Vikan - 29.07.1976, Blaðsíða 3
|5g
Á móti
eitur/yfjum
— Mér dettur í hug, þegar talað
er um gagnrýni, þegar ég ásamt
öðru ungu fólki tók þá afstöðu að
vera á móti eiturlyfjum. Okkur var
Ijóst, að hætta væri á, að eiturlyfja-
neysla yrði útbreidd hér, og því
vildum við koma því á framfæri við
fjölmiðla til þess að vara fólk við.
Við efndum til blaðamannafundar,
en hann mistókst eiginlega algjör-
lega, því að fjölmiðlar gerðu úr
þessu æsifréttir, því miður.
— Vmsir brugðust hinir verstu
við og kváðu okkur fara með dylgjur
einar, og skömmu síðar vorum við
bcðaðiráfund I Sigtúni af nokkrum
Þessi fat/egi stoll, sem Lolo situr i,
er gott dæml um heimili þeirra
Sævars. Stóllinn er keyptur erlendis
eins og reyndar mörg önnur hús-
gógn, sem prýða heimilið.
Viö reynum aiitaf aö iata hvort
öðru Hða vel. -
----------....
sú ómerkilegasta atvinna er að mínu
mati sú að gagnrýna verk annarra í
fjölmiðlum. Gagnrýnendur geta
komið mörgu góðu til leiðar, en
þegar þeir taka upp á því að fara í
gáfnaleik og þykjast hafa meira vit
en allir aðrir, þá er lítið varið í hana.
háskólastúdentum til þess að verja
mál okkar. Það var nánast litið á
okkur sem glæpamenn og við
spurðir spjörunum úr, og því var
haldiðfram, að lítil hætta væri á, að
eiturlyfjaneysla yrði algeng hér
vegna einangrunar landsins. Sem
sagt við vorum bara gagnrýndir,
og enginn vildi taka okkur trúan-
lega. En hvernig fór? Nú er eitur-
lyfjaneysla orðin vandamál hér á
landi, og daglega les maður um
hasssmygl í blöðunum. Ef til vill
hefði verið hægt að gera fyrirbyggj-
andi ráðstafanir, ef einhver hefði
viljað hlusta á okkur.
Nú setti Lóló plötu á fóninn, og
Jim Ijósmyndari bað hana og Sævar
að leyfa sér að taka myndir af þeim.
Jú, það var í lagi, og á meðan
Jim smellti af, spurði ég Sævar,
hvort ekki væru búið að fara allar
leiðir í tískunni, og hann áleit svo
— Það er ekki ýkja miklu hægt að
breyta úr því sem komið er. Síða
hárið er ekkert nútímafyrirbæri,
strákar eins og Hrafna-Flóki og Ing-
ólfur Arnarson höfðu líka sítt hár,
og það á eftir að komast aftur og
aftur I tísku.
Vanc/i að vera
saman
Lóló bauð upp á ýmislegt góm-
sætt, og eins og svo oft, þegar talið
berst að matargerð og öðrum heim-
ilisstörfum, var farið að tala um
jafnrétti og hlutverk hjónabandsins.
Þau Lóló og Sævar urðu sammála
um, að hjónabandið væri nauðsyn-
leg stofnun frá félagslegu sjónar-
miði, og að það mikilvægasta í lífinu
væri að njóta ástar og vinskapar.
— Svo langt sem ástarhugtakið
nær, er það undirstaða hjónabands-
ins ásamt gagnkvæmri virðingu.
Það er mikill vandi að vera saman,
búa saman og lifa saman, þvi að þá
reynir á samvinnuna og fórnfýsina,
ekki bara ástina.
— Fyrstu árum hjónabandsins
eyðir fólk oft i þrældóm til þess að
eignast hús og bíl, og á meðan
gleymist að lifa lífinu. Svo þegar
erfiðasta tímabilið er búið og tími til
kominn að slappa af, er orðið of
seint að breyta hlutunum. Við erum
kannski á góðri leið með að tortíma
sjálfum okkur í þessari endalausu
samkeppni. Það er mikill vandi að
vera öðru vísi en aðrir, þó að flestir
vilji það innst inni. Og enginn vill
verða undir í samkeppninni, og þess
vegna er unnið og unnið. Það liggur
við að fólk fórni sér fyrir hvað sem
er til þess að þera sem mest úr
þýtum.
Lóló er íþróttakennari og hetur
kennt íþróttir nokkra vetur Hvort
var draumurinn að verða flugfreyja
eða íþróttakennari?
— Mig dreymdi alltaf um að
verða íþróttakennari. Þegar ég kom
í fyrsta skipti inn í leikfimissal í 7
ára bekk, varð ég svo hrifin, að ég
31. TBL. V!!- AN 3