Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 23
fimmtlu cent, fimm dollarar fyrir
okkur hjónin og við gengum
oftast út miðjum klíðum. Hvað
varð eiginlega af....?“ David
forðaði sér nú, áður en hann yrði
líka dreginn inn í samræðurnar.
En Walter Krieger var nú meira
en nafnið eitt.
McCulloch hafði lokið verki
sinu. Mappan var lokuð,, blað-
ið horfið og líka sömuleiðis
skjalapappirinn. Hann var
steinsofandi. Jo virtist líka sofa,
einnig konurnar handan við
gangveginn og einnig litli
drengurinn.Aðrir voru að horfa á
kvikmynd og voru með hlustunar-
tæki í eyrunum. David hafði séð
þessa mynd á reynslusýningu í
New York fyrir tveimur vikum og
géngið út af henni. Já, hvað varð
af...?
Hann var eirðarlaus og gat ekki
fest hugann við lestur. Hann
lokaði augunum og fór að hugsa
um hvar yfir Atlantshafinu þeir
skyldu vera staddir núna. Hann
öfundaði McCulloch af óbifan-
iegri ró hans. Hugsanir hans voru
reikular, en loks náði svefninn
yfirhöndinni.
Þegar hann vaknaði var
kominn timi til að spenna öryggis-
beltin fyrir lendingu í Amster-
dam.
5.
Þegar David kom til Salzburg,
voru hugsanir hans enn á reiki og
tilfinningarnar tvístraðar. Fyrstu
þrjár klukkustundirnar átti hann
i miklu hugarstríði. En svo tók
hann skyndilega ákvörðun á
meðan hann var að raka sig fyrir
frumsýninguna á Figaro. Tvö
algjörlega aðskilin verkefni voru
framundan, eitt fyrir The
Recorder, annað vegna Irinu.
Þess vegna hafói hugur hans
verið klofinn. Næstu átta daga
yrði hann uptekinn af tónlistinni.
Að því loknu gæti hann einbeitt
sér að ferðinni vestur á bóginn.
Ef hann héldi áfram að hafa
áhyggjur, fyrst af einu, svo af
öðru, eins og hann hafði haft
undanfarinn sólarhring, myndu
pistlar hans verða einskis virði.
Þegar hann svo loksins kæmist til
Vínar, yrði hann bæði
sáróánægður og reiður, og ekki
fær um að ráða fram úr óvæntum
atvikum.
Sú ferð yrði áreiðanlega ekki
vandræðalaus, svo mikið var víst.
Eginmaður Irinu myndi ekki
leyfa þeim að yfirgefa Vín frjáls
og óhindruð. Hann sjálfur myndi
áreiðanlega hafa nautn af því að
koma henni aftur til Tékkó-
slóvakíu. Hún hafði sjálfsagt sært
stolt hans. Að visu hafði Jiri
Hrádek afneitað henni opinber-
lega af persónulegum og stjórn-
málalegum ástæðum, en hann
myndi aldrei fyrirgefa henni þá
smán, sem hún hafði valdið
honum með því að ganga öryggis-
sveit hans úr greipum. Þetta voru
harðsvíraðir náungar, agaðir,
tryggir málstaðnum og slóttugir.
Hvernig hafði Irinu tekist það?
Þetta var áreiðanlega i
hundraðasta skiptið, sem
David furðaði sig á þessu. Jæja,
nú er nóg komið, sagði hann við
sjálfan sig í ávítunartón. Þú hefur
tekið þína ákvörðun, stattu nú við
hana. Hættu að hugsa um Irinu,
því annars skerðu þig bara á
þessu beitta rakvélarblaði og
mætir í Grosses Festspielhaus
með blóðslettur um alla smóking-
skyrtuna.
Hún er óhult, vandlega falin og
ef til vill í minni hættu núna en
þegar hún stígur upp f bílinn til
þín.
Hann lauk við raksturinn og las
tónleikaskrána um leið og hann
byrjaði að klæða sig. Blandað efni
eins og venjulega hugsaði hann.
Ekkert sem kæmi honum á óvart.
