Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 37

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 37
hvers vegna, stóð hann upp og gekk í humátt til svefnvagnsins I gang- inum stöðvaði einkennisklæddur varðmaður hann. — Þér getið ekki farið þarna inn, sagði hann. — Já, en klefinn minn er hérna. — Þér getið ekki farið inn núna, endurtók vörðurinn. — Hefur eitthvað komið fyrir? Hann hristi aðeins höfuðið og vildi ekkert segja. f hinum enda gangsins kom Adam auga á lestarvörðinn. Hann sagði nokkur orð við vörðinn, sem vék þá strax til hliðar. — Þér getið komið inn núna, sagði Iestarvörðurinn. — Hvað gengur á? spurði Adam. — Þetta er átakanlegt, mjög átakanlegt, tautaði lestarvörðurinn og strauk skeggið taugaóstyrkur. Adam fann, að lestin hægði ferðina. — Stoppum við? spurði hanr.. — Vissulega. Gjörið svo vel að koma með mér. Adam fylgdist með inn á svefn- vagnsganginn. Duvec stóð við opn- ar dyrnar að klefa sínum og grét ákaft. Rétt fyrir aftan hann stóðu tveir verðir og héldu óbreyttum hermanni, klæddum krumpuðum og óhreitium einkennisbúningi. Duvec sneri sér undan og hallaði sér þungt mót veggnum. Hann tautaði eitthvað fyrir munni sér og sló sig krepptum hnefa í ennið. Adam leit inn í klefa Duvecs. Hann var viðbúinn því sem hann sá, en þó það kæmi honum ekki á óvart, var það óhugnanleg sjón, Frú Duvec lá á gólfinu, einkennilega snúin í þröngum klefanum. Hnífs- skaft, sennilega á bréfahnífi stóð út úr brjósti hennar. Lestin hafði stöðvast. Þegar Adam snéri frá klefanum, var algjörlega hljótt, nema hvað ekka- sog heyrðust frá Duvec. Lestarvörðurinn tók um hand- legginn á Adam. — Ég held, að best sé, að þér fari aftur til sætis yðar. Ég hefi haft samband við lögregluna í Sesana og við neyð- umst til að bíða þeirra. — Auðvitað, samsinnti Adam, — en hvernig gerðist þetta? — Það var þessi hermaður. Hann hefur reiknað með, að allir farþegarnir héðan væru í matar- vagninum og þess vegna farið hingað til að hnupla. Þegar hann rakst á frú Duvec hlýtur hann að hafa misst stjórn á sér. Lestarvörð- urinn yppti öxlum i uppgjöf. — Þetta er óskaplega hörmulegt. Hermaðurinn skildi greinilega eitthvað af umræðunum, og augu hans voru stór og skelfingu lostin. — Nei, nei! hrópaði hann, og orðin streymdu af vörum hans. Adam skildi ekki eitt orð. — Hann staðhæfir, að hann sé saklaus, sagði lestarvörðurinn þurr- lega. — Það var svo sem við því að búast. — Hann lýgur, sagði Duvec hásum rómi. — Hann hefur myrt konuna mina og skal fá að deyja fyrir. — Það er enginn vafi á því, að hann er sekur, samsinnti lestarvörð- urinn. — Við getum nú fljótlega slegið þvi föstu. Kona yðar var á lífi, þegar þér fóruð frá henni? -— Já, auðvitað, sagði Duvec og byrjaði að snöktq aftur. — Við rifumst eins og kjánar, og ég var fokreiður, þegar ég yfirgaf hana, en hún var jafn lifandi eins og þú og ég. Hann gaut augunum til Adams, eins og hann væri fyrst núna að taka eftir nærveru hans. =— Þér heyrðuð, að við ræddum saman? — Já, það gerði ég, svaraði Adam. Lestarvörðurinn yppti öxlum. — Þar höfum við sönnun fyrir því, að hún var á lífi, þegar Duvec fór. Hermaðurinn hefur viðurkennt, að hann fór inn í klefann, en annað þvertekur hann fyrir. — Hvað hefur hann eiginlega sagt? spurði Adam. — Hann fullyrðir, að frú Duvec hafi þegar verið látin. Það er ástæðan til að hann reyndi að flýja. — Hver stöðvað hann? — Ég setti vörð hér meðan ég var að skipta