Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 38
og ég hlustaði á agndofa af undr-
un, og undrun mín jókst eftir því
sem lengra leið á frásögnina.
En nú skulum við heyra hvað
maðurinn, sem kallaði sig mestan
vísindamann frá því sögur hófust,
hafði að segja. Hann sagði:
„Því hefur verið haldið fram,
að mesti hraði, sem um getur í
veraldarsögunni sé hraði ljóssins.
Hann er sagður 300.000 kíló-
metrar á sekúndu. En það er samt
ekki satt, að þetta sé mesti hraði,
sem hægt er að ná. Ég, hinn mikli
vísindamaður, hef fundið upp,
hvernig má ná hraða, sem er
þúsund sinnum meiri, eða sem
næst því.
Ég ætla ekki að fara út i
flóknar útskýringar á þessu, því
þú mundir ekki skilja neitt í
þeim. En þú hefur sennilega gert
þér grein fyrir, að þetta er svo
yfirgengilega mikill hraði, að
hann er næstum óhugsandi. — Ég
vann lengi að þessu, og þegar ég
þóttist viss um, að þetta hefði
tekist, datt mér dálítið í hug.
Ef hægt væri að senda lítið
tæki útbúið ljósmyndavél út í
geiminn á þessum hraða, væri
hægt að mynda ýmsa ljósgeisla,
sem farið hefðu frá jörðinni fyrir
þúsundum ára, og væru þar enn á
sveimi. Þar með mundi vera hægt
að öðlast vitneskju um ýmislegt,
sem hér gerðist á fyrri tíð.
Eg braut heilann ákaft um
þetta og tók loks þá ákvörðun að
reyna. Ég valdi Dímon til að
skjóta tækinu frá. Þér finnst
sjálfsagt einkennilegt, að ég skuli
hafa getað komið mér svona fyrir
hérna, án þess að þess yrði vart í
nágrenninu. En ég hef fundið upp
efni, sem leysir upp jarðveg og
ýmis önnur efni, sé því stráð á
þau. Efnið gerir það að verkum,
að jarðvegurinn rýkur út í loftið
sem nær ósýnileg gufa. Flókinna
útskýringa er hér ekki þörf. Þú
myndir heldur ekki skilja þær.
En þetta gefur þér e.t.v.
einhverja hugmynd um, hve langt
ég er á undan minni samtíð.
Hérna undirbjó ég þetta allt sam-
an. Hlutúrinn, sem ég sendi út í
geiminn, er nokkurs konar sívaln-
ingur. og inni í honum kom ég
fyrir alveg sérstaklega næmri
ljósmyndavél.
Síðan var að tímasetja þetta
allt. Eg reiknaði með þúsundföld-
um hraða ljóssins en gerði þó ráð
fyrir, að einhverju gæti skeikað.
Én hafi útreikningar mínir
reynst réttir, átti sívalningurinn
að ná þeim geislum á einu ári,
sem höfðu farið frá þessum stað
fyrir þúsund árum. Ljósmynda-
vélina setti ég í afturhluta
sívalningsins, og reiknaði ég með,
að hún myndi taka myndir á 10
sekúndna millibili í eina mínútu.
Með því myndi ég ná sex
myndum. Að því loknu skyldi
sívalningurinn snúa við, og annað
ár tæki það hann að komast til
baka.
Ég þykist hafa reiknað þetta
svo nákvæmlega út, að eftir
tuttugu mínútur mun
sívalningurinn lenda á þeim stað,
sem honum var skotið á loft fyrir
tveimur árum.“
Hér þagnaði maðurinn aðeins,
til að gefa orðum sínum aukin
áhrif. Og það fór ekki á milli
mála, að þessi frásögn hafði mikil
áhrif á mig. Ég vissi eiginlega
ekki hverju ég ætti að trúa, en
ákveð að bíða átekta, og sjá
hverju fram yndi.
