Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 25

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 25
fólkinu Hjalti: Ef ég yrði svo óheppinn að mismæla mig, þá yrði býsnast yfir ,,svona” íslenskunemum, sem kynnu ekki að tala. og spurðum fólk, hvaða plötu það vildi hafa með sér, ef það þyrfti að dveljast einsamalt á eyðieyju. Við buðum nokkrum vegfarendum góðan daginn, kynntum okkur og spurðum kurteislega, hvort þeir vildu svara þessari spuriiingu. Sum- ir brugðust hinir verstu við og strunsuðu burtu með vonskusvip, og aðrir vildu ekki svara vegna feimni. En þegar við fórum vestur á Firði var þetta öðruvísi. Á Patreks- firði fórum við niður á höfn kl. 9 að sunnudagsmorgni, og þar var fólk ekkert að hika við að segja mcin- ingu sína á hlutunum. Því lengra, scm fólkið býr frá Reykjavík, því frjálslegra er það og ófeimnara. Það er einhver djöfullinn að fólkinu I Reykjavík, það er búið að drepa niður í því sjálfstæðið. Og það virðist ekkert hjálpa fólkinu, þó að maður segi, að það komi hvergi fram hver tali, það hristir bara hausinn. — Hvf.rnig litist ykkur á nýtt útvarp, þ.e. breytingar? Hjalti: Til að byrja með þarf nú að gera öllum landsmönnum jafn hátt undir höfði og koma dreifi- kerfinu I lag. Þetta er nú einu sinni ríkisútvarp og þarf að standa undir nafni. Það ersífellt verið að tala um byggðastefnu, en þó er ekkert gert. Tökum Akureyri sem dæmi. Þar eru til útvarpslínur, og það er auðvelt að senda dagskrá út frá Akureyri, en það vantar alla aðstöðu, ekkert stúdíó og slæm skilyrði fyrir upp- töku. , Ásta: Ég er sammála Hjalta. Á meðan ég spjallaði við viðmæl- endur mína ráku þau stanslausan og óhóflegan áróður fyrir Braga kaffi og fengu sér aldrei sopa úr boll- anum án þess að láta mig vita, hvað þetta væri gott kaffi. — Eruð þið að stúdera? Hjalti: Ég er I íslensku og norsku I háskólanum. En ég ætti víst ekki að segja það opinberlega, að ég sé að læra íslensku, því að þá fara allir að gagnrýna mann og skrifa I Dagblaðið, og ef ég yrði svo óheppinn að mismæla mig, þá yrði býsnast yfir ,,svona íslenskunem- um”, sem kynnu ekki að tala, og þar fram eftir götunum. — Eruð þið aldrei hrædd um að mismæla ykkur að beygja vitlaust I beinni útsendingu? Ásta: Ég hef aldrei haft neinar áhyggjur af þvl, ég bara treysti því, að ég tali rétt. Hjalti: Það eru jú gerðar meiri kröfur til okkar, þvl að við erum bæði að kenna og svo vegna þess að ég er að læra íslensku. Ásta: Mér finnst verra að mis- mæla mig I upptöku, sem á ekki að útvarpa fyrr en eftir nokkra daga, og þurfa að bíða svo og svo lengi eftir þvl að heyra sjálfa mig segja vitleysuna I útvarpinu. En I beinni útsendingu er ekki aftur snúið með vitleysuna, og þá er það búið og gert. — Hvernig hefur fólk brugðist við þáttum ykkar? Hjalti: Það birtust tvær greinar I Dagblaðinu, þar sem þátturinn var gagnrýndur, en þær voru svo illa rökstuddar, að við græddum ekkert á þeim. Svo hafa komið nokkrar hólgreinar. Ásta: Það er mikið hringt, meðan áþættinum stendur. Slminn stopp- aði ekki síðastliðinn laugardag, en þi hringdi fólk, scm vildi fá að heyra ákveðin lög, og margir aðeins til að láta okkur vita, að þetta