Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 33
stundi að minnsta kosti þrjátíu
sinnum áður en klukkan á Notre-
Dame-de Lorette sló tíu. Síðasta
hringingin var 1 þann veginn að
deyja út, þegar þau heyrðu skrölt
í vagni. Hann hægði á sér og ók í
gegnum hliðið, sem dyravörður-
inn hafði fengið fyrirmæli um að
skilja eftir opið. Því næst stansaði
hann í dimmum forgarðinum.
Marianne hljóp út að glugganum
og hjartað hamaðist í brjósti
hennar, en Fortunée reis á fætur
og ætlaði að fara inn í sitt eigið
herbergi. En hún hafði ekki tóm
til þess, því að í sömu andrá birt-
ist Napóleon.
„Ekki hlaupast á brott
madame," sagði hann og gestgjaf-
inn hneigði sig þarna í dyrum
vlðhafnarstofunnar. „Eg get
aðeins staldrað við skamma
stund.“
Hann fleygði hattinum á
sófann, tók Marianne í faðm sér
og kyssti hana.
„Hvað, aðeins skamma stund?“
sagði hún.
„Keisari getur sjaldan hagað
sér að vild sinni mio dolce amor.
Ég verð að fara aftur til Tuileries.
Þar bíður mín mikilvægur sendi-
boði, en það er sitthvað, sem ég
þarf að segja yður.“
Hann dró skjöl upp úr vasa
sínum og rétti henni.
„Ég lofaði yður húsi,“ sagði
hann brosandi. „Ég ætla að gefa
yður þetta og vona, að þér séuð
ánægðar með það.“
Marianne fletti í sundur skjöl-
unum og um leið og hún las fyrstu
setninguna hljóp roði í kinnar
hennar. Augun flóðu í tárum.
„Þakka yður fyrir,“ stundi hún
og þrýsti skjölunum að brjósti
sér. í þeim stóð skrifað að hús
Asselnatættarinnar, þar sem for-
eldrar hennar höfðu verið tekin
til fanga og de Chazay ábóti hafði
fundið hana, væri hennar eign.
Napóleon strauk henni blíðlega
um hárið.
„Ekki gráta. Umfram allt óska
ég þess, að þér séuð hamingju-
söm. Ég er þegar búinn að gera
ýmsar ráðstafanir. í fyrramálið
munu Percier og Fontaine fara og
kanna hvaða viðgerðir eru nauð-
synlegar, enda hefur húsið staðið
autt síðan 1793. Fortunée mun
fara með yður og þið getið óskað
eftir þeim breytingum, sem þið
viljið. Svona nú, ekki gráta. Það
er líka dálitið annað, sem ég þarf
að segja yður,“ bætti hann ástúð-
lega við.
Hún herti upp hugann og
þurrkaði sér um augun.
„Ég er ekki að gráta.“
„Skreytni! En nú verð ég að
fara. A morgun mun Gossec koma
hingað. Hann ætlar að útvega
yður áheyrn hjá stjórnanda óper-
unnar. Innan mánaðar mun öll
París tigna nýja gyðju, Mariu
Stellu. Rödd yðar er undursamleg
og hún mun fleyta yður langt!"
„Maria Stella?“ sagði hún undr-
andi.
„Það er nafnið, sem ég hef valið
yður. Þér getið ekki komið fram í
leikhúsinu undir yðar rétta nafni
og þetta Mallerousse er alveg
hræðilegt. Auk þess sér almenn-
ingur hér ekki sólina fyrir ítöl-
um.
Framhald í næsta blaði.
feria-
frniM,
T
Grensásvegi 7, simar 86511 — 83360
Sendum í póstkröfu.
usgoqn
liwomB
HÚSQÖG
31. TBL. VIKAN 33