Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 10
En þýskum Ijósmyndara tókst að
ná þeim myndum sem hér birtast
þegar verið var að flytja einn
bílanna á milli staða. Dúkur, sem
huldj. bílinn fauk af og Ijósmyndar-
anum tókst einnig að ná mynd af
mælaborðinu. Eins og sjá má á
meðfylgjandi mynd er það smekk-
legt í útliti.
Fiesta er með framhjóladrifi og
mótorinn er þversum frammí.
Tvær mótorstærðir munu vera
hugsaðar í þennan bíl, en það eru
Eins og sjá má er mælaborðið
mjög fallegt og öllu haganlega
fyrir komið.
Þurrka er á afturhurðinni og
afturhi^rðin er stór, naer alveg
niður að afturstuðara.
V6 RENAULT
Renault, Peugeot í Frakklandi
og Volvo í Svíþjóð eiga í samein-
ingu vélaverksmiðju, sem fram-
leiðir meðal annars V 6 vélina, sem
er í 6 cyl. Volvonum, og Peugeot
504 6 cyl. Þessi vél virðist vera
nothæf í hvað sem er hvar sem er.
Í tveggja lítra flokknum í Evrópu-
keppninni í sportbílakappakstri
notar Renault Alpine þessa vél, og
2,2 lítra með turbo í heimsmeist-
arakeppnum í 6. flokki. í F.ll nota
ELF og MARTINI vélina 2 lítra án
turbo.
En það er ekki öll sagan sögð
enn, því nú er Renault búinn að
útfæra þessa sömu vél í F. I. Þar
er vélin boruð í 1,5 lítra og með
turbo. Toppsnúningur er hvorki
meira né minna en 11 þús.
snúningar á mín, en þá gefur vélin
510 hestöfl. En það ætti að kallast
all sæmilegur kraftur í 6 cyl. vél.
Renault hefur ekki í hyggju að
gera út F. i bíla í keppni, heldur er
meiningin að selja vélina í aöra
bila. Eitthvað eru LIGIER bílarnir,
sem bakkaðir eru upp af
MARTINI, nefndir í þessu sam-
bandi, og jafnvel TIRRELL er
sagður áhugasamur.
Derek Gardner yfirmaður
keppnisbílana hjá TIRRELL sagöi i
viðtali á ANDERSTORP brautinni í
Svíþjóð, að þessi 6 cyl. vél væri
góð á þeim brautum, sem mesti
hraðinn næðist á, en á brautum
með mörgum kröppum beygjum
væri hún ekki nógu snögg.
JEAN —PIERRE JABOUILLE
hefur undanfarría mánuði prufu-
keyrt vélina í Alpine A 500
formúla keppnisbíl. Gaman verður
að fylgjast með, hvernig þessi vél
kemur út í F.l. Ef hugsað er til
Ferrari 12 cyl. boxervélarinnar,
sem gefur mjög svipaða hestafla-
tölu, hlýtur 6 cyl. vélin að koma
betur út, að minnsta kosti hvað
þyngd snertir.
V 6 vélin frá Renault lætur litið yfir sér þótt aflið sé ofboðslegt.
Að sögn danska bílablaösins
Bilen eru þýsku Ford verksmiðj-
urnar að setja lítinn bíl á markað-
inn.
Bíll þessi hefur hlotið nafnið
Fiesta og mun Henry Ford II hafa
fundið nafnið. Áður hafði bílnum
verið gefið nafnið Bobcat en það
þótti ekki nógu gott. Gífurleg
leynd hefur hvílt yfir framleiðsl-
unni á Fiesta og reynst nær
ómögulegt að festa hann á filmu.
1100 cc, sem er um 45 hestöfl, og
1600 cc mótor, sem er S gerð og
Ghia. Fiesta er þriggja gíra og
afturhurðin er mjög stór að sjá.
Hvenær þessi bíll kemur til islands
er mér ekki kunnugt um að svo
stöddu...