Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 18
holt og Bakkahverfift, og vift
sjáum um allt þar á milli og erum
þeim til aftstoftar eins og á þarf aft
halda.
— Auk þessa er umferftardeild-
in á vakt. Hún hefur yfir sínum
eigin tækjum að ráða, en sinnir
einkum sínum sérverkefnum, m.a.
rannsókn umferðarljósa, radar- og
skeiftklukkumælingum og alls kon-
ar umferðargæslu. Af þessu má
sjá, að eftirlitið kemur svolítið
hvað ofan á annað, og þetta er að
sjálfsögðu meðal annars gert til
þess að gera löggæsluna þannig,
að erfiftara sé að læra á hana fyrir
óviðkomandi, svo aft þeir, sem
hugsanlega vilja vita nákvæmlega,
hvar lögreglumennirnir eru staddir
hverju sinni, eigi erfiðara með að
sjá það fyrir.
LÖGBROT VERÐA SÍFELLT
FLÓKNARI OG FLÓKNARI.
— Lögbrot eru þannig í eðli
sínu að þau eru alltaf að verða,
eða reynt er að gera þau flóknari
og flóknari af þeim, sem þar eiga
hlut að máli, og þess vegna
þurfum við auðvitað að sérhæfa
okkur meira og meira til þess að
ráða við vandann. Af þeim sökum
hafa verið settar á stofn deildir
innan lögreglunnar, sem vinna að
ýmsum sérhæfðum málum, svo
sem fíkniefnadeild og rannsóknar-
lögreglu, sem síðan er skipt í
ýmsar undirdeildir. Eins er um-
ferðardeildinni skipt niður í slysa-
deild, vegaeftirlitsdeild, bifhjóla-
deild, bifreiðadeild og svo fram-
vegis. Við getum síðan leitað til
allra þessara deilda, ef við þurfum
á sérþekkingu og aðstoð þeirra að
halda, enda er málaafgreiðslu
þannig háttað hér, að þeir koma
hvort sem er til með að halda
áfram nánari könnun á málinu, ef
ekki tekst að leysa það á staðnum,
og jafnvel þótt okkur takist það
því að ekki eru alltaf öll kurl komin
til grafar, þótt svo virðist í fljótu
bragði. Það er til dæmis ekki nóg,
að hinn grunaði játi, heldur þarf að
ganga úr skugga um, að játningin
sé á rökum reist.
— Við reynum að haga skipu-
lagningunni þannig, að gæslan sé
sem virkust og sem víðast í
borginni, þannig að þurfi borgar-
inn á aðstoð að halda, líði sem
allra skemmstur tími-frá því hann
leitar eftir aðstoð til þess að viö.
komum á vettvang. Við vitum, að
þeim sem bíður, finnst tíminn
langur að líða. Bílarnir okkar eru
valdir með það fyrir augum að
geta sinnt ólíklegustu verkefnum,
en auðvitaö reynum við að vera
eins fljótir í förum og aðstæður
leyfa.
ÓEINKENNISKLÆDDIR LÖG-
REGLUMENN í ÓMERKTUM
BÍLUM.
— Á vaktinni núna eru á verði
einkennisklæddir lögreglumenn
bæði fótgangandi og í bílum,
slysarannsóknadeildin, sem sinnir
eingöngu árekstrum og umferðar-
slysum, en það er sú deild, sem
allir eru ánægðastir með, ef hún
hefur lítið að gera, og síðan eru
óeinkennisklæddir lögreglumenn
á vakt í ómerktum bílum, en það
eru menn, sem við skráum ekki og
vitum þess vegna ekki um ferðir
þeirra. Sjái þeir eitthvað athuga-
vert einhversstaðar láta þeir okkur
vita um fjarskiptin, og við förum á
vettvang, ef þurfa þykir, og
veitum þeim aðstoð. Við vitum af
þeim þarna úti og þykir gott, eins
og berlega kom í Ijós um síðustu
helgi, þegar þeir kölluðu í okkur
og sögðu okkur frá mjög drukkn-
um ungum manni, sem hafði tekið
bíl ófrjálsri hendi. Við fórum þegar
af stað og tókst að stöðva
manninn skömmu seinna.
