Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 17

Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 17
Og þegar þessi mál eru rædd, kemur sú spurning upp, ekki hvort þeir eigi ekki sama rétt á aö fá aö lifa eins og aðrir. — Spurningin um hverjir hafa meiri þörf fyrir hjálp en aðrir, er vandasamari fyrir okkur, en aðrar opinberar hjálparstofnanir, eins og til dæmis tryggingakerfið, því aö hjálp okkar er einstaklingsbundin. Reglur almannatrygginga aftur á móti, falla innan ákveðins ramma laganna og fjalla um hjálp, sem er almenns eðlis. Við verðum hins vegar að styðjast við það ákvæði í framfærslulögunum að hver og einn skuli njóta tækifæris til þess að sjá sómasamlega fyrir sér. Það er svo aftur oft matsatriði, hverjir hafa tækifæri og hverjir ekki og hvað er að sjá sómasamlega fyrir sér. Það sem utan frá virðist vera hliðstæða, fær oft mismunandi meðferð hér og því byggist gagn- rýnin á — en við nánari athugun reynast málin ekki hliðstæð. — Hvernig hjálpið þið fólki? — Hjálp okkar er margvísleg og byggist m.a. á viðtölum og við- leitni til þess að virkja viðkomandi til þess að takast á við vandamálin sjálfur, með því að sameina krafta hans kröftum okkar. Hún getur líka byggst á hjálp við breytingu á nánasta umhverfi, t.d. húsnæði, vistun á sjúkrahús, dagvistunar- stofnun, eða fjárhagsaðstoð til skemmri eða lengri tíma. — Eins og áöur er komið fram, þá hjálpum viö einstaklingum fjölskyldum og hópum, sem eru í erfiðri aðstöðu í þjóðfélaginu og eru ekki færir um að leysa sin vandamál sjálfir. Geðrænir sjúk- dómar eru oft fordæmdir, og sumir vilja kenna vandamál sem stafa af geðrænum sjúkdómum við ræfildóm. Þá gleymist að heilbrigði samanstendur af þremur þáttum, líkamlegum, geðrænum og félagslegum þáttum, svo að sá, sem ekki er heilbrigður á allan hátt, telst sjúkur. — Félagslegir erfiðleikar geta orsakað líkamlega erfiðleika og öfugt, því að þessir þættir eru svo samtvinnaðir. Forsenda þeirrar félagslegu aðstoðar, sem við vilj- um veita fólki, er þekking á félagslegri og sálfræðilegri mótun einstaklingsins, samskiptum ein- staklinganna innbyrðis, tengsl inn- an fjölskyldunnar, milli fjölskyldna og tengsl einstaklingsins og þess, sem viö köllum þjóðfélag. Eins er nauðsynlegt aö vita um áhrif ýmissa stofnana í þjóðfélaginu á mótun einstaklingsins, eins og t.d. áhrif skólanna. Sú þekking er nauösynleg til þess að hjálpa einstaklingnum að hjálpa sér sjálfum. Anna Karen Júlíussen. ritari (standandi) oa Hervör Þorvaidsdóttir, skrifstofustúlka. Ástæðan fyrir því er sú, að í langflestum tilvikum stafa erfið- leikar í sambandi við tengsl innan fjölskyldunnar. — Hér hefur einn starfsmaður með málefni fjölskyldunnar að gera, en starfsmönnum er skipt niður á hverfi, sem eru 3 innan höfuðborgasvæðisins. Það þýðir þó ekki, að við séum staðsett úti í þessum hverfum, því að nær öll starfsemi fer hér fram (Vonar- stræti 4). Við höfum aöeins eitt útibú sem er (Breiðholtinu. — Það er fyrst og fremst hlutverk okkar að aðstoöa þann, sem leitar til okkar, til þess að skapa honum möguleika á að standa i eigin fótum með þá tekju- öflunarmöguleika, sem hann hef- ur. Fjárhagsaðstoð veitum við ekki fyrr en fullreynt er, að skjólstæð- ingi okkar er ekki unnt að komast af án hennar. Það er algengt að fólki finnist sú hjálp, sem ekki er fjárhagslegs eðlis, lítils viröi. Þaö gerir sér ekki Ijóst, að fjárhagsað- stoð er oft aðeins til bráðabirgða. — Nú hef ég heyrt um fólk, sem telur sig þurfa á fjárhags- aðstoö að halda, en ekki fengið fyrirgreiðslu hér, gagnrýna hlut- verk stofnunarinnar og benda í því sambandi á þá hjálp, sem áfengis- sjúklingar fá hér. Hvað finnst þér um þessa gagnrýni? — Ég held, að þetta fólk gleyrrii því oft, aö áfengissjúklingar eru einstaklingar, sem algerlega hafa orðið undir í Kfsbaráttunni, ein- staklingar, sem vegna sjúkdóms síns eru ekki færir um að sjá sjálfum sér farborða. Áfengissjúkl- ingar eru oft á tiðum áberandi í okkar þjóðfélagi. Oft hafa þeir ekki í annað hús að venda, en okkar. IMÐ og það er misskilningur að viö sinnum eingöngu „stórum" vandamálum. Vandamál er t.d. 10 ára drengur byrjaður að reykja, og það er skylda okkar að hjálpa bæöi honum og foreldrum sé þess óskað. Hingað geta allir leitað, sem þurfa á aðstoð að halda, en við viljum benda þeim á að hringja fyrst og panta tíma til þess að losna við að bíða langtímum saman. Þaðeina, sem viðkomandi þarf að gera, þegar hann pantar tíma, er aö greina frá nafni, heimilisfangi og símanúmeri, til þess að hægt sé aö hringja f hann. ef ekki er unnt að taka á móti honum á tilteknum tíma. Það er Sævar Berg Guðbergs- son, yfirmaður fjöskyldudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur, sem þannig svarar spurningu Vik- unnar — Hvað er félagsmála- stofnunin? Og hann heldur áfram: — Þetta er þjónustustofnun undir stjórn félagsmálaráðs, þar sem markmiðið er að l(ta á fjölskylduna sem heild, en ekki á hvern einstakling hennar. Við lausn ein- staklingsvandamála, reynum við eftir því sem unnt er að draga fjölskylduna inn ( lausn þeirra. Jón Tynes, deiidarfuiitrúi. Steinunn Öiafsdóttir, fuiitrúi meö máiefni barna og ungbarna. 31. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.