Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 16.09.1976, Qupperneq 31

Vikan - 16.09.1976, Qupperneq 31
hún kaldhæðnislega, þegar friður ríkti fékk ég tvö pund á viku og var ánægð með það, en nú þegar er stríð fæ ég sjö pund. Við tökum þessu bara með ró. Ef þú þykist ætla að leita þér vinnu með hrygginn, eins og hann er, og gijjt í ofanálag, þá er mér að mæta. — Eitthvað verð ég að gera, það er þó stríð og allt það. — Vitleysa. Er stríðið kannski þér að kenna? Faðirinn reyndi að létta Rósu húsverkin og hafði alltaf tilbúinn bolla af heitu tei handa henni, þegar hún kom heim á kvöldin. Rósa fann til tómleika, sem hún ekki gat afneitað. Einn dag hitti hún konu Georgs með litla fjögurra ára stúlku. Hún stöðvaði þær. Konan var óvinsamleg og fráhrindandi, en Rósa flýtti sér að segja að sig langaði til að vita hvernig Georg hefði það. — Nokkuð vel eftir atvikum. Hann er í Afriku,. Hún hélt telpukorninu þétt að sér meðan hún talaði eins og til að leita stuðnings. Rósa fann tár koma fram i augun. Konurnar stóðu þöglar á gang- stéttinni um stund, svo sagði Rósa: — Það hlýtur að vera mjög erfitt fyrir þig. — Því lýkur vei einn daginn — þegar þeir hætta í stríðsleiknum, svaraði hin þurrlega, og Rósa brosti af meðaumkvun. Og allt í einu voru þær ekki óvinir lengur þessar tvær konur. — Líttu inn einhvern daginn, sagði kona Georgs hægt, og Rósa flýtti sér að svara: — Þakka þér fyrir. það geri ég gjarna. Þar með varð það föst venja. að Rósa kæmi í ibúðina, sem eitt sinn var lienni ætluð. Hún fór þangað aðallega vegna litlu telp- unnar. Jill, Oft spurði hún sjálfa sig: Gerði ég rangt forðum? Hefði ég átt að giflast Georg þrátt fyrir allt? En hún vissi vel, að slíkar spurningar voru lilgangslausar. Hún hefði ekki getað breytt öðruvísi en hún gerði. Tíminn leið og hún var að verða þritug, og þegar hún skoðaði sig í spegli. fann hún til hræðslu, sem hún gal ekki skýrt. Hún var óþarflega horuð. með liflaust hár og alvar- leg, djúp augu. — Það er af því að ég vinn svo mikið, sagði hún til að hughreysta sjálfa sig. Of lítill svefn liefur lika sitt að segja. Svo er það loftið i verksmiðjunni... þetta skánar. þegar stríðinu lýkur. Einhvern veginn varð hún að /^oyal KOLDU /Au.,-1 búðingarnir ERU BRAGÐGÖÐIR MATREIÐSLAN AUÐVELD Fjórar bragðtegundir: Súkkulaði Vanillu Karamallu Hindberja Ttl «ölu t flestum matvöruverzJunum londsma. Samkeppni um pijónaðar og heklaðar flíkur 40 verðlaun íboði Ullarverksmiðjan Gefjun auglýsir eftir prjónuóum og hekluóum flíkum fyrir næsta hefti af prjónabókinni Elínu. GREIÐSLA: Um 40 uppskriftir veróa keyptar til birtingar. Greiddar veröa allt aö 25 þúsund krónur fyrir meiri háttar uppskrift og allt aö 15 þúsund krónur fyrir minni háttar uppskrift. SAMKEPPNISREGLUR: Fltkurnar eiga aö vera á börn, unglinga og fulloröna. Handprjónaöar, vélprjónaöar eöa heklaöar. Einnig hvers konar prjón eöa hekl til heimilisnota eöa heimilisprýöi. I bókinni veröa fltkur úr öllum tegundum Gefjunargarns. Eftirtaldar tegundir eru framleiddar: Grilon Merino, fínt ' , gróft , eingirni Golfgarn Dralon Baby garn Sportgarn S - Kambgarn Grilon - garn Gefjunar ullin Super Wash Grettisgarn Loöband, einfalt, tvöfait, þrefalt. Hespulopi Plötulopi. Senda skal tillögur greinilega merktar dulnefni til Auglýsinga- deildar Sambandsins, Sambandshúsinu Reykjavík, fyrir 31. jan. 1977. Tillögum fylgi nafn og heimilisfang sendanda í lokuöu umslagi, merktu sama dulnefni. í sama umslagi skal fylgja uppskrift af flíkinni í þremur stæröum. Æskilegt er aö uppskriftir séu útfæröar samkvæmt sérstökum leiöbeiningum sem fást á öllum helstu útsölustööum Gefjunargarns. Allar nánari upplýsingar gefur Gunnsteinn Karlsson, sími 28200. Dómnefnd lýkur störfum þ. 15. feb. 1977. Þær flíkur, sem ekki veröa keyptar veröa endursendar. ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN PRJÓNABÓKIN ELÍN 38. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.