Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 11

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 11
I NÆSTU VIKU NÁVÍGI VIÐ VÍNGUÐINN Á Oft er talað um baráttuna við áfengisbölið, sem svo er kölluð, en fæstir neita því, að áfengisvandamál eru alvarleg t þvt samfélagi, sem við lifum í. En hvaða ráðum beita þeir, sem berjast gegn vandanum? Flestir kannast við stúkur og áfengisvarnarfélög, sem helst vilja banna / allt áfengi. En hvernig takast fórnarlömb Bakkusar ij sjálf á við vandann? Blaðamanni Vikunnar gafst kostur á að fylgjast með einum fundi mánudagsdeildar AA-sam- takanna, og í næstu Viku segir hann frá þeim fundi og birtir meðal annars orðrétta kafla úr frásögnum fund- armanna. Greinin nefnist í návtgi við vínguðinn. LÍFIÐÁ HÓTEL33 Blaðamaður Vikunnar átti viðdvöl á Mallorca fyrir skömmu og segir frá lífinu þar um slóðir í næstu blöðum. I næstu Viku birtist lýsing á ltfinu á Hóteli 33, sem sérhæfir sig í að taka á móti og veita lífi og f)öri I alla stna gesti, sem verða að vera á aldrinum 18 til 33 ára. Fyrir utan aldurs- takmörk gilda þær reglur, að enginn má henda öðrum t öllum fötunum út í laug eftir kl. 4 að nóttu, og enginn má sofa eftir kl. 9 á morgnana nema með leyfi ræstingakvenna. Sjá nánar í næstu Viku. INKABORGIN GLEYMDA Machu Picchu á sér engan líka t heiminum. Látið ekki hjá líða að koma þar við, var ráðið, sem norskir blaða- menn fengu, er þeir voru á ferð í Perú. Þeir fóru að þessu ráði, og t næsta blaði birtist lýsing þeirra á ferðinni til þessarar merkilegu borgar frá blómatímum inkanna. Þar munu hafa búið 8—10 þúsund manns fyrir fimm til sex öldum, en með uppgreftri og rannsóknum hafa vtsinda- menn komist að því, að undir lokin hafi nær eingöngu búið konur í Machu Picchu. Hvað varð eiginlega af karlmönnunum? SMÁSAGA EFTIR SOYA ,,Við engdumst sundur og saman, við kengbeygðum okkur og veltumst um á gólfinu. Þegar rödd rektors hafði bæst við grtmuna var blekkingin fullkomin. Og Mogens hélt alsæll áfram. Þvt meira sem við hlógum, því frjáls- lcgri varð hann og náði öllum blæbrigðunum t rödd rektors.” Þetta er tilvitnun I bráðskemmtilega smásögu eftir ekki ómerkari höfund en Soya, sem birtist t næsta blaði. Sagan nefnist Non Scholae, sed vitae, og er mynd- skreytt af Bjarnajónssyni. VIKAN Útgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Trausti Ólafsson, Guðmundur Karlsson, Ásthildur Kjartansdóttir, Halldór Tjörvi Einarsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing Stðumúla 12. Stmar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð I lausasölu kr. 300. Áskriftarverð kr. 3.350 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 6.320 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 11.700 I ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. 3W tbl. 3&. árg. 29. júlí 1976 Verð kr. 300 GREINAR: 14 Sagan af Dagnýju Juel kvik- mynduð. 24 Hundaæði. VIÐTÖL:__________________ 2 Enginn vill vera púkó. Vikan heimsækir Lóló og Sævar í Karnabæ. 16 Hingað geta allir leitað. Vikan heimsækir Félagsmálastofnun , Reykjavtkur. SÖGUR:___________________ 20 Snara fuglarans. Fjórði hluti framhaldssögu eftir Helen Maclnnes. 28 Marianne. 36. hluti framhalds- sögu eftirJuliette Benzoni. 36 Á aurunum. Smásaga eftir Einar Loga Einarsson. FASTIR ÞÆTTIR:_____________ 7 Poppfræðirit Vikunnar í umsjá Halldórs Andréssonar. 9 Krossgáta. 12 Póstur. 18 Meðal annarra orða: Peninga- kallar. 27 Tækni fyrir alla. 34 Á fleygiferð t umsjá Árna Bjarnasonar. 40 Draumar. 41 Matreiðslubók Vikunnar í umsjá Drafnar Farestveit. * 31.TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.