Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 30
Sþáin gildir frá fimmtudegi til miðvikudags
HRÚT’JRINN 21. mars - 20. april Lífið heimafyrir verður hversdagslegt, en á vinnustað verður það óvenju skemmtilegt. Þér verður boðið á skemmtistað. Eigðu ekki v<i5 nein meiri háttar viðskipti.
NAUTIÐ 21. apríl — 21. maí Þú virðist vera blindur fyrir ágöllum eins félagaþíns. Dveldu sem mest heimafyrir og lagaðu tilíkringum þig. Farðuút að skemmta þér bráðlega.
TVÍBURAPNIR 22. mal - 21. júní J Þú vanrækir eitthvert verkefni, sem kemur þér innan tíðar mjög illa, ef þú tekur þig ekki á. Þú hefðir gott af því að gagnrýna störf þín við og við.
f|§t> KRABBINN 22. júni - 23. júlí Einhver kemur til þín í vikunni og biður þig um að hjálpa sér. Þú skalt reyna að liðsinna honum, ef þú mögulega getur. Þú þarft líklega að verjast ágangi forvitins vinar.
ttfj i LJÓNIÐ 24.júli - 24. agúst Einhverjar breytingar á högum þínum eru væntanlegar, og ef þú leggur þig fram, gætirðu komið þér laglega fyrir. Þú hefur lengi beðið eftir einhverri sendingu.
©fBpÍf \ MEYJAN 24. ágúit — 23. sept. Það grípur þig nokkurt eirðarleysi og skapþyngsli næstu dagana. Þú ætti að starfa sem mest og ekki gefa þér tíma til þess að hugsa um sjálfa þig.
VOGIN 24. sept — 23. okt. Eitthvað skemmtilegt stendur í nánu ! sambandi við flutninga. Þú dvelur að likindum fjarri heimili þinu um helgina í góðuyfirlæti.
SPORÐDREKINN 24. okt. - 23. nóv. Þú ert heldur sjálfhælinn og gerir mörgum gramt í geði með rembingslegri framkomu. Þérerfyrir bestu að hætta svona látum, svo að einhverjir fáist til að tala við þig á næstunni.
, BOGMAÐURINN 24. nóv. - 21. des. M eð þvi að hafa augun opin og fylgjast afar vel með geturðu gert góð viðskipti á næstunni. Þú lendir í skemmtilegu samkvæmi um helgina.
STEINGEITIN 22. des. - 20. jan Þér er þungt í skapi vegna óréttar, sem þú hefur verið beittur. Þú færð óvænta vinaheimsókn um hclgina, sem kemurþérí betraskap.
VATNSBERINN 21. jan. - 19. fcbr. Þú hefur lengi haft áhyggjui út af einhverju en hefur ekki getað ráðið fram úr vandamálum þínum hjálparlaust. Þú færð góðar leiðbeiningar næstu dagana.
FISKARNIR 20. febr. — 20. mar, Þérfinnst ekki mikil ástæða til bjartsýnt þessa dagana, en innan skamms muntu fá ástæðu til þess. Þú lendirí vandræðum vegna greiða, scm þú gerðir vini þínum fyrir stuttu. A
iTcJÖRNUSPfl
Hún hélt áfram að fara á fætur
fyrir allar aldir til að sinna hús-
verkunum áður en hún færi til
vinnunnar. Um helgar gerði hún
hreint í íbúðinni, bakaði kökur og
matreiddi búðinga, sem föður
hennar þóttu svo góðir. Þau fóru
aldrei neitt út saman. Meðan þau
borðuðu hlustuðu þau á útvarpið.
og svo lásu þau blöðin. Þetta var
erfitt líf, en Rósa hugsaði ekki svo
mikið um það. Hún notaði ekki
orð eins og hamingja en hefði hún
gert það þá hefði hún sagt, að hún
væri hamingjusöm. Öðru hverju
hugsaði hún angurvær — ekki
endilega um Georg, en um barnið,
sem konan hans gekk með.
Kannski höfðu henni orðið á
skelfileg mistök? En hún hratt
hugsuninni frá sér og huggaði sig
með að segja við sjálfa sig, að
ekkert lægi á og að ekki gæti hún
svikið pabba núna...
Þegar stríðið skall á , tók hún
það sem óumflýjanleg örlög, en
faðirinn tók það mjög nærri sér,.
Hann átti framtíðardraum verka-
mannsins: allt yrði smátt og smátt
betra, og að lokum fengi verka-
lýðurinn völdin, af því að hann
var fjölmennastur, og það var
skynsamlegast, Hvenær þetta yrði
hafði hann ekki m.vndað sér
skoðun um. Hann dreymdi um
lítið hús og garð og sumarfrí við
sjávarsiðuna. En striðið setti strik
í reikninginn og dagdrauma hans.
— Þarna getur þú séð, sagði
Rósa.
— Hvað meinar þú með þessu?
sagði hann argur, Ef verkamanna-
flokkurinn væri við völd, hefði
þetta ekki orðið.
— Kannski, kannski, ekki...
sagði hún.
— Þú ert alveg eins og hún
móðir þín, hélt hann áfram. Þú
getur ekki hugsað rökrétt.
