Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 38
þessu, þangað til lögreglan kemur,
Þessi maður hefur mitt leyfi til að
tala.
— Kserar þakkir, sagði Adam.
— Þá held ég áfram. Sem sagt —
hermaðurinn hefur ekki drepið frú
Duvec. Ég held, að cg geti sannað
það, svo að enginn verði I vafa. í
fyrsta lagi: Hefur enginn ykkar
undrast, að vörðurinn hér I vagn-
inum skyldi ekki heyra frú Duvec
hljóða?
Aunablik var alveg hljótt. Svo
sagði lestarvörðurinn: — Hún var
slegin niður, áður en hún náði að
hljóða. En Adam sá, að augnaráð
lestarvarðarins varð nú íhugult.
— Ég staðhxfi, að það sé ótrúleg
skýring, sagði Adam. — Við skul-
um nú reyna að ímynda okkur,
hvað hefur skeð, ef hermaðurinn á
að vera morðinginn. Fyrst hefur
hann opnað klefadyrnar. Frú Duvec
hcfur litið upp, undrandi og líklega
hrædd.
—r Konan mín var ekki tauga-
veikluð jómfrú, sagði Duvec hörku-
lega. — Hún hefði aldrei farið að
öskra, þó að ókunnur maður birtist.
Ég gæti hugsað mér, að hún hafi
bcðið hann að fara, og þá hafi hann
gripið bréfahnífinn og stungið hana
til bana, áður en hún náði að öskra.
I.cstarvörðurinn kinkaði kolli og
virtist létt. —Já, þetta er skýringin,
sagði hann.
— Nei það er ekki rétt, sagði
Adam. — Hvers vegna ætti ungur
og sterkur maður að nota hníf gegn
konu? Hann gat notað hcndurnar,
ef hann vildi komast hjá því að hún
öskraði. Hún hetði vcrið búin að
öskra margoft, ef hann hcfði reynt
að ná hnífnum af henni. En við
htifum orð varðaríns fyrir því, að
það heyrðist ekkert hljóð frá frú
D u vec.
Lcstarvörðurinn hristi höfuðið
óþolinmóður. — Rök eru eitt,
raunvcrulcikinn nokkuð annað. Þér
hafið sjálfur sagt, að frú Duvec hafi
verið á lífi, þegar maður hennar
yfirgaf klcfann. Hún var dáin,
þcgar hcrmaðurinn fór þaðan. Þetta
cr raunverulcikinn. Enginn annar
cn hcrmaðurinn gctur hafa drepið
hana.
— Þér hafið rangt fyrír yður, en
það cr mér að kenna. sagði Adam.
— Ég hcfi ruglað yður í ríminu, cn
nú ætla ég að reyna að koma reglu á
hlutina. — Þarna er morðinginn,
sagði hann og benti á Duvec.
— Þctta er fáránlegt! hrópaði
Duvec. — Ég læt ekki bjóða mér
slíkar ásakanir.
— Má cg spyrja nokkurra spurn-
inga, sagði Adam. — Hvers vegna
eruð þér í frakka hér í lestinní, það
er þó hlýtt og notalegt hér? í hverju
eruð þér undir frakkanum, Duvec?
Eða nær væri að segja í hverju eruð
þér ekki?
— Ég skil ekki, hvað maðurinn
er að fara, sagði Duvec lágt.
— Jæja, þá skal ég útskýra það,
sagði Adam. — Það sem hann er
ekki í undir frakkanum, er jakki,
scm ataðist blóði, þegar hann myrti
konuna sína. Þcgar ég kom auga á
yður f matarvagninum tók ég eftir
að eitthvað var athugavert. Þér
getið ckki hafa setið í frakkanum
alveg frá Trieste, svo að þér hafið
farið f hann, þegar þér fóruð úr
klefanum. En það rímar ekki við
heiftarlegar kveðjurnar, þegar þér
yfirgáfuð klefnann. Ég tel ekki, að
ncinn f þvflíku uppnámi hefðt gefið
sér tíma til slíks. Og þá skýtur sú
spurning upp kollinum: Hvers
vcgna að klæðast frakka í vel
upphitaðri lest? Það sló mjg strax,
að frakkinn væri notaður til að dylja
cítthvað, en ckki gegn kulda.
— Þét hljótið að vera vitlaus,
sagði Duvec. — Konan mfn var
lifandi, þcgar ég yfirgaf hana. Þér
vitið það best sjálfir, þér sögðuð, að
þér hcfðuð heyrt til okkar.