Þegar hann kom út á fjölfarna
götuna fyrir framan hótelið, var
hann búinn að ná fullkomnu valdi
yfir sjálfum sér. Hann vlandaðist
iðandi mannhafinu og stefndi
ásamt hinu fólkinu í áttina að
brúnni, sem lá yfir í gamla
borgarhlutann. Þetta var kyrr-
látur hópur, ungt fólk eða
miðaldra, og einstaka gamal-
reyndur inn á milli, brosandi og
raddirnar lágværar. Konurnar
voru í fegurstu kvöldkjólum og
golan daðraði við kvöldkjólana,
sem náðu alveg niður á gljáandi
satínskóna. Umhverfið fékk
aukna birtu af þessu skartklædda
fólki. En þetta var annað og meira
en falleg föt. Þetta fólk hafði vit á
tónlist og það var komið um
langan veg til þess að hlýða á
hana. Það var heldur ekkert
önugt í fari þess, raddirnar fullar
af tilhlökkun og ákafi lá í loftinu.
Turnspírur og dómkirkjurnar í
Salzburg buðu þessa pílagríma
velkomna inn í þröngar, hl.vkkj-
óttar göturnar. Þetta er eins og af
örðum heimi, hugsaði David
Öraunverulegt? Nei, ekki beint.
Þessi borg hafði kynnst hættum
og örvæntingu um aldaraðir.
Aðeins þrjátíu ár voru liðin síðan
sprengjuregnið dundi yfir hana
og skildi eftir djúpa gíga, hrunin
hús og kulnaða ösku. Nægur
skammtur af raunveruleika fyrir
hvern sem vera skal. Allt í einu
varð honum hugsað til fjand-
manns síns meðal starfsfólksins
hjá The Hecorder. Hann var
nýbyrjaður og helgaði sig rokk-
tónlistarhátíðum. (Hann átti eftir
að verða honum til leiðinda
náunginn sá enda sóttist hann
eftir starfi Davids.) Nú, Woody,
þú getur átt þína moldvörpu-
menningu. Ég mun annast sið-
menninguna.
Hann fór inn í anddyrið, ská-
skaut sér í gegnum mannþröng-
ina og kom auga á tvo vini sína
þar sem þeir stóðu við stigann.
Hann veifaði til þeirra og þeir sáu
hann líka. Þeir brostu í einlægni
og buðu hann velkominn. Hann
hafði ekki aðeins náð valdi á sér,
heldur aftur orðinn sjálfum sér
likur.
Átta dagarnir voru liðnir og
síðasti pistillinn hans var þegar á
leið til The Recorder. Bílaleigu-
bíllinn stóö fyrir utan hótelið og
verið var að ganga frá hótel-
reikningnum. Hann var búinn að
pakka og skildi eina tösku eftir í
gestamóttökunni. Hversdagsföt-
unum slnum hafði hann troðið
ofan í litla handhæga skjóðu. 1
gær hafði liann fengiö vegakort
hjá bílaleigunni og nú breiddi
hann úr því á rúmið. Þar hjá lá
ferðahandbók yfir Austurriki,
með allgóðu korti yfir Vin aftast.
Hann kannaði þetta vandlega á
meðan hann beið eftir símtali.
Síminn hringdi. ,,Já?“ sagði
hann, en í huganum var hann enn
að reikna út kílómetra Vegurinn
sem lá beint að útjaðri Vínar var
um það bil 170 milur. Hann
sneiddi hjá öllum borgum og
þorpum. Ugglaust yrði hann þrjá
tíma að aka þessa leið. Kannski
heldur skemur, ef hann notaði
dauða tímann þegar aðrir
stönsuðu til þess að fá sér að
borða. Svo yrði hann hálftíma að
aka 12 mílurnar í gegnum út-
hverfin og inn í hjarta borgar-
innar. ,,Já,“ sagði hann aftur, en
áttaði sig svo á því að þetta var
ekki skiptiborðið að tilkynna
honum komu bílsins. ,,Já, þetta er
Mennery."