— Ojæja, þarna hafið þið nú
verið með stöðug fundarhöld, um-
ræður fram og aftur, orð og aftur
orð, ár eftir ár og þrátt fyrir það
skellur á stríð.
Þau þögðu um stund. Hún gal
ekki tjáð hugsanir sínar með
orðum, en hið innra með sér
fannst henni, að það væri lífið
sjálft sem þyrfti að berjast við,
það væri lifið, sem skyndilega
gæti ráðist til atlögu með dauða
og eyðileggingu gegn hverjum,
sem vera vildi. Það eina skynsam-
lega var að spara hvern eyri og
vona það besta. Meðan móðirin
lifði, borgaði Rósa til heimilisins
vikulega, en nú lagði hún öll sin
laun í banka. Meðan útvarp og
blöð klifuðu á stríði og
eyðileggingu huggaði hún sig við
að hugsa um bankainnistæðuna.
Það voru svo sem engin ósköp, ef
eitthvað kæmi fyrir,. hvað
þetta „eitthvað" var vissi hún
ekki gjörla. En lífið var óvægið,.
það var ekkert réttlæti til.
Hafði ekki móðir hennar lent
fvrir vörubfl á götunni. sem hún
hafði gengið daglega í tuttugu og
fimm ár? Nú var það stríðið, fólk
úr öllum þjóðfélagshópum leið að
ástæðulausu. alveg tilgangslaust.
Það sannaði. að lífið var hættu-
legt, lifið sjálft. Þess vegna var
nauðsynlegt að leggja peninga i
bankann og halda vinnunni.
Faðirinn hlustaði á útvarpið,
keypti blöðin rökræddi við félaga
sína og reyndi að skilja refskák
stjórnmálanna.
— Það er Hitler, sem á sökina,
sagði hann við Rósu.
— Kannski, kannski ekki...
— Það var nú alla vega hann,
sem kom öllu á stað, ekki satt?
— Mér kemur ekkert við, hver
byrjaði, ég veit bara það, að al-
menningur vill ekki stríð, og þó
eru alltaf háð stríð. Mér verður
óglatt af þessu, ef þú skyldir vilja
vita það, og manni verður óglatt
yfir ykkur karlmönnunum. Ef þú
hefðir verið ungur núna, hefði þú
gefið þig fram í herinn eins og
hinir, sagði hún ásakandi.
— Já en Rósa þó, sagði hann
hneykslaður, það verður að stöðva
Hitler.
— Hitler, sagði hún fyrir-
litlega. Hitler, Stalin, Churchill
og Roosevelt — mér býður við
þeim segi ég. Og það sama gildir
um Attlee, ef þú vilt vita það.
— Kvenfólk getur ekki hugsað
rökrétt, sagði hann með uppgjöf.
Þar með lauk þeirra umræðum
um stríð. Þau liðu bara fyrir það.
Þar kom, að Rósa notaði sömu
orðatiltækin og slagorðin ög allir
aðrir. Eins og hinir vissi hún, að
þetta var allt innantómt tal, og að
það, sem raunverulega átti sér
stað í heiminum var nokkuð sem
þau gætu kannski aldrei skilið.
Það var eitthvað mikilfenglegt og
hræðilegt og ef til vill dásamlegt
líka — en það var fjarlægt og
óskiljanlegt. Það var best að lifa
lífinu eins eðlilega og hægt var,
reyna að hræðast ekki, og — öðru
fremur — setja peninga í
bankann.
Brátt skipti hún um starf. Hún
byrjaði í skotfæraverksmiðju og
taldi, að með því gerði hún líka
gagn í striðinu. Auk þess var
þessi vinna mun betur launuð, en
starfið í brauðbúðinni. Hún tók
líka að sér brunavaktir. Oft var
hún á fótum fram til klukkan
og fjögur á næturna, en fór þrátt
fyrir það á fætur klukkan sex til
að gera heimilisverkin. Faðirinn
hélt áfram sínu starfi sem múrari,
en hann sinnti líka brunavöktum
þrjú-fjögur kvöld í viku. Þau voru
bæði steinuppgefin og
niðurdregin. Stríðið hélt áfram
mánuð eftir mánuð, ár eftir ár.
Matur var af skornum skammti,
það var erfitt að hita upp, leitar-
ljósin blikuðu yfir London, og
sprengjurnar féllu með nístandi
hvin. Myrkvunin lá á fólki eins og
mara. Þau hlustuðu á útvarp og
lásu blöðin. Stríðið var eins og
löng, dimm, hávaðasöm göng, sem
engin leið var út úr.
A þriðja ári stríðsins féll
faðirinn niður úr stiga og hrygg-
brotnaöi. Hann náði sér að
nokkru, en var illa fatlaður.
— Þú getur ekki unnið framar,
sagði Rósa. Þú ert sextíu og sjö
ára og hefur unnið síðan þú varst
f jórtán ára, það nægir.
— En hvernig eigum við að
komast af?
— Komast af? sagði hún sigur-
sæl. Þú varst vanur að nöldra yfir
að ég hélt áfram að vinna, en ertu
nú ekki ánægður með að ég gerði
það? Við höfum eftirlaunin þín og
mln laun, og samt get ég sparað
smávegis vikulega. Skrýtið, sagði
30 VIKAN 38. TBL.