Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 32

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 32
þreytt og slitin. Hún dróst áfram eftir gangstéttinni og var að hugsa um, að líklega hefði hún gleymt að kaupa þeim eitthvað i kvöldmatinn. Þegar hún kom fyrir hornið á götunni sinni fékk hún hugboð unt að ekki væri allt með felldu, það var eitthvað öðruvísi en það átti að véra... Hún hafði ekki villst, framundan voru rústir, hún þvingaði sig áfram, Dálítill h,gpur fólks stóð og starði á rústir heimilis þeirra. — Hvar er pabbi? spurði hún æst.Hvar er hann? Ungur maður kom til hennar og sagði: — Takið það rólega ungfrú,. Hann lagði höndina á öxl hennar. Bjugguð þér hér? Ég held, að faðir yðar hafi farið með. Hún starði vantrúuð á hann. — Hvaö hefur verið gert við hann.’ — Þeir tóku hann með sér. ungfrú. Hún stóð um stund við niðurganginn að kjallaranum. Hurðin hékk á lömunum, en rúðurnar voru heilar. Hún tiplaði yfir rústirnar og gekk niður. — Halló! hrópaði einhver eftir henni, þér getið ekki farið þarna niður! Hún svaraði ekki, tók bara í hurðina og gekk inn. Ibúðin var eins og hún hafði alltaf verið, nema hvað allir smáhlutirnir á ofnhillunni hiifðu hrunið niður á gólf. I skininu frá eldinum hand- an götunnar. sá hún til að tína upp smáhluti og laga aöeins til. Skyndilega heyrði hún rödd úr dyragættinni: — Þér getið ekki verið hér! Þetta var ungi maðurinn, sem hafði talað við hana á götunni. — Nú, já, hvers vegna ekki? ansaði hún þrákelknislega. Ilún leit upp í loftið. Pússning og ryk sallaðist frá stórri sprungu. En á stónni stóð teketillinn , og það sauð á honum. — Ég held, aö það sé allt i lagi, sagði hún, Lítið á, gasið hefur ekki farið af, svo að ástandið er varla svo hættulegt. — Allur þungi hússins hvílir nú á loftinu hérna, sagði maðurinn efablandinn. — Ilúsið hefur nú alltaf veriö fyrir ofan okkur, sagði hún og brosti. Þetta konti illa við hann, honum fannst þetta ekkert til að hlæja að. — Allt er eins og áður, sagði hún. Én andlit hennar titraði, það var eins og allir vöðvar væru spenntir til hins ýtrasta. — Þetta er hættulegt, mótmælti hann. Hún leit i kringum sig. Eldhúsið var næstum því óbreytt. Búsáhöldin stóðu á sínutn stað. og á borðinu var dúkur, sem móðir hennar hafði saumað. Henni fannst hún vera örugg aftur. hér var heimili hennar. Hún tók teketilinn og fór að laga te. — Má bjóða tebolla? spurði hún hæversklega. Hann starði á hana og vissi ekki hvað gera skyldi. Hún blés múrryk af borðinu og settist með bollann sinn. Hún teygði sig eftir halda stríðið út — síðan yrði allt betra. Hún var farin að hlakka til sunnudagskvöldanna, þegar hún heimsótti konu Georgs^*. Litla telpan fékk alltaf smágjöf frá henni. Á næturnar lá hún oft vakandi og hugsaði — ekki um Georg, ekki um neinn af mönn- unum, sem hún hafði hitt í verksmiðjunni, hún hugsaði um barn. — Það eru svo skelfilega margir menn, sem eru drepnir í stríðinu, hugsaði hún stundum, Hugsa sér ef enginn kæmist af... En hún varð að hugsa um föður sinn... Þegar stríðinu lýkur getum við borðað og sofið aftur, og þá verð ég kannski snotrari... Skömmu fyrir stríðslok var Kósa á heimleið að kvöldlagi, italski smábíllinn Autobianchi er rúmgóður smábíll, árangur ítalskrar hugkvæmni og smekkvísi í bílaiðnaði. Autobíanchi er nýr bill á íslandi þótt að hann hafi um árabil verið seldur víða í Evrópu. Hann er ódýr í innkaupi og hefur lítinn rekstrarkostnað. Autobianchi er líka öruggur bíll með framhjóladrifi, sem í öllum Bíla-fagblöðum er álitið að gefi mestan stöðugleika og öryggi í akstri. Autobianchi er bíll sem býður upp á lipurð og hraða í akstri, jafnframt því að vera sparneytinn á bensín. •>veinn^y B30RNSS0N SKEIFAN 11 REYKJAVIK SIMI81530 AUTOBIANCHI Lipur og harðger..

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.