Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 13

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 13
inn og sporðdrekinn? Og svona í lokin vil ég þakka ykkur sérstak- lega fyrir teiknimyndapersónurnar Stínu og Stjána, svo óska ég ykkur góðs gengis í framtíðinni og vona að Vikunni fari enn fram. P.S. Hvað lestu úr skriftinni, og hvað heldurðu að ég sé gömul. Með fyrirfram þökk. Steingeitin. Auðvitað fcerðu svar mín kcera steingeit, áttirðu virkilega von á öðru? Samkvcemt áreiðanlegum upp/ýsingum er happatala stein- geitarinnar 3, happalitur hennar er brúnn og happablðm túnfifill, Steingeit og sporðdreki eiga vel skap saman en vatnsberi getur farið hrceðilega t taugamar á steingeit, ef hann gcetir stn ekki. Það er nú ekki mikið að þakka fyrir þau Sttnu og Stjána, en það gladdiþau skötu- hjú óumrœðilega mikið, þegar þau fréttu að verið væri að þakka fyrir þau. Póstinum finnst Vikan mjög gott blað, en telurþó ekkiloku fyrir það skotið, að hún geti eitthvað batnað enn. Það má greinilega lesa það úr skriftinni, að þú ert vandvirk og snyrtileg, en ung ertu, líklega svona 1} ára. ERTU ORÐINN LEIÐUR? Kæri Alvitur! Mig langar til að spyrja þig nokkurra spurninga. 1. Ertu ekki orðinn leiður á að svara öllum þessum bréfum? (annars svarar þú þeim ekki öllum!) 2. Hvað færðu á að giska mörg bréf á viku? 3. Hvað líður á að giska langur tími þar til við fáum svar, ef við á annað borð fáum svar. 4. Hvað heldur þú að við séum gamlar? (10—13) 5. Hvernig eiga steingeitin og mærin saman sem vinkonur? 6. Finnst þér ekki að enskan ætti að v’era alþjóðamál? 7. Erum við mjög barnalegar í okkur? Jæja, nú sláum við botninn í þetta bréf okkar með fyrirfram þökk fyrirsvarið. AogB. Ég skal nú bara láta ykkur vita það', að ég er sko langt frá því að verða orðinn leiður á að svara bréfum, þetta er mitt lifibrauð, og ég fengi ekki bréf þá veslaðist ég hreint og beint upp. Þetta sem þið setjið t sviga er ekkert feimnismál. Auðvitað svara ég ekki öllum bréf unum. Pósturinn fcer gífurlega mörg bréf á viku, fleiri hundruð stundum. Það geta liðið allt að þvt 3 vikur þangað til þetta svar verður birt, en um það get ég ekkert sagt núna. Mér finnst það nú heldur skrýtið að spyrja mig um hvað þið séuð gamlar, og segja svarið um leið, og svo hélt ég að þið vissuð, að það er ómögulegt að segja til um aldur bréfritara, þegar bréftð er vélritað. Steingeitin og mcerin eiga ágcetlega saman, en þó er hcetta á að þið séuð ekki sammála um ýmislegt, og þá er bara að passa að skapið hlaupi ekkt með ykkur t gönur. Nei, eig- inlega finnst Póstinum að esperantó cetti að vera alþjóðamál, ekki enskan. Og hér kemur svarið við laumu- spurningunni: Stafsetningin er ágcet, en reynið að muna það t framtíðinni að það á að skrifa spyrja, en ekki spurja. Æ, já ég má ekki gleyma síðustu spurningunni. Svar:___ekki mjög, bara svoldið.___ Hrafnhildur Karlsdóttir, Ártúni 17, Selfossi og Svandís Svavarsdóttir, Ártúni 12, Selfossi vilja skrifast á við krakka á líkum aldri og þær eru sjálfar, en þær eru fjórtán ára. Margrét Ámadóttir Bjarman, Skarðshlíð 8 a, Akureyri óskar eftir að skrifast á við stráka á aldrinum 15—17 ára. Áhugamál hennar eru dans, ferðalög, bóklestur, kvik- myndir og margt fleira. Herdís Dögg Sigurðardóttir, Mið- vangi 10, Hafnarftrði óskar eftir að skrifast á við stelpur á aldrinum 7-9ára. Anna María Guðmundsdóttir, Lcekjarkinn 6, Hafnarftrði (vill skrif- ast á við stráka á aldrinum 13—15 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef því verðurvið komið. PIERRE ROBERT MAXELLE Nýju andlitskremin sem gefa húð þinni raka, vernd og fegurð KREM I GÆÐAFLOKKI! VERÐ FYRIR ALLA! UJALLUf/T . , czMmerióKci í TUNGUHALSI 11. SIMI 82700 Sér lína fyrir þig sem ert með feita húð. Og sömuleiðis fyrir þig méð normal eða blandaða húð. Og fyrir þig sem ert með þurra húð. Árangurinn af 30 ára framleiðsluþróun á snyrtivörum. Einstakt hreinlætiseftirlit viö framleiðslu, vísindalegt eftirlit og húðfræðilegar prófanir. Frábær árangur. Lítið inn hjá sérfræöingum. Prófið og fáið góðar leiðbeiningar. 31.TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.