— Er alltaf sami hópurinn á
vakt saman?
— Hvernig kanntu við starfið?
— Ég kann ágætlega við lög-
regluþjónsstarfið. Það er að mínu
áliti það starf, sem er einna
fjölbreytilegast. Að vísu er það
oftast fólgið í því að hafa afskipti
af samborgaranum, bæði aðstoða
hann og eins við að hafa upp á
afbrotamönnum. Maður kynnist
mönnum, og það eru í flestum
tilvikum góð kynni. Ég er mjög
ánægður í mínu starfi, og ég
hugsa að ég veldi sama starf, væri
ég orðinn tvítugur í annað sinn. Ég
held ég verði að ráðleggja þeim
sem vilja sjá, hvernig lífið er í raun
og veru, að gerast lögreglumenn.
Lögreglumennirnir sjá allar hliðar
mannlífsins, bæði þær góðu og
þær slæmu, kannski meira af þeim
slæmu, og stundum finnst mér ég
sjá of mikið dökku hliðarnar.
UNGA FÓLKIÐ VILL EKKI
HLUSTA Á OKKUR.
— Er lífið í þínum augum
kannski óttalega svart?
— Nei, það er það ekki í sjálfu
sér, en það leikur fólk mishart. Ég
veit ekki, hvort það er beinlínis
sjálfskaparvíti, en stundum finnst
mér eins og fólk gæti sín ekki eins
og skyldi, og það gæti farið
mildari höndum um lífið og til-
veruna. Við reynum hér að líta til
baka og rabba saman um hlutina
eins oft og við getum og tökum þá
mið af dómum og óhöppum, sem
fyrir hafa komið, og reynum að
skoða þetta ofan í kjölinn, svo að
við og einkum yngra fólkið megi
draga af því einhvern lærdóm. En
mér finnst stundum eins og það
vilji ekki hlusta, því að enginn
ætlar að gera neinum neitt. Mér
finnst vera einna mest um óhöpp
og slys. Það er oft að mínu mati
vegna þess, að fariö er of geyst
yfir bæði með bíla og eins
maðurinn sjálfur, hann hefur ekki
nóga yfirsýn yfir það, sem fyrir
kann að koma, gefur sér ekki tíma
til að horfa fram á veginn.
VIÐ TRÚUM Á RÉTTLÆTIÐ.
— Þið hafið sumsé ekki glatað
trúnni á hið góða í manninum?
— Nei, nei, alls ekki. Við
værum þá ekki í þessu. Og ekki
nóg með það, ég held við gerum
meira en að trúa á hið góða í
manninum. Við trúum líka á
réttlætið, að það hafi gildi, ekki
bara fyrir þjóðfélagið í heild,
heldur einnig fyrir einstaklinginn.
Lögin eru bara rammi, sem við
setjum utan um okkur sjálf, og
flestir reyna að lifa og hrærast
innan hans. Innan um leynast
alltaf einhverjir villuráfandi, en þá
er ekkert annað hægt að gera en
reyna að leiða þá á rétta braut.
Hvort okkur tekst það eins og
skyldi, treysti ég mér ekki tii að
dæma um, en það er vissulega
reynt.
— Ég held, að almenningur
hafi alls ekki horn í síðu okkar,
eins og sumir vilja vera láta. Við
erum skammaðir, en ég er fyllilega
ánægður með það. Enginn á að
vera hrifinn af því aö lenda í
— Já, vaktirnar eru alltaf eins.
Því fylgja ýmsir kostir, því að við
lærum að þekkja hver annan. Við
vinnum þannig starf, að við
þurfum að reyna að samræma
mannskapinn. Fyrir einum liggur
betur en öðrum að lægja heimil-
iserjur, annar er sérlega góður í að
teikna upp vettvang, þar sem
einhver alvarlegur atburöur hefur
átt sér stað, og svo framvegis, og
við reynum að raða þannig í
bílana, að sérstakir hæfileikar
hvers og eins fái að njóta sín sem
best.
— Hvað ert þú búinn að vera
lengi í lögreglunni?
— Ég er búinn að vera I nítján
ár.
Karladeildin á fjórða tímanum.
18 VIKAN 38. TBL.