Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 29

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 29
Hún svaraði ekki strax. Hún sá vel, hve harðneskjulegt þetta var, en það varð ekki aftur snúið. Hún hafði elskað hann. Nú kvaddi hann hana. — Ég kasta þér ekki út, sagði hún, eins og hún væri að verja sig. — Það er þá helst- öskraði hann fólskulega. Andlit hans var afmyndað af reiði og þjáningu. Hvað viltu þá kalla það? — Eg veit ekki, sagði hún hjálparvana. Hann starði á hana og allt í einu bölvaði hann og gekk til dyranna. — Ég kem ekki aftur. sagði hann. Þú hefur leikið þér að mér Rósa. Þú hefðir ekki átt að fara svona með mig, ég á a.m.k. erfitt með að sætta mig við það. Rósa var þögul, svo hann fór. Faðir hennar leit á hana yfir blaðið. — Hugsaðu um, hvað þú hefur nú gert, Rósa, sagði hann. Hún svaraði ekki. Tárin streymdu niður kinnarnar, en hún þurrkaði þau óþolinmóð burtu og hélt áfram hús- verkunum. Seinna um daginn gaut faðir hennar til hennar augunuin án þess að hún yrði þess vör. Hún var að skrúfa niður handklæðahengi og flytja það, færa til húsgögn og smáhluti. Hún breytti niðurröðun allra smáhlutanna á ofnhillunni. Hann minntist þess að hún hafði alltaf nöldrað yfir þessu dóti við móðurina. Rósa fær þá að hafa það eins og hún vill, hugsaði faðirinn. Síðar lagaöi hún te handa þeim og settist við hliðina á honum i stól móðurinnar. Kvenfölk hugsaði faðirinn, kvenfólk. Það gerði hvort tveggja, að skemmta honum og ganga fram af honum. Og hún sagði upp svona góðum manni eins og honum Georg bara af því — ja, hvers vegna? Hann yppti öxlum og lét gott heita. Hún var sú manngerð, sem varð að fá vilja sínum framgengt. Auk þess líkaði honum þetta vel svona innst inni. Hann m.vndi aldrei segja það, en hann varfeginn að sleppa við að flytja. Hann huggaði sig með því, að hún væri ung, og nógur timi til að hugsa um' giftingu. Hún giftir sig sjálfsagt einhverntíma. Mánuði síðar heyrðu þau, að Georg hefði gift sig. Rósa fann til einhvers konar saknaðar en það var þannig tilfinning, sem grípur mann vegna þess, sem ekki getur verið á annan veg. Þau höfðu öðru hverju mæst á götu og hún hafði þá boðið góðan dag og kinkað stirðlega til hans kolli. Hún var sár áf því að hann vildi ekki gleyma því liðna. Hún heilsaði honum kurteislega, en hann var kuldalegur. Hún horfði forvitnislega á stúlkuna, sem hann giftist, og bjóst jafnvel við, að hún myndi heilsa. En stúlkan leit í aðra átt. Hún vissi um Rósu, hún vissi, að Georg sætti sig við það, sem hann hafði getað fengið. • Þetta var árið 1938. Orðrómur og( hræðsla við stríð var í undirvitund fólks, en ekki um það rætt dagsdaglega. Rósa og faðir- inn reiknuöu með, að allt gengi sent fyrr. Kinn dag, fjórum mánuðum eftir andlát frú Jónsson. sagði faöirinn: — llvers vegna hættir þú ekki aö vinna núna? Við getum vel bjargast án þinna launa, ef við gætum sparsemi. — Heldur þú það? sagði Rósa tortryggin.Hann sá strax, að þetta var gagnslaus uppástunga.en hélt þó áfram: — Þú átt of annríkt bæði með vinnuna þína og heimilisstörfin. — Karlmenn, sagði hún spotsk, en um leið þannig, að hún vildi sýnilega ekki ræða málið. Faöininn minntist þess, að kona hans hafði lagt áherslu á að vinna, þangað til Rósa var oröin sextán ára og gat tekiö við hennar starfi. „Konur eiga að vera óháðar", hafði hún sagt, og nú sagði Rósa: — Ég kýs að vera óháð. — Kvenfólk, sagði hann. Sagt er, að allar konur óski sér eiginmanns, sem getur séð fyrir þeim, en það er eins og eg vilji ykkur illt, þegar ég segi, að þið þurfið ekki að vinna. — Kvenfólk, kvenfólk, sagði Rósa, ekki veit ég neitt um kven- fólk, en ég veit vel, hvað ég vil sjálf. Faðirinn tilheyrði eldri armi verkamannaflokksins og var uppalinn í verkalýðsfélaginu. Hann sótti af skyldurækni fundi einu sinni til tvisvar i viku, og við og við komu félagar hans með honum heim i te og spjölluöu um stjórnmál. I áraraðir hafði hann sagt við konu sina: „Kf maður hefði bara almennileg laun. þá væri allt i lagi. Nú vinnur ntaður tíu tima á dag, og allt fer til auðvaldssinnanna." Þetta sama sagði hann nú viö Rósu, en hún svaraöi bara: — Eg hef ekki áhuga á stjórn- málum. — Þú ert eins og staður asni, rétt eins og hún móðir þin, sagði hann. — Þá það, sagði hún hlæjandi. Ilún hefði vel getað sagt, að alla ævi hefði hún verið i andstöðu við möðurina og mátt berjast til að verða henni óháð. En um eitt voru þær sammála: að konur yrðu að geta séð f.vrir sér sjálfar. Eins og móðirin leit hún svo á, aö fundirnir í verkalýðsfélaginu væru barnaleg ánægja, sem yrði að leyfa karlmönnum að njóta. Hún kaus verkamannaflokkinn til aó geðjast honum, það hafði móðirin líka gert. Hvert sinn sem laðirinn fitjaði upp á því að hún hætti að vinna i brauðbúðinni, svaraði hún: — Hver veit hvað komið getúr fyrir. Það er kjánalegt að vera ekki forsjáll. 2. HUJTI 38. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.