Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 17

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 17
irnar eru skírðar A, B, C, og D, til aðgreiningar. Ein þeirra er alltaf [ fríi, en hinar þrjár að störfum, og núna í nótt er það C-vaktin, sem er á vaktinni. Næturvaktin byrjar klukkan átta á kvöldin og er til klukkan sex á morgnana. Þá tekur morgunvaktin við og er til klukkan hálf eitt og svo dagvakt frá hálf eitt til átta. Hver vaktarhópur tekur tvær næturvaktir, tvær dag- vaktir og tvær morgunvaktir og á síðan tveggja daga frí. ER BORGIN LÖGREGLULAUS Á VAKTASKIPTUM? — Hvernig fara vaktaskiptin fram, ekki er borgin lögreglulaus á vaktaskiptum? — Nei, borgin er aldrei lög- reglulaus. Skiptin fara þannig fram, að lögreglumennirnir koma hver á sína varðstöð þegar þeir hafa lokið þeim verkefnum, sem þeir hafa verið að vinna að, og nýja vaktin tekur viö varðstöð- unni. Sé kallað á lögregluaðstoð rétt fyrir vaktaskipti fara einhverjir vakthafandi lögreglumenn á vett- vang, og þeir hætta að sjálfsögðu ekki í miðjum klíðum bara vegna þess að klukkan er orðin sex. Auk þess er umferðarlögreglan á veröi, en hún hefur annan varðtíma en almenna lögreglan, svo að hún er einnig úti við almenna gæslu auk umferðargæslunnar. Þeir sem taka eiga viö koma líka alltaf góöri stundu fyrir vaktaskipti, og þó að við miðum vaktaskiptin við ákveð- inn tíma eru þau það ekki, og okkur er ómögulegt að vinna nákvæmlega eftir kiukkunni. Þannig er einnig með matar- og kaffitfma, þá verðum við að grípa, þegar færi gefst. — Nú, til þess að auðvelda okkur starfið sjálft reynum viö að skipuleggja það, og eftir að við fluttum hingað í nýju lögreglu- stöðina hefur verið gert mun meira af því. Það þarf að skipa löggæslumönnunum í hin ýmsu hverfi borgarinnar og fá þeim öllum verk að vinna. Bílunum er dreift um borgina, og hefur áhöfn hvers þeirra ákveðin hverfi á sinni könnu. Siðan aðstoða lögregiu- mennirnir í borginni hver annan, þar á ég við, ef eitthvað stórt óhapp verður, eldsvoöi eða stór- slys í einhverju hverfinu og þau tæki, sem þar eiga aö halda uppi gæslu, ráða ekki viö vandann, þá læturstaö sendum við liðsauka þeim til aðstoðar úr öðrum hverfum. Fjar- skiptastöðin sér um að deila þessu niður og annast alla skipulagn- ingu. i Reykjavík eru þrjár stöðvar, sem sjá hver um sinn bæjarhluta. Miðborgarstöð sér um hafnar- svæðið og miðborgina, Árbæjar- stöðin sér um austasta hluta borgarinnar, útborgina, vegina frá borginni, Árbæjarhverfið, Breið- Við torgið, sem kennt er við hlemm, stendur hús mikið á rústum gömlu Gasstöðvarinnar. Inni loga Ijós, og ef grannt er að gáð, má sjá svartklæddar varur á sveimi innan við gluggana. í gömlu Gasstöðinni þóttust sumir hafa séð elda Helvítis, en löngu eru þeir eldar kulnaðir, og í stað þeirra eru kynntir rafmagnseldar undir kaffikönnunum í musteri réttvísinnar. Þrátt fyrir sakleysislegt útlit er þar að finna stað, sem veldur síst minni ógn en eldarnir áður, „Hverfisteininn". Þar hafa margir átt næturstað, en hvíldin sú hefur sett ben á sálu sumra, ben sem seint grær. Nóttina, sem við Jim eyddum í fylgd með lögreglunni, urðu nöturlegir veggirnir þar vitni að því, er ungur maður reyndi að svifta sig lífi, sem var honum meiri kvöl en sæla. í Lögreglustöðinni við Hlemmtorg, Hliðskjálf tuttugustu aldarinnar, er vakað yfir reykvíkingum og þess gætt, að þeir fari ekki villur vegar, virði lög og rétt, því að með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða. 38. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.