Eftir skamma stund hélt
maðurinn áfram:
„Ég veit, að það er svo margt
ótrúlegt f þessu, að þetta virðist
hrein fjarstæða. Hvernig getur
t.d. nokkur hlutur þolað slíkan
hraða, án þess að hitna svo mikið,
að hann verði að glóandi ösku-
hrúgu? En einnig við þeim vanda
fann ég ráð. Mér tókst að finna
upp efnablöndu, sem er nægjan-
lega sterk til að þola þetta, og úr
henni smíðaði ég sivalninginn.
En nú hef ég sagt þér nóg, því
ekki var ætlunin að gefa skýr-
ingar á hverjum einstökum þætti
þessa mikla vísindaafreks, heldur
leyfa þér að sjá árangurinn af
þessu öllu. Þó verð ég að taka eitt
fram. — Þar sem hraðinn er
svona mikill á sfvalningnum,
getur verið um einhvern mismun
að ræða, þegar myndavélin fer f
gang. Þótt hún taki myndir með
fimm sekúndna millibili, gæti
hugsast að atburðirnir, sem hún
tekur myndir af, hafi gerst með
allt að hundrað ára millibili, eða
jafnvel meira. En við skulum bfða
og sjá hvað setur.“
Já, ég vildi bfða og sjá, hvað
gerðist á næstu mfnútum. Þetta
virtist allt svo ótrúlegt, að ég var f
vafa um, hvort ég væri vakandi
eða sofandi. Sennilega hafði ég
sofnað undir stýri á bílnum og
væri kominn út f einhvern skurð-
inn á leiðinni til Víkur. Innan
skamms mundi ég vakna og hlæja
að þessum draumi mínum. En
þetta reyndist vera óskhyggja. Ég
varð þess áþreifanlega var, þegar
tuttugu mfnúturnar voru liðnar
og maðurinn gerðist órór og tók
að ganga um gólf. Þetta var svo
raunverulegt, að um draum gat
ekki verið að ræða. Hann gekk til
mín og skók mig til, um leið og
hann æpti, hálf tryllingslega:
„Já, bíddu bara, það getur
skeikað nokkru, en ég á eftir að
sanna fyrir þér, að útreikningar
mfnir hafa reynst réttir."
Sfðan tók hann að ganga um
gólf aftur, og óþreyja hans leyndi
sér ekki. Þegar þessu hafði farið
fram um hrlð, virtist brá af
honum. Hann virtist missa allan
mátt og hné svo að lokum niður í
einn stólinn, sem var þarna.
Þegar hann hafði setið þegjandi
nokkra stund, tók hann að
muldra, eins og hann væri að tala
við sjálfan sig:
„Allt búið. Margra ára starf er
horfið út f himingeiminn. Ég er
ekkert, minna en ekki neitt.“
Þrátt fyrir hræðslutilfinning-
una, sem hafði gripið mig, þegar
hann tók að ganga um gólfið og
skaka mig til, gat ég ekki annað
en vorkennt . honum. Ef það var
satt, sem hann hafði sagt mér, var
hér maður, sem sá ævistarf sitt
unnið til einskis. Og ég tók að
hugsa um, hvernig ég myndi hafa
hagað mér í hans sporum. En mér
gafst ekki mikill tími til slfkra
heilabrota. Skyndilega heyrðist
eins og lágvær hvinur úr fjarska.
Hann var ekki ólíkur þvf og þegar
þota nálgast. Maðurinn lifnaði
allur við og lagði við hlustirnar,
og ósjálfrátt gerði ég eins og
hann.
Hvinurinn magnaðist, en varð
þó ekki mjög hávær. Skyndilega
þagnaði hann, og um leið fundum
við fyrir örlitlum kippi, eins og
um jarðskjálfta væri að ræða.
Maðurinn réð sér ekki fyrir gleði
og hrópaði upp:
„Hann er lentur, hann er
lentur".
