitt með að tala viö J. Það var svo sárt að tala við hana, ennþá verra en að tala við... Ég fann hvað mér þótti ennþá vænt um J. Stelpurnar voru báðar glaðlegar og hressilegar, sérstaklega J., og var léttara yfir þeim en oftast var meðan við vorum vinkonur. (Viö vorum mikið saman þrjár, þær tvær halda enn kunningsskapinn). Á einhvern hátt fannst mér ég vera skyldug til að sitja þarna og spjalla við þær, og þótt samviskan segði allrækilega til sfn, sat ég áfram. Samt langaði mig mest til aö ganga í burtu og gráta og gráta. Mig minnir, að draumurinn hafi endað þannig, að ég kvaddi.gekk burt og hélt heim grátandi. Hinn draumurinn er svona: Mér fannst ég vera í rútubifreið á ferðalagi, ekki veit ég hvert. Engan þekkti ég af fólkinu, sem var heldur fátt, nema konu eiría, sem ...heitir og vinnur á sömu stofnun og ég. Það var þarna sjúklingur, karlmaður, og hét hann... Hann var á leið til ættingja sinna. Mér fannst ég hjúkra honum og hlúa að honum á leiðinni. Á leiðarenda var engin byggö, aðeins einn ræfilslegur skúr, og áttum viö að bíða þar, þangað til við yrðum sótt. Ég var sú eina, sem fór inn í skúrinn. Þaðvar komiö með bréf til mín, þegar ég hafði beðið þarna alllengi. Bréfið varfrá.... i því stóð, að hann arfleiddi mig að meirihluta eigna sinna, en að skrifa þetta bréf var síðasta verk hans f lífinu, þvf að hann var nýdáinn. Ekki man ég efni bréfsins nánar, aðeins það, að hann tók mig fram yfir nánustu ættingja sína. Maðurinn, sem kom með bréfið og sagði mér, að .... væri dáinn, virtist ekki hafa þekkt hann. Ég tregaði manninn ekki mikið, varö miklu fremur steinhissa en ánægö. Þegar ég hafði lesið bréfið, leit ég út um gluggann á skúrnum og sá tvær stúlkur (vinkonur) um tvítugt — þær höfðu verið f rútunni — ganga framhjá, og var að minnsta kosti önnur þeirra alveg komin á steypirinn, og ég var að hugsa um, hvað hún væri hugrökk aö ferðast mpð rútu svona á sig komin. Bréfinu gleymdi ég næstum. Jæja, kæri draumráðandil Ef eitthvað er að marka þessa drauma, þætti mér vænt um, að þú reyndir aö ráða þá. Ef svo skyldi fara, að eitthvað af þessu yröi birt, þá vinsamlegast slepptu nöfnum vinstúlkn- anna og staöarnöfnum. Og er þú birtir svar, stflaöu það þá á 1156- 2019. Ég hef lesiö mikið af birtum draumum og draumráðningum og hef þó nokkra trú á þér, kæri draumráðandi! Og nú ætla ég að slá botninn f þetta bréf, sem ég trúi aö sé oröið nojckuö langt. Með þökk fyrir allt gamalt og gott og ég vona, að þátturinn leggist ekki niður meðan Vikan heldur velli. Virðingarfyllst. 1156-2019 Draumráöandi er nú ekki nema mann- legur, svo hann verður að j'áta, að hrós þitt yijar honum um hjartaræturnar. Þú biður um ráðningu á draumum þinum, ef eitthvað sé að marka þá. Víst er það rétt, að ekki er mark takandi á ö/lum draum- um, en það vefðist nú fyrir draumráð- anda, ef hann ætti að skera endanlega úr um það, að þessi draumur hefði enga merkingu, þar sem hinn væri aftur ákafJ lega þýðingarmikil/. Draumar eru merkilegt fyrirbæri í mann- Iffinu, og langt frá því að vera fullkannaö og rannsakað fyrirbæri frekar en annað, sem sálrænt er kallað. Af fenginni reyhslu og af /estri þeirra draumabóka, sem draum- ráðandi styðst einkum við, svo og annarra rita um betta efni, þykist draumráðandi samt nokkuð viss um það, að oft verki draumar eins og nokkurs konar venti/l fyrir sálina. Þegar atburöir vökunnar reynast sál- inni ofviöa, /eitar hún útrásar og svölunar / draumi, þar sem hún tekst á við vandann, sem við er að etja. Sumir halda því fram, að draumar gerist í dulvitund mannsins, og sé svo, þá er það dulvitundin, sem þarna tekst á við vandamál, sem huganum hefur annað hvort ekki gefist tlmi til að k/jást við, eða gefist upp fyrir. Þetta held ég hafi gerst / fyrri draumnum, sem þú segir frá. Vinslitin hafa fengið ákaflega mikið á þig, og ekki sfður þeir atburðir, sem vins/itun- um o/lu. Vonandi tekst þér með tíð og tíma að komast yfir þetta áfall. Draumráðandi telur þó ekki, að þú eigir að gera neitt beinlfnis til þess að endurvekja vináttuna við þessar tvær stúlkur. Þú gerir þér ugg- /aust grein fyrir þvf, að hún yrði aldrei söm og áður. Best væri að reyna að gleyma þessu, ellegarþá kryfja atburðina ti/mergjar með sjálfri þér og freista þess að finna lausn, sem þú sættir þig við og verður til þess að þú finnur fró. Slðari draumurinn er miklu fremur tákn- draumur og þv/ miður verður draumráðandi að hryggja þig með þvf, að he/stu táknin / honum benda ti/ þess, að þú verðir fyrir einhverjum skaða. Þessi skaði er þó tæpast tilfinningalegur, úr því að þú gleymdir næstum bréfinu. Þá er einnig / draumnum tákn, sem bendir til þess að þú munir lifa / löngú og /ukku/egu hjónabandi. Og trúðu draumráð- anda: Hann bætir þessu siðasta ekki við til þess að hugga þig. Þetta tákn er áberandi I draumnum, en svolltið úr samhengi við hin, svo það virðist vera eins konar aukatákn. Nema þá það sé aða/tákn og hitt aukatákn. Qb J MIG DREYMÐI 40 VIKAN 31. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.