Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 28

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 28
byltingu, það er það eina sem dugir. Ásta: Æ, maður verður alveg eins og hinir. Eftir 20 ár verður Hjalti orðinn dagskrárstjóri hjá útvarpinu og sér um einn og einn menningar- þátt, og ég verð . með óskalög sjúklinga. Hjalti: Mig hefur oft langað til þess að fara í guðfraeðina. Það er svo þægilcgt að vera prestur úti á landi, vera með bú og messa annað slagið, rólegt og gott. Ásta: Það er nú algert letilíf að vera prestur úti á landi. Það er þó verst, þegar einhver hrekkur upp af, þá þurfa þeir að jarða, og það kannski í miðri viku. Hjalti: Jæja, ertu ekki búin að tala alveg nógu lengi við okkur? Ég nenni þessu ekki. — Jú, en áður en við hættum alveg, þá hljótið þið að geta sagt mér frá einhverju, sem þið gerið ykkur til skemmtunar, þegar þið hafið tíma? Ásta: Hjalti syngur alveg eins og engill og semur gullfalleg lög við góð ljóð. Hann hefur undanfarið sungið ásamt danskri stúlku frum- samin lög við texta Steins Steinars og annarra snillinga. Það var ég, sem fékk að ráða því, að hann söng í þættinum okkar um daginn, og svo er hann með hestadellu. Hjalti: Ásta situr heima á kvöldin og heklar og bróderar og er ægilega myndarleg. Ásta: Húsmóðursstörfin eru mín tómstundavinna. Hjalti: Ég hef líka verið að vinna með ungu fólki hjá Æskulýðsráði. Það er stundum gaman og stundum mannskemmandi. Ég hef unnið svo mikið undanfarin ár, og mér líður orðið eins og sprunginni blöðru. Ég ætla að klára skólann I vetur, þá fer þetta kannski að lagast. — Að lokum: Bæði: Ekkert, akkúrat ekkert. Við skulum kaupa Vikuna, þegar þetta viðtal kemur. Á.K. Blóm og gjafavörur í miklu úrvali Skreytum vió öll tækifæri Blómabúöin DÖGG Álfheimar6 sími33978 Reykjavíkurveg 60 sími 53848 - Af hverju getur hann ekki ýlfrað eins og aörir hundar? 28 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.