-— Ég sagðist hafa heyrt f yður,
grcip Adam fram í. — Ég staðhæfi,
að þér hafið myrt konu yðar f
rciðikasti. Þegar ódæðið var framið
datt yður í hug, að ég sæti í næsta
klcfa. Þér vissuð, að ég yrði
mikilvægt vitni, og þá reynduð þér
að láta sem þér rædduð við konu
yðar rétt áður en þér skelltuð
klcfahurðinni. Þetta var auðvelt
fyrir leikara, og meðan þér hermd-
uð eftir rödd konu yðar fóruð þér úr
blóðugum jakkanum og fóruð í
frakkann í staðinn. Svo fóruð þér út
með háværum kveðjuorðum til
látinnar konu yðar. Ég reikna með,
að þér hafið falið jakkann f
klefanum — eða kannski kastað
honum út um gluggann, þegar þér
fóruð til matarvagnsins. Hvort
heldur er, þá ætti að vera auðvelt að
finna hann.
— Þetta er eintómt kjaftæði,
sagði Duvec.
— Farið úr frakkanum, sagði
Adam.
— Ég hefi aldrei heyrt annað
eins, tautaði Duvec og reif frá sér
frakkann. Hann var klæddur gráum
twced-jakka og dökkum flannels-
buxum. Það varð hljótt, og Adam
fann magann herpast saman. —
Eruð þér nú ánægður? spurði Duvec
fyrirlitlega.
Lestarvörðurinn hafði gripið í
handlegg Duvec meðan hann tal-
aði, nú sleppti hann takinu. —
Fyirirgefið mér, sagði hann.
— Augnablik, sagði Adam og
hrukkaði ennið. Hann hafði tekið
cftir, að Duvec var með rúbin
ermahnappa. Hvað var athugavert
við það?
— Nei, þetta kemur allt í ljós,
sagði lestarvörðurinn reiðilega. __
Við skulum ekki koma með fleiri
ásakanir.
— Ég hef rétt fyrir mér, sagði
Adam hratt. — Hann myndi aldrei
nota ermahnappa við Tweed-jakka,
ekki frekar en brúna skó við
smókingföt. Hann hefur einfald-
lega skipt um jakka, rúllað hinum
saman og hent honum út um
gluggann. Hann gat verið nokkuð
öruggur, því hann hafði útvegað
fjarvistarsönnun. Örlögin komu
honum til hjálpar, hermaðurinn var
grunaður um morðið, og Duvec var
ennþá öruggari með sig. En þetta er
ekki svona einfalt. Ég þori að veðja
hverju sem er, að einhvers staðar við
járnbrautarlínuna sé jakki ataðaur
blóði.
Duvec fór að kjökra. — Ég get
ekki meira! stamaði hann. —
Konan mín er dáin, og nú er ég
kallaður morðingi. Hann laut fram
og studdi sig upp við dyrnar. Þetta
voru eðlileg viðbrögð, og enginn
tók eftir því þegar hann greip um
hurðarhúninn. Hann reif upp hurð-
ina, og áður en nokkur yrði þess
var, var hann horfinn. Lestarvörður-
inn öskrað á verðina, sem héldu
hermanninum ennþá. Þeir ruku af
stað með Iestarvörðinn á hælunum.
Þeir náðu honum í næsta vagni
og drógu hann aftur til svefnvagns-
ins. Duvec streittist ekki lengur á
móti. Hann sat í hnipri og starði
fram fyrir sig, andlitsdrættirnir
sýndu þjáningu. Adam fann, að nú
var hann hættur að leika.
Lágri, skjálfandi röddu sagði
hann: — Þér skiljið, hún vildi fara
frá mér — og ég gat ekki afborið
tilhugsunina.
Hálftíma síðar kom lestarvörður-
inn inn í klefa Adams, — Þér verðið
að fyrirgefa mér, sagði hann vand-
ræðalega. — Mér finnst beinlínis
neyðarlegt þetta sem ég sagði um
hina æstu og uppvægu amerikana.
Þér verðið að fyrirgefa það.
— Hugsið ekki um það, sagði
Adam.
— Ég skil þetta ekki ennþá, Þér
voruð svo öruggir, þrátt fyrir að
sannanirnar voru vafasamar.
— Ég var öruggur, sagði Adam.
— Duvec urðu á mikil mistök,
þegar hann lék lokaþáttinn milli sín
og konu sinnar. Eins og þú manst,
hrópaði hann til hennar nokkur
orð, áður en hann skellti hurðinni.
Lcstarvörðurinn stóð gapandi um
stund. Svo strauk hann skeggið og
brosti breitt.
— Já, ekki satt? sagði Adam. —
Bæði IJúgóslavíu og Ameríku — og
hvar sem er anpars staðar — er það
sjaldgæft, að riftjldi karls og konu
ljúki á þennan hátt. Þegar þetta
rann upp fyrir mét;, vissi ég, að
Duvec var hinn sekf, Frú Duvec
hefði aldrei látið hann fá síðasta
orðið — ef hún hefði verið á lífi.
— Sjálfsagt hafið þér á réttu að
standa, sagði lestarvörðurinn og
kinkaðli1 alvarlegur kolli.
*
38 VIKAN 38. TBL.