Eg skildi, að hann átti við
sívalninginnn, og hræðslan, sem
hafði gagntekið mig fyrir stuttu,
vék nú fyrir eftirvæntingunni.
Kannski var eitthvað til f þessu
öllu.
Maðurinn þaut nú út úr her-
berginu og fram á ganginn.
Ösjálfrátt fylgdi ég á eftir honum.
Leiðin lá nú upp tröppurnar, og
þegar upp var komið, blöstu
dyrnar við. Þær voru opnar, en f
flýtinum hafði mér ekki gefist
kostur á að sjá, hvernig hann
hafði farið að því að opna þær.
Þegar ég kom út undir bert loft,
stansaði ég, undrandi vegna þess,
sem ég sá. Framundan mér stóð
maðurinn við hlið sfvalningsins. í
fljótu bragði giskaði ég á, að
sívalningurinn hafi verið um
hálfur annar metri f þvermál og
svipaður á hæð. Ég sá, að hann
hlyti að hafa lent á töluverðri
ferð, því hann hafði myndað svo-
litla geil í grasið.
Eg sá sá nú, að maðurinn gekk
að sfvalningnum og opnaði loku,
sem var ofan á honum. Þaðan tók
hann út litið hylki eða kassa og
var svo fljótur og öruggur að
þessu, að ég skildi, að hann vissi
nákvæmlega, hvað hann var að
gera. Hann hélt kassanum hátt út
frá sér, um leið og hann leit sigri
hrósandi til mfn, án þess að segja
eitt orð. Að þvf búnu gerði hann
dálítið, sem varð þess valdandi, að
ég varð orðlaus af undrun og ekki
í fyrsta skipti. Hann fór i vasa
sinn og tók upp litla dós. Ur henni
tók hann lófafylli af einhverju
efni, sem mér sýndist vera hvitt
duft. Hann stráði þessu síðan yfir
sfvalninginn.
Ég ætlaði naumast að trúa
mfnum eigin augum, þegar ég sá
sívalninginn leysast upp þarna
fyrir framan mig og hverfa út í
loftið sem ljósleit gufa.
Eg var smástund að átta mig á
þessu, en rankaði við mér við það,
að maðurinn var kominn að mér
og gaf mér til kynna með ofurlít-
illi höfuðhreyfingu, að ég ætti að
fara aftur niður um göngin.
Ekki leið á löngu, þar til við
vorum komnir niður f herbergið
aftur. Maðurinn virtist örlítið
farinn að róast, þvf hann fékk sér
sæti og hóf að tala til mín með
hola málrómnum, sem ég var nú
aðeins farinn að venjast.
„Jæja, maður minn. Eg vona, að
þér sé nú farið að skiljast, að ég
hef ekki farið með neitt fleipur.
Ennfremur vona ég, að þú haldir
ekki, að ég sé geðbilaður, en það
hefur þér eflaust dottið í hug, og
lái ég þér það ekki. öðrum hefði
farið eins í þínum sporum, þvf
það er ekki á hverjum degi, sem
hægt er að verða vitni að jafn
stórkostlegri vlsindalegri upp-
fyndingu og afreki og hér á sér
stað.“
Hann þagnaði aðeins til að gefa
orðum sfnum aukna áherslu og
hélt svo áfram:
„Nú er komið að lokaþættinum
f þessu. Og við tveir munum nú á
næstu mínútum verða vitni að
VELKOMIN TIL KRÓKSFJARÐAR
Verzlun okkar býður ferða-
fó.lki ,upp á fljóta og lipra
þjónustu og hefur á boðstól-
um allar algengar mat-, ný-
lendu- og ferðavörur. Margs
konar sportvarning og við-
leguútbúnað.
ESSO-þjónusta.
KAUPFÉLAG KRÓKSFJARÐAR
Króksíjarðarnesi
38 VIKAN 31. TBL.