Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 32
2nýir
Einn M á dag
kentur skapínu í laa
„Furstafrúin biður að heilsa yður
og einnig madame Périgord, en
hún hefur haft miklar áhyggjur
vegna yðar og er sannarlega fegin
að þér skulið vera heil á húfi.
„Yðar tign er mjög vingjarnleg-
ur,“ sagði Marianne forviða. „Ég
hélt þér hefðuð móðgast við mig.“
mig.“
„Nei, hvers vegna? Mér var ein-
ungis ánægja að vita elskulega
fuglinn okkar fljúga úr hreiðrinu
og njóta söngraddarinnar. Það
hefur alltaf verið ósk mín. Af
hverju haldið þér, að ég hafi farið
með yður til... monsieur Denis?
Þessi forleikur að Chaillot var á
hinn bóginn öllu leiðinlegri. En
við skulum ekki láta það skyggja
á vináttu okkar. Og á meðan ég
man,“ sagði hann og snéri sér að
Fortunée, „látið þjónustufólk
yðar sækja öskjurnar, sem eru í
vagninum mínum. Furstafrúin
vildi, að Marianne fengi farangur
sinn undir eins.“
Marianne roðnaði af ánægju
„Það eru engin takmörk fyrii
vingjarnleika furstafrúar-
innar,“ sagði hún. „Vilduð þér
ekki vera svo góður og færa henni
þakkir mínar, og eins og ávallt er
ég til þjónustu reiðubúin."
„Ég skal skila því. Þér vitið víst
ekki, að ég fékk bréf frá Cazimir í
morgun? Hann hælir yður á hvert
reipi.“
„Hefði hann ekki getað sent
mér bréfið?" sagði Fortunée
ólundarlega, hálft í gamni, en líka
dálítið sár, „eða hefur hann svona
mikið að gera við að snúast í
kringum þessar hollensku
konur?“
„Trúið mér, hann er meira á
eftir peningum en konum.“
Cazimir de Montrond, einn nán-
asti vinur Talleyrands var
uppáhaldselskhugi Fortunées.
Hann var aðlaðandi, skemmtileg-
ur og sál hans svört eins og erfða-
syndin. Tiginmannlegur var hann
fram i fingurgóma og óforbetran-
legur fjárhættuspilari, stundaði
einnig margs konar viðskipti, sem
ekki voru öil alveg lögum sam-
kvæmt. Fortunée hafði hálft í
hvoru gaman af þessum ónytj-
ungshætti og Talleyrand kallaði
hann jafnan „englabassa undir-
heimanna", en þegar keisarinn
sendi þennan óstýriláta elskhuga
hennar i útlegð til Anver, gerði
hún ekkert tii þess að andmæla,
enda samrýmdist framkoma hans
ekki almennum hirðsiðum.
„Sannleikurinn er sá,“ útskýrði
hún fyrir Marianne eftir að
Talleyrand var farinn, „að
aumingja Cazimir var dálítið ó-
heppinn. Á siðasta ári fór fram
einvígi að Rue Cerutti. Einvigið
var háð f dögun í garði Hortensu.
Áttust þar við þeir Charles de
Flahut og Augustue de Colbert,
en Cazimir dróst inn í málið ein-
ungis vegna þess, að hann bjó þar
rétt hjá. Napóleon gat ekki náð
sér niðri á Hortense né Flahut og
sendi þess vegna Auguste de Col-
bert til Spánar, en þar var hann
drepinn. Montrond var hins vegar
sendur í útlegð til Anver með
fyrirmæli um að hafa hægt um
sig.“
„Var það ekki dálftið harð-
neskjulegt?"
„Ég hef sagt yður, að keisarin
er ekkert lamb að leika við. En ég
verð að viðurkenna, að þar með er
ekki öll sagan sögð. Sumarið áður
hafði þrjóturinn Cazimir farið til
Cauterets, en þar var hertogaynj-
an af Abrantes f sárum vegna þes
að Metternich hafði yfirgefið
hana og Cazimiur reyndi allt hvað
hann gat til þess að hugga hana.
Napóleon gerði því rétt í þessu.
Og að sumu leyti gerði hann
Montrond greiða, því að ella hefði
honum verið blandað í Abrantes-
hneykslið svonefnda."
„Hvaða hneyksli var það?“
„Hvar hafið þér eiginlega dval-
ist?“
„I kalksteinsnámunum að
Chaillot eins og þér vitið mæta
vel.“
„Æ, auðvitað, rétt er það. Jæja,
en þér hljótið að vita, að í síðasta
mánuði eftir dansleikinn hjá
Marescalchi greifa gerði Junot
mikið uppistand og i afbrýðisemi-
kasti hafði hann næstum rekið
konu sina i gegn með skærum. Ef
madame de Metternich hefði ekki
skorist i leikinn, hygg ég að hann
hefði drepið hana. Keisarinn varð
æfur. Hann sendi Junot aftur til
Spánar og sömuleiðis konu hans,
og vildi með þvf fá þau til þess að
sættast. Að mínu mati hefði hann
einnig átt að refsa Caroline.“
„Caroline?"
„Systur hennar, madame
Murat, erkihertogaynjan af Berg,
fögur kona, ljóshærð og með spé-
koppa, en hin mesta daðurdrós.
Það var hún, sem sagði Junot frá
Laure d’Abrantes."
Þetta litla sýnishorn af lífi
heldra fólksins við hirðina fékk
Marianne til þess að reka upp stór
augu og Fortunée hafði gaman af.
„Yður kemur þetta greinilega á
óvart? En mig langar til þess að
gefa yður dálitið heilræði. Elskið
keisarann eins og yður þóknast,
en gætið yðar á fjölskyldu hans.
Fyrir utan móður hans, hina
óþýðu madame Laetitia, sem lítur
nokkuð stórt á sig og Lucien, sem
hefur kosið útlegð fram yfir ást-
ina, þá er hitt hyskið meira í
nöðruliki, þvermóðskufullt,
ágjarnt og hégómlegt. Forðist það
eins og pestina, enda mun það
hata yður í jafnrikum mæli og
keisarinn elskar yður.“
Marianne hlustaði gaumgæfi-
lega á ráðleggingar hennar. Hana
langaði hvorki til þess að komast i
andstöðu við keisarafjölskylduna
né kynnast henni. Hún vildi elska
Napóleon á laun og án þess að
draga athyglina að sjálfri sér, því
að einungis þannig gat ást á borð
við þeirra blómgast.
Eftir þvi sem á daginn leið varð
hún meira annars hugar og hún
hlustaði á kjaftasögur Fortunées
einungis með öðru eyranu. Æ
oftar gaut hún augunum í áttina
að gylltu klukkunni með mynd-
inni af hinum sofandi Psyche.
Aldrei hafði húmið verið henni
jafnkærkomið, því að þá styttist
óðum í endurfundi þeirra. Er
henni varð hugsað til ástaratlot-
anna sem framundan voru, tók
blóðið í æðum hennar að renna
örar. Það var svo margt, sem hún
þurfti að segja honum og henni
fannst tíminn nánast sniglast
áfram.
Engum af vinum Fortunés-var
leyft að koma í heimsókn. Hún
þóttist vera með höfuðverk og
32 VIKAN 31. TBL.