Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 16

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 16
NÝSKIPAN FÉLAGSMÁLA: Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti 20. júlí 1967 nýja skipan félagsmála, sem miðar að því að sameina og samræma félagsmálastarf á vegum þorgarinnar í einni stofnun, Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, undir stjórn félagsmálaráðs. Megináhersla er lögð á fjölskyldu- vernd, varnaðarstarf og endurhæfingu fjölskyldna og einstaklinga. Fjölskylduvernd miðar að því að heildar- sjónarmið ráði í sambandi við meðferð mála fjölskyldna og einstaklinga og einn og sami starfsmaður fari sem mest með málefni.hverrar fjölskyldu. Margrét Sveinsdóttir, féiagsmála- starfsmaöur. Hjördls Hjartardóttir, félagsráö- gjafi bíaöar í skýrslum á sameigin- /egum fundi starfsmanna félags- málastofnunarinnar. 16 VIKAN 31. TBL. Hingað geta allir leitaö, sem þurfa á aðstoö að halda, en vift viljum benda fólki á að hringja fyrst og panta tíma til þess að losna við aö bíða langtímum saman. Það eina, sem viðkomandi þarf að gera, er að greina frá nafni, heimilis- fangi og símanúmeri. Vandamál fólks eru margvísleg, stór og smá, og margir sem þurfa á hjálp okkar að halda, leita ekki til okkar vegna vanþekkingar á eðli stofnunarinnar og hræðslu við fordóma annarra. Það er hlutverk okkar að vernda fjölskylduna, við erum bundin þagnarskyldu og vinnum samkvæmt því. Þjónusta á félagsmálastofnuninni er ókeypis. HINGAB GETM ALLIR LE Vikan heimsækir Félagsmála- stofnun. — Ég held, að mörgum þyki erfitt að leita til okkar, llkt og um væri aö ræða aö, ,,segja sig á sveitina", því að hér sé ekkert annað gert en að ausa út pening- um. Þetta eróréttmæt ásökun, og það þyrfti að upplýsa almenning betur um hlutverk félagsmála- stofnunarinnar. Staðreyndin er sú, aö hingað geta allir leitað, sem eiga við erfiðleika að strlða, hvort sem þeir stafa af tilfinningalegum, persónulegu«eöa félagslegum or- sökum. Félagsmálastofnunin er ekki lánastofnun, eins og ýmsir virðast halda, þvf aö megináhersla Jónína Bjartmarz, félagsmála- starfsmaður. er lögð á aö vernda fjölskylduna sem heild, og að veita fólki ráðleggingar og stuöning til þess aö leysa úr eigin vanda. Vandamál fólks eru margvlsleg, stór og smá Sævar Berg Guöbergsson, yfir- maður fjölskyldudeildar: „Ég held, að mörgum þyki erfitt að leita til okkar llkt og um væri að ræða „að segja sig á sveitina."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.