Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 33

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 33
sykurkerinu og fýr að hræra í bollanum. Höndin skalf. svo að teskeiðin glamraði í bollanum. — Eg kem aftur, sagði hann og fór út. Hann ætlaði að fá einlivern til að taia um fyrir henni. En nú var enginn fyrir utan lengur, allir voru farnir að liinum brennandi húsunum. Eftir ofur- litið hik ákvað hann, að hann gæti allt eins komið til baka seinna, það leit út fyrir að hún bjargaði sér. Hann hjálpaði til í rústum húsanna langt fram á kvöld og var svo á heimleið, þegar honum datt skyndilega i hug stúlkan í kjallaranum. Hvað sk.vldi hún vera að gera? Átti hann að skipta sér af henni. Hann hafði ekki farið úr fötunum í margar nætur, var út- keyrður, sveittur og illa til reika. En hann tók sig á og og fór aftur til kjallaraholunnar. Dauft ljós var í glugganum, og þegar hann kíkti inn, sá. hann, að á boröinu stóðu tvö kertaljós. Hún sat við sauma. Nei, nú gengur fram af mér... hugsaði hann og fór inn. Hún var að stoppa í sokka. Hann gekk til hennar og sagði '• — Ég kom til að sjá, hvernig þér liði — Bærilega, þakka þér fyrir. Það var tryllingsglampi í augunum, og hún skalf eins og gamalmenni. — Hvað ertu að gera? spurði hann. — Hvað heldur þú? spurði hún stuttlega. Svo skoðaði hún sokkinn undrandi og seig svo saman. — Þetta eru sokkar föður þins, er þaö ekki? spurði hann varlega og hún leit ergileg á hann og byrjaði að gráta. Loksins, hugsaði hann. þetta er gott f.vrir hana. llann tók utan um hana og hallaði henni að sér. — Svona, svona, sagði hann. Taktu það rólega. þelta lagast. Hún grét ekki lengi. Allt í einu reisti hún sig upp. þerraði tárin og sagði: — Uss, það gagnar ekki að vola. Rödd hennar var næstum eðlileg. — Við getum alveg eins fengið okkur tebolla, sagði hún. Þau drukku þegjandi, og kertaljósin köstuðu löngum skuggum unt her- bergið. Hann virti hana fyrir sér með forvitni, það var eitthvað i fari hennar sem hann áttaði sig ekki á. Lítil og hugrökk sat hún í rústum heimilis síns og starði fram fyrir sig döprum augum, Honum fannst hún ekki beint lagleg, ekki ófríð heldur. Eins og allir, sem bjuggu i stórborg á stríðstímum, vissi hann hvernig taugaáfall var. Hann áttaði sig þó ekki vel á ástandi Rósu, en vissi, að eitthvað var að, jafnvel þótt hún virtist eðlileg. llann stakk upp á því við hana, að hún sofnaði um stund. — Eg þarf að fara snemma á fætur til vinnu, sagði hún. Ég er á morgunvakt. — Jæja, eins og þú vilt, sagði hann og hugsaði með sér, að ef til vill væri best f.vrir hana. ef hún gæti unnið og gleymt. Hann yfir- gaf hana og fór heint til að fá sjálfur sinn svefn. Hann kom til baka næsta kvöld og bjóst hálfpartinn við að finna staðinn yfirgefinn. En hún sat við eldhúsborðið með hendur í kjöltu, kertaljósin loguðu á borðinu, hún starði á vegginn. Það var snyrtilegt í íbúðinni, hvert ryk- korn hafði verið þurrkað burt. Sprungan í loftinu hafði stækkað. — Hefur nokkur komið hingað? spurði hann. — O, bara einhver slettireka, sem sagði. að ég yrði að flytja burtu. svaraði hún treglega. — Þeir hafa nú rétt fyrir sér. — Eg verð hér, sagði hún þrjöskulega, en gætti þó hræðslu í röddinni. Enginn fær mig til að flytja héðan. Hann reyndi að brosa hug- hreystandi til hennar. Framhald í næsta blaði. Esjuberg er í leiðinni Landsmenn lítið inn á Esjubergi. Við bjóðum allt frá ódýrum smáréttum upp í glæsilegar stórsteikur. Veitingabúö Cafeteria SuÖurlandsbraut2 Simi 82200 BINNI & I INNI 38. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.