væri mjög skemmtilegur þáttur og þar fram efir götunum, og svo hringja alltaf einhverjir til að skammast. Það er ekki hægt að vera öllum til hæfis. — Eigum við ekki að venda okkar kvæði I kross og beina umræðunum að þjóð- og dægur- málum, svo sem skatta og kven- réttindamálum ? Hafið þið ekki einhverjar skoðanir á ákveðnum málefnum, sem þið viljið koma á framfæri? Ásta: Ég er ægilega óhress yfir því, hvernig fólk hefur tekið þvl að ég sé með þennan þátt, vegna þess aðégergift. Fólk hneykslast á þvl að ég skuli ekki vera heima hjá mér. Þetta sýnir, hvað kvenréttinda- baráttan hefur enn komið litlu til leiðar. Það er mín skoðun, að hjón eigi að skipta með sér verkum. Það er heppilegast, að bæði hjónin vinni úti sinn hvorn hluta dagsins og sjái um heimili og börn til skiptis. Við hjónin höfum gert það og gerðum. Ég vinn fyrri hluta dagsins og hann seinni hlutann, og við kunnum bæði vel við svona fyrirkomulag. Ef karlmenn þurfa að vera heima, þá er þeim vorkennt alveg óskaplega og talað um, hvað það sé voðalegt fyrir fillfrískan karlmann að þurfa að veia heima innilokaður, en það er aldrei talað um, hvað konur eigi bágt að þurfa að vera heima allan daginn. — Ertu sammála Ástu, Hjalti? Hjalti: Já, ér er alveg sammála henni. — Hvernig á að breyta hugarfari fólks? Ásta: Fólk verður að gera sér grein fyrir þessu sjálft, það þýðir ekkert að tala um þessa hluti æ ofan I æ. Konur verða sjálfar að reyna að koma köllunum sínum I skilning um þetta og fá þá til þess að koma til móts við þær. Hjalti: Ég held, að eina lausnin sé fólgin I þvl, að konur hætti hreinlega að eiga börn, þá þarf ekki að rífast um, hver á að vera heima. Ásta: Þá fyrst skapaðist alvarlegt vandamál, ef börn hættu að fæðast I þjóðfélaginu. Það er miklu skyn- samlegra, að hjónin skipti með sér verkum, þá alast börnin jafnt upp með báðum foreldrum. Það væri vel framkvæmanlegt, t.d. ef tveir aðilar skiptu einni stöðu á milli sln. Það er auðvitað ekki alltaf hægt að koma því þannig fyrir, að hjón geti skipt með sér sömu stöðunni, en ein- hverjir aðilar, sem þyrftu að vera heima hálfan daginn, gætu það. Þá kæmist konan út að vinna líka. Það er hreint og beint niður- drepandi fyrir konu að hanga heima allan daginn yfir pottum og krökk- um, eins og svo margar konur gera, t.d. hér I Breiðholtinu. Hvert sem litið er, sjást konur I eldhúsglugg- um. Bílastæðin tæmast á morgn- ana, og á kvöldin koma allir kallarnir heim og eru alveg stein- hissa á þvl, að konurnar geti ekki talað um annað en mat og grauta. Hjalti: Og þegar karlmaðurinn kemur þreyttur heim úr vinnunni til konunnar, sem hefur ,,ekkert” verið að gera, þá leggjast þeir upp I sófa og lesa blöðin, I stað þess að spjalla við konuna og hjálpa henni að búa til matinn. Þetta á auðvitað ekki allstaðar við. Jæja, hættum að tala um þessi helv... kvenréttindamál, við hljót- um að geta talað um annað. Ásta: Þetta er ekki kvenréttinda- mál, Hjalti, þctta er mannréttinda- mál. — Eruð þið I einhverjum stjórn- málasamtökum? Ásta: Ég hef einu sinni getað kosið flokk, sem samræmdist aiber- lega mlnum hugmyndum, og það 38. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.