Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 19

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 19
Ég var stödd í verslun um daginn ásamt 5 ára syni mín- um. — Mamma, hvaða kall er þetta, sagði hann, þegar ég dró þúsund krónu seðil upp úr veski mlnu og rétti afgreiðslu- stúlkunni. — Þetta er hann Jón Sigurðsson, sagði ég og gerði auðvitað ráð fyrir að hann ætti við myndina á seðlinum. — Nau-hau, sagði hann og vanþóknunin skein framan úr honum og hann lét mig skilja það með alls konar úffi og auji hvað ég vxri lítið gefin að vita ekki svona einfalt atriði. — Veistu ekki að þetta er þúsund kall, sagði hann, þegar hann hafði fengið greið svör hjá afgreiðslustúlkunni, sem vissi allt um svona hluti, enda svo heppinn að hand- fjatla ,,peningakalla” alla daga. Ég komst að því þarna í versluninni að ég er gamal- dags mamma. Strákurinn minn, sem að mínu viti hefur síður en svo vcrið alinn upp við peninga- bruðl, veit heilmikið um pen- inga, eins og það hvað má fá marga basúkatyggjópakka fyrir 100 kallinn, og hvað mörg andrésöndblöð fyrir þúsund- kallinn, og ef hann heyrir hringl í vösum mínum eða buddu, kemur einhver undar- legurglampi í augun á honum og hann segir eins og leiðslu, — áttu pening mamma? En strákurinn minn er víst ekki einn um að hafa áhuga á peningum, því að mér hefur skilist á foreldrum, sem ég þekki, að þeirra börn séu nákvxmlcga eins. Það er kannski ekkert skrýtið að börn- in hafi áhuga á peningum, þegar fullorðna fólkið talar um peninga, tekjur og kaup I tíma og ótlma og treður í hvort annað tröllasögum um hvað þessi og hinn jóninn hafi í tekjur á mánuði, því að það Ixra börnin sem fyrir þeim er haft. Það er hreint ekki út í hött að tala um að börnin okkar alist upp við það að njóta náttúrunnaf í hektörum, hugsa í peningum, og það sé KALLAR n \ meira virði að hafa góð aura- ráð, en fallegt augnaráð. Og þau eru fljót að lxra, að til þess að vera maður með mönnum er mun vitlegra að vita eitthvað um ,,peningakalla” heldur en þjóðfrxga kalla eins og hann Jón Sigurðsson. Auðvitað eru peningar und- irstaða þess að geta lifað og maður þarf líka að vera dug- legur að vinna til þess að sjá sómasamlega fyrir sér, og það Ixra börnin 1 skólanum. En þau lxra líka margt annað í skólanum, ens og það að vera góður við náungann, vera heiðarlegur og að allir hafi jöfn txkifxri til þess ,,að vegna vel í lífinu” þ.e. verða sxmilega stöndugur, sem stundum er líka kallað að komast ,,vel áfram” eða að verða ríkur. Börnin trúa þessu sennilega svona til að byrja með, en komast fljótlega að því að ekki er allt svona einfalt, og verða þá bxði rugluð og sár, mörg hver að minnsta kosti. Eða er ekki Ijótt að blekkja mannsál- ina? Vxri ekki miklu skynsam- legra að kenna börnunum staðrcyndir. Kenna þeim að láta ekki traðka á sér og að bcita öllum brögðum til þess að verða ekki undir í sam- keppninni, og gleyma náung- anum? Vxri ekki heppilegra að kenna þeim hvernig þau geti grxtt á kerfinu og brýna fyrir þeim, að ef þau spekúleri ekki í pcningum, þá geti svo farið, að þau lendi í hópi hinna lxgstlaunuðu. Það cr augljóst mál, að í þjóðfélagi þar sem laun varlera frá 60 þúsund krónum á mánuði upp í 600 þúsund, gctur engan veginn staðist, að allir hafi jöfn txkifxri. Það er þó alla vega augljóst. að einhverjir verða alltaf að lenda í neðsta þrcpinu. Slxmt siðgxði er að mínu mati skárra en tvöfalt siðgxði, þvt að það grefur undan siðgxðisvitundinni, og veldur togstreitu, sem aftur getur haft slxm áhrif á sálarlífið. Auðvitað er það ekki áhuga- mál allra að vera ríkur. því enn er til fólk, sem kýs að starfa við það, sem það hefur áhuga á. frekar en annað starf. þó að það hafi ekki eins mikið úr býtum fyrir vikið. En sú hxtta er fyrir hendi. að þeim fari fxkkandi. því að nú er ekki spurt: — Hvað gerirðu? heldur — Hvað fxrðu í kaup5 Bráð- um skiptir það akkúrat cngu máli. hvað maður starfar. Ég er alveg sannfxrð um að þetta endar með ósköpum. ef peningasjónarmiðsþróu nin hcldur áfram með sama hraða og hún hefur gert. og ekki líður á löngu áður en það tclst hcgðmi að gefa ungabarni brjóstamiólk að drekka. Þá verður mun vitlegra að gefa þ\ í heitt soð af fimmþúsundkalli til þess að ,.bvggja þau upp” fyrir framtíð ..peningakall- anna”. Á.K. MEQAb ANNARRA QRÐA 31. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.