Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 27

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 27
Ásta: Jú, maður á alltaf að vera góður við þá, sem eiga bágt. Hjalti: Ég vil endilega tala um skattamálin, því að mér eru þau mjög ofarlega í huga. Mér finnst það andskoti hart, að við bæði hjónin þurfum að vinna myrkranna á milli á meðan endarnir ná yfirleitt ekki saman, því að við eigum varla fyrir bensíni á bílinn til að komast hingað upp I Breiðholt. Við borg- um á þriðja hundrað þúsund I skatta, og þó var ég I fullu námi síðastliðið ár. Maður vinnur oft langt fram á nótt og samt rétt skrimtir maður. Ásta: Það þarf að kaupa svefn- pillur handa Hjalta. Hjalti: Þetta er ekkert grín, maður er að þræla sér út á meðan einhverjir vitleysingar úti I bæ lifa luxuslífi og borga minni skatta en við. Annars hef ég ekkert S móti því að fólk borgi háa skatta, svo lengi sem allir borga jafnt. Ásta: Það endar bara með því, að maður fer að svindla eins og hinir. Hjalti: Já, það endar með því. Maður burðast við að vera sam- viskusamur og borga rétta skatta til að byrja með, en svo verður maður svo svekktur, að það getur alveg farið svo, að maður fari bara að svindla. Ásta: Nei, maðurá bara að hætta að vinna hjá ríkinu, þvl að þar eru allar tekjur gefnar upp. — Hver er hugsjón þín I lífinu, Hjalti? Hjalti: Að geta búið á sem flestum stöðum og kynnst mönnum og mál- efnum. Ég vil forðast að festa mig Hjaltt: Það er andskoti hart að þurfa að vinna myrkranna á milli og eiga svo varla fynr bensíni á bílinn sinn. þvl að koma þeim inn á einhvern bás, sem þau eiga erfitt með að komast út úr. Ég læt ekki skíra börnin mín. Hjalti: Heldurðu, að við séum ekki búin að segja nóg til þess að fylla eina slðu I Vikunni? Annars get ég ekki stillt mig um að kvarta, ég kemst varla að fyrir Ástu, hún Hjalti: Eg er kominn með sigg á rassinn... Eg er búinn að pakka niður í tósku.... Ásta: Fðlkið veit hvað það hefur og hrœðist breytingarnar. Það stendur bœttu þjóðfélagi fyrir þrifum. of mikið I sessi og verða gróinn á einum stað. Ásta: Naumast að þú ert hátlð- legur! Hjalti: Maður má aldrei var skáldlegur þá... Ásta: Já, eiginlega ætti maður bara að búa I hjólhýsi, þá væri hægt að ferðast sem mest og dvelja á sem flestum stöðum. Hjalti: Já, einhvers staðar annars staðar en I Reykjavík, það er leiðinlegasti staður I hcimi. Ég er búinn að pakka niður I tösku, ég bíð bara eftir þvl að fá tækifæri til þess að flytja. — Er ekki eitthvað, sem ykkur liggur mikið á hjarta? Ásta: Ungt fólk er alltof hrætt við að standa við skoðanir slnar, það lætur eldra fólkið stjórna sér. Ég nefni þetta I sambandi við skírn ungra barna. Hjalti var nefnilega að láta skíra hjá sér um daginn. Ef það er eitthvað, sem mér finnst mjög óréttlátt, þá er það að taka ómálga börn og setja þau I einhvern söfnuð, án þess að þau geti mótmælt, og eiga slðar erfitt með að segja sig úr. Það verður að leyfa fólki að ráða þvl sjálft hverju það vill trúa og I hvaða söfnuði það vill vera, þegar það hefur vit og þroska til. Það er ekki það, að ég vilji börnunum neitt illt, ég vil þeim vel með þessu. Það er frekar að maður geri þeim illt með blaðrar svo mikið. Mér finnst að þú ættir að taka sérviðtal við mig seinna. En ef þið viljið að Vikan seljist, þá legg ég til, að það verði birt mynd af Ástu með lokuð augun á forsíðunni. — Hvað ætlarðu að gera I framtíðinni, Ásta? Ásta: Ég sé nú ekki fram úr vandamálum dagsins I dag, ég er nefnilega að reyna að gera Ibúðina mlna I stand, hún er núna tilbúin undir tréverk. Ég get ekki hugsað um mikið annað á meðan. Jú ég er búin að ákveða næsta vetur, ég ætla að kenna I Fiskvinnsluskólanum Hjalti: Og ég I Kvennaskólanum. Og ég er llka I vandræðum með mlna íbúð. Ég vil endilega, að þú komir því á framfæri, að ef það er einhver, sem vill gefa mér fyrir teppi á stofuna, þá yrði ég mjög ánægður. Ásta: Já, mig vantar llka fyrir teppi. Ég gæti jafnvel notað teppa- búta og afganga. Það er alveg nausynlegt að hafa teppi á gólfun- um I blokkarlbúð til þess að draga úr alls konar hljóðum úr Ibúðunum fyrir ofan og neðan. Hjalti: Það er alveg ómögulegt að einbeita sérað lestri, þegar útvarpið á neðri hæðinni er á fullu. Stund- um hef ég verið vakinn eldsnemma á morgnana við Pétur Pétursson I þrumustuði og tvisvar við messu á sunnudagsmorgnum. Ég bara verð að fá teppi. Maður á að fara burtu úr Reykjavík, þessu bölvaða skíta- bæli. Ég cr að verða vitlaus hérna, I einu orði sagt. Ásta: Ég sé ekki fram á, að ég hafi nokkurn tlma á næstunni til þess að Ijúka B.A. prófi I þjóð- félagsfræðinni. Þegar komið er út I framkvæmdaiðuna, þá kemst mað- ur seint út úr henni aftur. En ég þarf sjálfsagt ekkert að klára þetta nám mitt. Ég gæti trúað því, að ég hcfði aldrei fengið svona góða vinnu, ef ég hefði klárað námið. Ég er líklega betur sett með að hafa hætt. Mér fannst það gott hjá einum kennara minum, þegar hann spurði mig, hvort það hefði virki- lega tekið mig þrjú ár að átta mig á þvi, hvað þjóðfélagsfræðin væri mikið ,,blurp”. Hjalti: Ég sé eftir þvl núna að hafa ekki farið I trésmíði. Ég er kominn með sigg á rassinn eftir að hafa setið svona mikið undanfarin ár. Ásta: Það þýðir ekkert annað en að vera iðnaðarmaður. Allt annað er bara bölvuð þvæla. Maður á að fara I iðn, þá kemst maður ágætlega áfram, sleppur við skatta og guð veit hvað. Hjalti: Það er nóg til af þessu menntafólki. Ásta: Það er líka aumt lif. Hjalti: Við þurfum að gera 38. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.