Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 12

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 12
\ Linguaph Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hef ur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RET-T og ÞU getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aö læra. FALLHLlFARSTÖKK. Nú sýður upp úr minni andlegu ruslafötu. Þú snýrð út úr öllu, sem ég skrifaogspyrum. Ég er ekkert löt. Ég náði landsprófi með glæsibrag og fer meira að segja i menntó næsta vetur. En ég vil samt fá að vita, hvað það kostar að læra fallhlífarstökkog hvað maður má vera ungur. Hefureinhversagtþér, að þú værir pínulítið leiðinlegur? Ef ekki, þá skrifa ég nú: ,,Þú ert ekkert ofsalega skemmtilegur”. En til þess að blíðka þig svolitið og tryggja bréfinu sess á siðunni, sendi ég þér frumsamda vísu: ÞESSI ÞÁTTUR BLAÐINU f ÞYKIR MÖRGUM GÖÐUR EFHANN EKKI FYLGDI ÞVÍ YRÐI MARGUR ÓÐUR. Svo minni ég þig á gítarþáttinn, skiptir engu með Æskuna. Sbr. Pósturinn, Vikan- Alvitur, Heimilis- Timinn. Bless elskan. Ó.Ó.Ö. Sennilega hefur þinni ,,andlegu ruslafötu' ’ ekki UðiS sem best þegar þú skrifaðir þetta bréf til Póstsins. Þegar Pósturinn svaraði þér á dögunum var hann alls ekki að snúa út úr fyrir þér. Ertu alveg viss um að ÞÚ sért ekki að reyna að snúa út úr fyrir Póstinum? I svarinu sagði , að EF þú féllir, vceri það aðeins af leti en ekki vegna þess að þig skorti hatfileika til náms. Sú skoðun Póstsins virðist svo sannarlega hafa verið á rökum byggð fyrst þú náðir svo landsprófinu með glæsibrag. Þakka þér fyrir þessa ágœtu vísu, ef þú átt fleiri slíkar er þér alveg óhætt að senda Póstinum þær við tækifæri. Nákvæmar upplýsingar um fall- hlífa ttökk virtust ekki auðfengnar og mun skýringin sú að þegar þetta er skrifað standa yfir sumarleyfi starfsmanna stofnana. Þvt telur Pósturinn rökréttast að ráðleggja þér að hringja sjálf og sækja um inngöngu í næsta námskeið í fallhlífarstökki og biðja þá um allar frekari upplýsingar. Eiríkur Krist- insson, starfsmaður hjá flugmála- stjórn, hefur stjórnað námskeiðum í þessari grein, stmi 17430. Nei, aldrei rekur Póstinn minni til að pennavinir hans hafi gert sig seka um þann dólgshátt að segja hann leiðinlegan. Hins vegar mun það heldur ekki hafa verið talið meginhlutverk hans að reyta af sér brandara. Hugmyndin um gítarþáttinn er í athugun sem fyrr sagði. Ekki getur Pósturinn greint nokkuð, sem mæl- ir með því að Vikan fari að líkja blindandi eftir öðrum blöðum. Til að fyrirbyggja allan misskilning skal það tekið fram, að Pósturinn er áratugum eldri en Alvitur kollegi hans. PERSÓNULEIKAPRÓF OG PENNAVINIR. Komdu nú sæll! Ég vona, að ykkur líði vel þarna á Vikunni. Af hverju í and... (afsakið) ...hættuð þið með persónuleika- prófin? Þau voru svo fjandi klár. Og af hverju getið þið ekki komið með gítarþátt, þó Æskan sé með gitar- þátt?? Æskan kemur nú ekki út nema mánaðarlega! Heyrðu! Get- urðu látið mig fá utanáskrift ein- hvers blaðs í Englandi með penna- vinadálk? Þegar maður skrifar blöð- unum sko, þarf þá að skrifa á ensku? Jæja, þá er það sígilda romsan:.. hvernig er skriftin hvað lestu úr henni hvað heldurðu að ég sé gömul??? Geta stelpur ekki orðið messar á skipum? Bless, bless. Stínasnuð Þakka þér fyrir bréfið Stína, en einhvers misskilnings gætir þó hjá þér varðandi efni Vikunnar. Hver hefur til dæmis sagt þér, að Vikan væri hætt að birta persónuleika- próf? Það er mesti misskilningur, en hitt skal viðurkennt, að undan- farið hefur verið mun minna af þeim í blaðinu en var á rimabili. Þetta með gítarþátt verður tekið til athugunar. Ef þú kannt helstu gítargripin og önnur undirstöðu- atriðigítarleiks, þ.e.a.s. svona rútu- hílagítarleiks, þá gætir þú kannski haft einhver not af gítarþættinum, sem er reglulega í sunnudagsblaði Þjóðviljans. Ef þig langar að eignast enskan pennavin, ráðleggur Pðsturinn þér að skrifa til: Woman, clo IPC Magazines Ltd., King's Reach Tower, Stamford Street, London

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.