Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 16.09.1976, Qupperneq 23

Vikan - 16.09.1976, Qupperneq 23
heima fyrir. Meö þessa fortíð er Ludvik ekki það einasta, sem hann hefur á samviskunni." Krieger stansaði rétt hjá nokkr- um trjám og benti í áttina að bílaröð, sem stóð þar á opnu svæði. „Sérðu græna Mercedesbíl- inn? Ég tók hann á leigu í Vín. Þú getur tekið hann. Ég sæki svo gamla hræið mitt í bilskúrinn. Við þurfum aðeins að skiptast á lyklum." Þeir gerðu það. ,,Ég hitti þig og Irinu þá í Merano. Þar er hótel, sem heitir Bristol og það er svo stórt, að það ætti að fara lítið fyrir okkur þar. Við sjáumst þá á sunnudaginn." Það verður áreiðanlega örtröð á vegunum þann dag, hugsaði David. En hann átti einskis annars völ. Auk þess var hugsan- legt að sunnudagsbílstjórarnir myndu velja fáfarnari leiðir að útidvistarsvæðunum og ekki fara fjallvegina. En þetta var raunar ekki aðalhöfuðverkur hans. Krieger tók eftir hikinu, sem kom á hann. ,,Eru einhver vand- ræði?“ „Já, það er vist nóg af þeim,“ sagði hann og brosti. „Hafðu ekki of miklar áhyggjur vegna þess að Ludvik skyldi hafa skotið upp kollinum i Diirnstein. Hugsast getur að Jo hafi talað af sér i Vín, þegar hún var að sækja bifreiðina í bílageymsluna. Ef til Vill hefur hún spurt einhvern um skemmstu leiðina til Diirnstein. Eða reynt að útvega sér kort yfir bæinn. Siðan hafi einhver snuðr- ari komið i bílageymsluna. Þannig geta upplýsingarnar síast út í mesta sakleysi. F'lesiir eru of málgefnir, þar á meðal ég, þessar síðustu fjörutiu mínútur." „Ég er feginn því." „Ég vil ltafa allt á hreinu," sagði Krieger og tók þétt í hönd Davids. „Nú ætla ég að taka kláf- ferjuna niður í bæinn. Hefurðu nokkurn tíma reynt þess háttar farartæki?" Síðan var hann far- inn. Hann mjakaði sér framhjá borðunum á útiveitnngastaðnum Við hliðina á minjagripaverslun var endastöð ferjunnar og þar hvarf hann í mannþröngina. 11. David var kominn niður að hóteli tíu minútum síðar. Mercedesinn var mátulega stör og lét vel að stjórn. Lituririn var líka ágætur, dökkgrænn og lítið áber- andi. Hann lagði honum á bíla- stæðið rétt við aðaldyrnar. (Það vekti minni athygli, heldur en ef hann æki inn í bílskúrinn á allt öðrum bíl. Auk þess gat hann átt það á hættu að mæta Krieger og það yrði beinlínis hlægilegt.) Göturnar umhverfis hótelið voru kyrrlátar og næstum mannlausar. Umferðaröngþveiti síðdegisins var nú um garð gengið. Mercedes- inn skar sig ekkert úr þar sem hann stóð við hliðina á öðrum bílum. Enginn myndi veita honum neina sérstaka athygli. Litla anddyrið var mannlaust og það var aðeins setið við eitt borð í kaffistofunni þar inn af. David sá ekki inn í borðstofuna, en þaðan heyrðist diskaglamur. Ilmur af kjötkássu og sterku kryddi barst fyrir hornið og minnti hann á, að hvað snerti mat þá var þetta á Balkansvæðinu. Hann leit á úrið sitt. Klukkan var að verða sjö. Fólkið í Graz borðaði snemma. David leit aftur í áttina að kaffistofunni og var að hugsa um að fá sér einn viskísjúss, en hætti við það. Best var að flýta sér upp til Irinu. Hún var kannski farin að undrast um hann og hann afði dálitlar áhyggjur vegna hennar. I gestamóttökunni var aðeins einn starfsmaður (hinir voru sjálfsagt í mat) og hann þurfti líka að sinna skiptiborðinu. David beið eftir lyklinum sínum, en honum til mikillar undrunar, aðeins i fáeinar sekúndur. Um leið og starfsmaðurinn kom auga á hann, tók hann af sér heyrnar- tækin og flýtti sér til hans. „Það var hringt í yður, herra. Ég sagði að þér hefðuð farið út. Þá var spurt eftir konunni. Hún er að tala í simann núna. Eg vona að ég hafi ekki ónáðað ungfrú Tesar.“ „Hvaðan var hringt?" Var það Hug McCulloch eða Jo? „Héðan innanbæjar, utan af flugvelli, held ég.“ Starfsmaður- inn rétti honum lykilinn. „Þetta var víst eitthvað áriðandi. En ég hefði ef til vill ekki átt að trufla..." David var þegar rokinn af stað, en maðurinn á bak við borðið stóð undrandi eftir. Lyftan var uppi á fjórðu hæð. Hann beið ekki eftir henni, heldur hljóp upp stigana upp á aðra hæð. Ef starfsmaður- inn hefði getað séð hann, hefðu augun áreiðanlega hrokkið út úr höfðinu á honum. David reyndi að opna dyrnar á herbergi Irinu, en þær voru læstar og hann bankaði. Þetta gat verið Krieger i símanum, kannski fengið bakþanka eða viljað vara þau við einhverju? En Krieger gat naumast verið kominn út á flugvöll. Hann bankaði aftur og kvíðinn jókst. Loks opnaði Irina dyrnar. Hún var náföl í andliti og taugaóstyrk. Hann horfði á sím- ann. Tólið var aftur komið á sinn stað. Irina horfði ekki á hann. Hún gekk yfir að glugganum, opnaði hann og leit út yfir ána. Hann lokaði dyrúnum og læsti. „Gastu sofið eitthvað?" spurði hann. Koddinn í öðru rúminu var lítið eitt bældur. Á hinu rúminu lá opin ferðataska og nokkrar flíkur dreifðar um sængina. „Aðeins." Hún var í þunnum slopp og vaföi honum þéttar að sér. Hún var búin að taka af sér hárkolluna. „Eg hitti Krieger. En fyrir- gefðu hvað ég kem seint. Við vorum þó ekkert að slóra." „Hvernig hefur hann það?“ spurði hún dauflega. Framhald í næsta blaði. ALLT TIL SKÓLANS A EINUM STAÐ. ÞÚ ÞARFT EKKI AD LEITA VÍÐAR. bókaverzlun waas SIGFÚSAR EVMUNDSSONAR "-' AUSTURSTRÆTI 18 38. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.