Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 42

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 42
FJÖL- BREYTNI í FISK- RÉTTUM TÓMATFISKUR. ca. 500 gr fiskur t.d. ýsa, þorskur eða rauðspretta salt, pipar safi úr 1 /2 sítrónu smjör eða smjörlíki 1 dós tómatsúpa dill lítil dós af kræklingi Stráið salti, pipar og sítrónusafa á fiskinn og rúllið upp í rúllur. Best er að nota rauðsprettuflök. Setjið í smurt eldfast form og setjið nokkra smjörbita ofan á fiskinn. Hellið óblandaðri tómatsúpu y-fir fiskinn. Látið vera í ofninum við 225° í ca. 20 minútur. Hitið kræklinginn upp í eigin soði og notið þegar rétturinn er borinn fram. Skreytið með nýju dilli sé það til, eða notið þurrkað dill. Berið fram með soðnum kartöfl- um og nýju brauði. DRÖFN RuæsrvEir HUSMÆÐRAKENNARI FISKPANNA. Góður réttur til þess að nýta soðna afganga frá deginum áður. Látið 2 lauka krauma í smjöri eða smjörlíki á pönnu án þess að brúnast. Látið síðan 2 tómata krauma með rétt áður en laukur- inn er tilbúinn. Setjið síðan fiskinn saman við og látið hann hitna. Séu til afgangar af kartöflum eru þær látnar krauma með. Einnig er ágætt að láta dálítið af smáttþrytj- uðum sýrðum agúrkum krauma með. Kreistið sítrónusafa yfir. Þegar allt er orðið heitt er 4 sundurslegnum eggjum hellt yfir (setjið 4 msk. af vatni saman við ásamt ögn af salti og pipar og 1 tsk. af dilli). Dragið gaffal nokkr- um sinnum með pönnunni meðan eggjamassinn stífnar og jafnast. FISKBAKSTUR. 300 gr ýsuflök 4 eggjarauður 100 gr smjör eða smjörlíki 3 dl rjómabland 2 msk. salt 1 /2 tsk. hvítur pipar ögn af cayennapipar 4 eggjahvítur Sósa: 1 1/2 msk. smjör eða smjörlíki 1 1/2 msk. hveiti 3 dl fisksoð 1 dl rjómi salt, hvítur pipar 300 gr rækjur nokkrir dropar af sítrónusafa. Hakkið fiskinn 2—3 sinnum og látið farsið vera á köldum stað um stund. Eggjarauðurnar settar saman við ein í senn og hrært vel í. Hellið síðan bráðnu og kældu smjörinu saman við og hrærið kröftuglega (gjarnan í hræri- vél). Kryddið með salti, pipar og cayenna. Stífþeytið nú eggjahvít- urnar og skerið þær saman við með sleikju. Hellið í smurt form og fyllið að 3/4. Breiðið álpappír yfir og sjóðið í vatnsþaði í ofninum við 200° í 50 mínútur. Berið strax fram með laussoðnum hrísgrjónum og hellið hluta af sósunni yfir. Afgang- urinn er borinn fram með í skál. Sósan er búin til á venjulegan hátt, kryddið með salti og pipar og látin sjóða í nokkrar mínútur. Þá eru rækjurnar settar saman við og þær látnar hitna. Kryddið með sítrónusafa og eftir yðar smekk. 42 VIKAN 38. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.