Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 36
„Góðan daginn. Mætti ég tylla
mér hérna hjá þér?“
Ég leit upp. Fyrir framan mig
stóð miðaldra maður, góðlegur í
andliti með gráleitt hár og bauð
af sér góðan þokka. Ég kinkaði
þvi kolli, og hann settist með
bakkann sinn.
Þennan dag hafði ég verið að
ráfa niðri í Austurstræti, þegar
hann allt í einu gerði skúr. Ég var
fljótur að koma mér í skjól, og
skaust inn á næstu kaffistofu. En
það voru fleiri en ég, sem voru að
flýja skúrina, því staðurinn var
þéttsetinn. Að lokum tókst mér þó
að næla mér í lítið tveggja manna
borð. Er ég hafði pantað kaffi og
meðlæti, tók ég upp síðdegis-
blaðið og byrjaði að lesa. Það var
þá, sem maðurinn hafði komið í
spilið, og þar sem svo kurteislega
var spurt, gat ég ekki annað en
kinkað kolii. Síðan hélt ég áfram
að lesa blaðið.
Nokkur stund leið, og
maðurinn hefur sjálfsagt verið að
fá sér í bollann sinn og koma sér
fyrir, en ég veitti honum litla
athygli, þar til hann rauf þögnina
og spurði:
„Fyrirgefðu, en mér finnst ég
kannast við þig. Hefur þú ekki
verið að skrifa sögur?“
Jú, ég gat ekki neitað því, að ég
hafði stundum verið að dunda við
þetta. Og þar sem ég hafði i aðra
röndina dálitið gaman af að
maðurinn skyldi vita það, gat ég
ekki móðgast, þótt hann ávarpaði
mig. Og hann hélt áfram:
„Mig hefur lengi langað til að
komast í samband við einhvern,
sem skrifaði sögur, því ef satt skal
segja, er ég með hið ótrúlegasta
söguefni í handraðanum."
Forvitni mín var vakin, og ég
bað hann blessaðan að segja mér
frá, og eftir að hann tók til máls,
talaði hann næstum látlaust í
hálfa klukkustund, án þess að ég
skyti þar inn einu orði.
„Eg heiti Jón Jónsson," sagði
maðurinn. „Auðvitað er það ekki
rétt, en eitthvert nafn verð ég að
nota. Kannski virðist þér það ein-
kennilegt,.-að ég vil halda nafni
mínu leyndu. En ég hef mínar
ástæður fyrir því. Þess vegna
skrifa ég heldur ekki söguna
sjálfur, en kýs að láta annan gera
það fyrir mig.
Nú kannt þú ef til vill að spyrja
hver sé eiginlega sagan, þvi þér
finnst þessi formáli sjálfsagt ó-
nauðsynlegur. I margra augum er
sagan sennilega ekki stórvægileg,
en í mínum augum er hún það.
Hún skiptir mig miklu máli. Ég
ætla aðsegja þér frá einstæðri
lífsreynslu, sem ég varð fyrir, og
ég efast um, að þú trúir þeirri
sögu, en hún er sönn engu að
sfður.“
.Hér þagnaði maðurinn aðeins,
meðan hann fékk sér aftur í boll-
ann, og forvitni min jókst með
hverri mínútunni. Svo hélt hann
áfram:
„Sagan hefst fyrir ekki ýkja
löngu. Reyndar hefst hún
skömmu eftir að fyrstu mennirnir
höfðu stigið fæti sínum á tunglið.
Okkur, bæði mér og þér, fannst
það stórkostlegt afrek, en var þó
lítið í samanburði við það, sem ég
ætla að segja þér hér á eftir.
Ég þurfti að skreppa austur í
Vík í Mýrdal frá Reykjavík. Ég
fór á nýja bílnum mínum, ja, ég
þarf ekki að lýsa honum, því útlit
hans skiptir ekki máli. Það nægir
að segja, að þetta var glæsilegur
sex manna Ford.
Ég þarf auðvitað ekki að segja
þér, að ferðlagið austur fyrir fjall
gekk mjög vel. Ég fór fram hjtá
Hveragerði og Selfossi, og svo lá
leiðin áfram austur úr. Þegar ég
var kominn fram hjá Hellu, var
'ekki langt til Hvolsvallar, og það
ekki svo mikið sem sprakk hjá
mér, enda var ég á nýjum'dekkj-
um. En þegar ég var kominn
austur fyrir Hvolsvöll, gerðist
ævintýrið, sem er tilefni þessarar
frásagnar. minnar.
Eins og þú kannski veist, og ef
þú veist það ekki, þá segi ég þér
það hérmeð, að einn lengsti beini
vegarkaflinn á tslandi er frá því
maður kemur framhjá Leifs-
stöðum og austur að Markarfljóts-
brú. Mig minnir, að það séu einir
átta kílómetrar. Leiðin liggur
meðal annars fram hjá Dímoni,
sem er lítið fjall, og þeir rangæ-
ingar kalla þetta að fara yfir
aurana. En það er einmitt á aur-
unum, sem sagan hefst í raun og
veru.
Jæja, þá getum við farið að
koma okkur að efninu, eftir þessi
inngangsorð, enda ert þú sjálfsagt
spenntur að heyra, hvað kom
fyrir.“
Jú, vissulega var ég spenntur,
en mér fannst maðurinn óþarf-
lega lengi að koma sér að efninu.
Auk þess fannst mér þetta hálf
ruglingslegt hjá honum, en hann
var víst ekki vanur að segja frá.
Og maðurinn hélt áfram:
„Sem sagt, ég var að aka yfir
aurana á sennilega um 80 km
hraða. Þá sá ég allt í einu, að
maður stóð úti við vegarbrúnina
og veifaði mér. Þar .sem ég var
einn í bílnum, þá hafði ég ekkert
á móti því að taka farþega. Þú
veist hvað það getur verið
leiðinlegt að vera einn á löngum
ferðalögum. Ég nam því staðar,
þegar ég kom að manninum, og
opnaði dyrnar.
Hann var fljótur að vippa sér
inn 1 bílinn og lokaði dyrunum
snöggt á eftir sér. Eg fór ekki
alveg strax af stað og gleymdi
raunar fyrst í stað að spyrja
manninn hve langt hann ætlaði,
því útlit hans kom mér svo ein-
kennilega fyrir sjónir. Þér hefði
farið eins í mínum sporum, svo
fannst mér maðurinn sérkenni-
legur.
1 fyrsta lagi var hann mjög búk-
smár, en höfuð hans var ekki i
nokkru samræmi. Það var mjög
stórt, og mér fannst það einhvern
veginn alls ekki passa á búkinn.
Aukþess*var maðurinn með mjög
stór hornspangagleraugu, og náðu
spengurnar vel aftur fyrir eyrun,
sem voru 1 stærra lagi. Sem
snöggvast datt mér í hug mynd,
sem ég hafði einhversstaðar séð,
af framtíðarmanninum. Atti hún
að sýna manninn eftir milljón ár,
ef ég man rétt. Búkurinn og út-
limirnir áttu þá að hafa rýrnað
vegna vaxandi véltækni, en
heilinn aftur á móti stækkað, því
það mæddi mest á honum. Þú
trúir mér eflaust ekki, en við því
bjóst ég i upphafi. Þess vegna
ætla ég ekki að eyða tíma f að
reyna að sannfæra þig um sann-
leiksgildi þessa. En áfram með
söguna.
Þegar ég hafði áttað mig og
ætlaði að fara af stað aftur, spurði
36 VIKAN 31. TBL.