Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 34
Kállström á Datsun 160 J SSS í
Acropolis rally.
,..
ARNI
BJARNASON
*
A
FLEYGI
FERÐ
ACROPOUS RALLY
í GRIKKLANDI
Harry Kallström og Claes-Göran
Andersson sigruðu Acropolis rally-
ið á Datsun 160 J SSS.
Datsun var með tvo bíla í þessu
rally, öórum ók Harry Kállström en
hinum Shekhar Metha. Báðir
bílarnirvorumeðtvoofanáliggjandi
knastása, svo að mótorarnir gáfu
200 Din hestöfl. Lancia Stratos
kom með þrjá 24 ventla, 280 hest-
afla bíla, en þeim óku þeir Björn
Waldegárd, Raffaele Pinto og
Mauro Pregliaxco. Toyota mætti
með Ove Andersson í fararbroddi
á Celica 16 ventla og tveggja lítra
og Hannu Mikkola á Corolla með
1600 cc 16 ventla vél. Þarna voru
flestir bestu rally ökumennirnir
saman komnir og meira að segja
Johnny Pesmazuglou sem er orð-
inn 63ára, en hann vann Acropol-
is rallyið þegar það var haldið í
fyrsta skipti árið 1952. Hann ók
Opel ‘Ascona sem var rally bíll
Walter Rörhls í fyrra.
Björn Waldegárd á Stratos náöi
strax forystu í keppninni með
Raffaele Pinto næstan á eftir, svo
Lancia menn urðu kampakátir og
héldu að nú myndi ganga vel.
Fljótlega eftir að keppnin hófst
byrjaði að rigna svo að vegirnir urðu
eitt drulluflag. Toyotan hans Ove
Andersson bilaði á þriðju sérleið-
inni, afturöxullinn brotnaði og vin-
ur hans Hannu Mikkola varð líka
að hætta keppni, því dælan sem
stjórnar rennsli inn á beinu innspýt-
inguna bilaði. Björn Waldegárd var
nú í öruggri forystu þrátt fyrir að
sprungið hafði hjá honum svo að
hann varð að keyra á felgunni
síðasta spölinn á einni sérleiðinni.
En á sérleið 10 bilaði olíuslanga hjá
Waldegárd svo að vélin ofhitnaöi
og hann var úr keppni. Þetta var
áttunda árið í röð, sem hann náði
ekki að Ijúka keppni í Acropolis. En
þetta var ekki allt því að Pinto sem
ók einnig Stratos braut öxul og var
úr keppni á sömu sérleið.
Björn Waldegárd kemurá tlmastöð
á felgunni i orðsins fyllstu
merkingu.
34 VIKAN 31. TBL.