farþegunum niður, sem komu í lestina I Zagreb. Þar koma nefnilega margir farþegar í lestina. Þessi vagn er næstum alltaf tómur, þegar matur er framreiddur, og ég var tortrygginn út í hermennina. Vörðurinn segist hafa séð hermann- inn hörfa út úr klefa Duvecs, og þegar hann hrópaði, reyndi her- maðurinn að flýja til baka til þriðja farrýmis. Sem betur fer tókst verðinum að stöðva hann. — Hver á hnífinn sem var notaður? spurði Adam. — Lestarvörðurinn snéri sér að Duvec, sem sagði: — Þetta er bréfahnífur konunnar minnar. Það er möguleiki á því, að hún hafi verið að nota hann, þegar hermað- urinn kom inn. — Það er greinilegt, sagði lestar- vörðurinn. — Við skulum fá hann til að segja sannleikann, allan sannleikan. Skyndilega rak hermaðurinn upp öskur og sleit sig lausan frá vörðunum. Hann hljóp niður eftir ganginum, skaust í gegnum dyrnar og hvarf. Verðirnir brugðu við og ruku á eftir honum. Duvec hrópaði: — Látið ekki morðingjann sleppa! Lestarvörðurinn lét ekki raska ró sinni. — Hann kemst ekki af lestinni, sagði hann. — Vagndyr- unum er læst utanfrá, ég sá strax um það. Verið viss — hann verður tekinn. Adam starði á Duvec og lestar- vörðinn, hrukkurnar á enninu urðu dýpri. Svo sagði hann: Hafið mig afsakaðan — og fór inn í klefann sinn. Hann settist og kveikti I pípunni. Einhvers staðar var veikur hlekk- ur, það var hann sannfærður um. En hvernig átti hann að átta sig á því? Hann teygði úr fótunum og hallaði sér aftur í sætið. Hann tottaði pípuna og reyndi að rifja upp allt sem skeð hafði síðan Austurlandahraðlestin fór frá Trieste. Hann rifjaði upp öll smá- atriði, sem hann gat munað, og skoðaði þau frá öllum hliðum hvert gegn öðru í örvæntingarfullri til- raun til að reyna að skýra þetta einkennilega hugboð, sem hann hafði fengið. Lestarvörðurinn barði dyra tíu mínútum síðar. — Nú höfum við fundið hann, sagði hann. — Hann reyndi að dyljast í flutningavagn- inum. Adam stóð upp, sló öskuna úr pípunni og sagði: — Það er fínt, — en þið hafið handtekið rangan mann. — Rangan mann? Það er ekki mögulegt! Hann sem reyndi að flýja, það er næg sönnun fyrir sekt hans. — Bull og vitleysa, hann er hreinlega viti sínu fjær. Látið alla koma hingað inn, þá skal ég benda á morðingjann, sagði Adam og var sjálfur hissa á hve öruggur hann var. Lestarvörðurinn rétti úr sér. — Þér megið ekki glcyma, að þetta er lögreglumál. — Nei alls ekki. En það lítur ekki vel út, ef þér hafið handtekið rangan mann. Lestarvörðurinn klóraði skeggið. — nú- jæja, sagði hann loks. — En hreinskilnislega sagt, þá held ég ekki, að ég sé á rangri leið. — Við sjáum hvað setur, sagði Adam. Tveir verðir komu með her- manninn eftir ganginum. Adam sá nú, að þetta var ungur piltur, varla meira en átján ára.sterklega vaxinn og með stór, örvæntingarfull augu. Það var eins og hann hefði sætt sig við örlögin. Duvec, sem enn var í frakkanum, stóð innst í ganginum og strauk sér um andlitið við og við. Adam beið 1 klefadyrunum. Honum á vinstri hönd stóðu verð- irnir með hermanninn og til hægri Duvec og lestarvörðurinn. Þeir horfðu allir á hann. — Þessi hermaður hefur ekki drepið frú Duvec, sagði Adam rólega. — Hvað vitið þér um það? hrópaði Duvec. — Það fáið þér að vita, ef þér viljið hlusta. — Ég vil ekki hlusta á eitt eða neitt, þér eruð ekkert yfirvald hér. — Hægan nú! sagði lestarvuið- urinn snöggt. — Ég ber ábyrgð á

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.