Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 15

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 15
WJU HVNDUÐ Munch dáði hana, Strindberg hataði hana, enginn maður varð ósnortinn af töfrum hennar. Hún heillaði málarann Edvard Munch, og August Strindberg hat- aði hana. Hver var þessi kona, sem nú er verið að gera kvikmynd um 1 norsk-pólskri samvinnu? Eftir að Peter Watkins hafði gert sjónvarpskvikmyndina um Edvard Munch, beindist athygli manna Þegar Dagný var tuttugu og fimm ára, fór hún til Berlínar, sem þá var miðstöð málara, rithöf- unda, heimspekinga og tónlistar- manna hvarvetna úr heiminum, miðstöð, sem var sist þýðingar- minni en París. Hún var ung og falleg og hafði mjög að hinni fögru og greindu Dagnýju Juel. Eftir sjötiu og fimm ár gerðu menn sér ljóst, að hún hafði lifað eigin lífi — að hún hafði verið jafnvel gefin og karlkyns vinir hennar, en að hún hafði verið svo óheppin að vera fædd kona á þeim tímum, þegar konan var annað hvort eiginkona eða hóra. Dagný Juel fæddist árið 1867 i Kongsvinger. Faðir hennar var læknir. Hann gerði sér ljóst, að dóttir hans var gædd tónlistargáf- um og hafði áhuga á listum. Eini möguleikinn fyrir konu að komast í tengsl við listir á þeim tímum var með þvi að spila á píanó. Nils Ole Oftebro leikur málarann Edvard Munch t kvikmyndinni. Kvtkmyndafólkið við vinnuíAustur- Berltn. áhuga á list samtímans, og hún hafði einnig hug á að kynnast nánar kvenréttindahreyfingunni, sem þá lét svolítið að sér kveða í Evrópu. Edvard Munch landi hennar tók á móti henni á stöðinni. Honum hafði einnig fundist of þröngt um sig í Noregi. Hann leitaði hælis meðal bóhemanna I Berlin. Þar voru þeir einnig August Strindberg, Bengt Lidforss, Sigbjörn Obstfelder og margir fleiri skandínavar. Þeir hittust í kaffihúsinu Zum Schwarzen Ferkel, og Dagný Juel var fljótlega kynnt fyrir hópnum. Hin fagra og skapheita Dagný var bráðlega eins konar uppsprettulind listanna. Hún hafði áhrif á alla. Edvard Munch hafði hana að módeli, þegar hann málaði nokkrar frægustu myndir sinar. Norsk leik- list, norsk tónlist, norsk listmálun, höggmyndagerð, Ijóðagerð. Allt þetta hafði Dagný áhrif á. Bengt Lidforss komst svo að orði um hana, að hún væri stórkostleg töfradís, en August Strindberg fór um hana mestu fúkyrðum og kallaði hana öllum illum nöfnum. En í rauninni var kvenhatarinn August Strindberg einn þeirra, sem hin róttæka og frjálsa Dagný vildi sem minnst hafa saman við að sælda. Það varð pólverji, sem vann hjarta hennar. Symbólistinn Stanis- law Przybyszewski eignaðist barn með ástmey sinni, en það kom ekki í veg fyrir, að hann kvæntist Dagnýju árið 1893. Ástmærin ól honum annað barn. Seinna framdi hún sjálfsmorð, en það hafði mikil áhrif á Strindberg, og þeirra gætir mjög i Inferno. Stanislaw náði aldrei lengra á bókmenntasviðinu en meðan hann var giftur Dagnýju. Hann umgekkst mestu stðrmenni á sviði bókmennt- anna, og villtar veislurnar heima hjá Przybyzewskihjónunum voru við- frægar. Eina kalda vetrarnótt var til dæmis komið að gestgjafanum allsnöktum uppi á bjálka í eldi- viðarskúrnum. Árið 1898 fluttist fjölskyldan til Krakow I Póllandi, og þar hófst síð- asti þátturinn í lifi Dagnýjar Juel. I Póllandi var hún bara kona þekkta rithöfundarins og móðir barnanna hans tveggja. Enginn hafði lengur áhuga á þvi, sem hún hafði til málanna að leggja. Hún kunni ekki pólsku, og þar kom, að maður hennar, sem orðinn var áfengis- sjúklingur, rak hana á dyr. Hún fór til borgarinnar Tiflis í Kákasus, þar sem hún hugðist hitta vin sinn. En þar beið hennar geðveill maður. Þegar hún neitaði bónorði hans, dró hann upp skammbyssu og skau’t fyrst Dagnýju og sjálfan sig á eftir. Börnin hennar tvö horfðu á atburðinn. Þetta gerðist árið 1901. Allt þetta á kvikmyndin Dagný að fjalla um. Hugmyndin að kvik- myndinni kom fyrst fram fyrir rúm- um þremur árum, en það var ekki fyrr en nýlega, að framkvæmdir hófust. Alexander Scibor — Rylski skrif- aði handritið, og pólska kvik- myndafélagið Pryzmatfilm og Norsk Film AD skipta með sér kostnaðinum, þannig að pólverjar greiða 70%, en norðmennirnir 30%. Á fjórum mánuðum mun kvikmyndunarhópurinn vinna á niu stöðum I fjórum ríkjum: I A-Berlín, Wroclaw, Varsjá, Tiflis, Osló, Fagernes, Tönsberg, Horten og Kongsvinger. Leikarar frá fimm þjóðlöndum munu mæla á móðurmáli sínu i kvikmyndinni, og reynt verður að gefa henni þann alþjóðlega blæ, sem lék um Berlín á árunum fyrir aldamót. Það er norska leikkonan Lise Fjeldstad, sem fer með hlutverk Dagnýjar, og um hlutverkið segir hún meðal annars: — Dagný Juel var næsium óþekkt i Noregi, og ég hafði sjálf bara heyrt nafnið. En þegar sjón- varpsmynd Peters Watkins var sýnd vakti saga þessarar konu mikla athygli. Sjötíu og fimm árum eftir lát hennar gerðu menn sér ljóst, að Dagný hafði verið skapandi lista- maður, hún hafði skrifað dásamleg kvæði og leikrit. En hún var svo óheppin, að hún fæddist kona. og um leið var hún dæmd til þagnar. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um. þegar mér var boðið þetta hlutverk. Dagný er ótrúlega spennandi kona, lifandi og greind. Hún geislar af lifsgleði og lífsþrótti. Við höfum tekið lýsingu Augusts Strindbergs á Dagnýju góða og gilda í allt of mörg ár; þetta, að hún hafi verið lauslát stúlka, sem forfærði hvern karlmanninn af öðrum. En nú er tíðarandinn breyttur og tímabært að rifja sögu Dagnýjar upp. Ég vona innilega, að það takist að gefa réttláta mynd af Dagnýju í þessari mynd; lífsþyrstri en greindri konu, sem var allt of róttæk fyrir samtið sína. Hún var allt of frjálslynd. og það notfærðu karlmenn sér. Afstaða hennar til kynferðismála var auðvitað að skapi þeirra meðan hún hélt sig við þá, en þegar hún sneri við þeim baki, var hún kölluð hættuleg vændiskona og fleira I þeim dúr. Kvikmyndin um lif Dagnýjar gæti orðið álíka spenn- andi og James Bondmynd. en hún gæti lika orðið jafn innihaldslaus. Það væri auðvelt að búa til glans- mynd um Dagnýju. En það megum við ekki gera. Við verðum að gera manneskjulega kvikmynd um Dagnýju Juel. Ævisaga hennar á erindi við okkur — Dagný snertir okkur öll. 31. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.