,,En gaman,“ sagði konurödd.
,,Var ég að vekja þig?“
„Nei, ég er í þann veginn að
fara.“
„Eg hélt að allir í Salzburg
svæfu til klukkan ellefu eftir
erfiði næturinnar. Eg var heppin
að hringja svona snemma. Það
verður breyting á áætluninni."
Þetta var Jo Corelli, á því lék
enginn vafi. Undrun hans
breyttist síðan í áhyggjur.
„Nú?“ „Ekkert til þess að fárast
yfir, aðeins smávægileg breyting.
Þú munt koma að borginni úr
vestri og þegar hraðbrautinni
sleppir gætirðu farið í gegnum
Wienerwald. Eg gæti hitt þig
einhvers staðar þar, nefndu bara
staðinn.';
„Því sagði hann í Grinzing?
sagði hann og ætlaði að vera
fyndinn. Þetta var gamalt þorp,
sem úthverfi Vínar hafði gleypt í
sig,jugljós ferðamannabeita.
„Dásamlegt," sagði hún og tók
hann á orðinu. „Gæti ekki verið
betra."
„Svona fjölmennur staður?"
Varla gat það verið heppilegt,'
hugsaði hann.
„Þegar þú verður kominn
þangað verða flestir búnir að
borða og farnir. Ekkert eftir
nema nokkrar þreyttar gengil-
beinur og fáeinar eftirlegu-
kindur. Það er gamaldags lítill
staður, rétt við járnbrautartein-
ana. Grænir gluggahlerar og rauð
pottablóm. Eg held að það sé rétt
hjá mér. Nafnið er Káti bóndinn
eða eitthvað á þá leið. Þú hlýtur
að finna hann. Fyrir framan aðal-
dyrnar er strætisvagnabiðstöð og
bílastæði við hliðina. Mjög
einfalt. Þú verður kominn þangað
umjvöleytið og...“
„J'á, kannski hálftíma fyrr eða
seinna," skaut hann inn í. Ekki
vantaði fyrirmælin hjá henni
stúlkunni þessari.
„Ég verö undir vínviðartrján-
um í garðinum að smakka til
vínið. Það svífur fljótt á mann,
svo að þú skalt ekki verða allt of
seinn.“
„Skilið frú mín,“ tókst honum
að segja, áður en hún lagði á.
„Fjandinn hafi það,“ sagði
hann um leið og hann tók saman
kortið og ferðahandbókina. Svo
lokaði hann töskunni. Síminn
hringdi aftur, en í þetta sinn var
það úr gestamóttökunni. „Ég er
að koma," sagði hann. Hann leit
sem snöggvast í kringum sig í
herberginu. Ötrúlegt hversu vel
er hægt að búa um sig á svona
stað á ekki nema átta dögum. Svo
hafði hann sig af stað.
Viðstöðulaus aksturinn að út-
hverfum Vínar hafði gengið vel ,
en krókurinn til Grinzing var sein-
farnari. David var ánægður með
sig, er hann kom þangað klukkan
fimm mínútur gengin í þrjú.
Hann lagði bílnum og fór síðan á
snyrtinguna, sem var heldur
óásjáleg eftir alla ferðamennina.
Framhald í narsta blaði.
VILTU HÆTTA
AÐ REYKJA?
TABMINT tyggigúmmí
og viljastyrkur í 3 vikur
og þú
hefur yfirstigið tóbaksávanann.
TABMINT tyggigúmmíiö hjálpar
þér til að hætta að reykja. Skildu
sígarettupakkann eftir heima, en
taktu TABMINT pakkann með þér
I vinnuna og hvert sem þú ferð.
Notaöu 1—4 „tyggjó" plötur á
dag. Tyggigúmmíið heldur einnig
aftur af lönguninni til að borða
sælgæti eða aðra aukabita. Hafðu
hugfast að TABMINT er hjálpar-
meðal. Viljann til að hætta reyk-
ingum verður einnig að vera fyrir
hendi.
APÓTEK OG LYFSÖLUR
UM ALLT LAND.
31. TBL. VIKAN 23