Vikan


Vikan - 06.01.1977, Page 13

Vikan - 06.01.1977, Page 13
ins 1976 ur upp kollinum, sem reynist Ford skeinuhættur, en ég spái þó Ford sigri í þessum kosningum.” Þar brást henni bogalistin, blessaðri, en hún bætir fyrir það rétt á eftir: ,,Ég spáði víst brúðkaupi svía- konungs á þessu ári, sem ekki hefur ræst enn. Hann hlýtur þá að drífa í því árið 1976.” Við látum þetta duga til sanninda um spádómsgáfu völvunnar þótt sitthvað fleira mætti tína til, sem liggur kannski ekki eins greinilega á borðinu. ístárið 1977? um, sem ég er þó ekki viss um að spá rétt um, en ég held, að hér sé um að ræða mannaskipti í lykilstöðu og það eigi eftir að hafa talsverðar breytingar í för með sér. Á þessu ári verður tekin ákvörðun um ylræktarver í Hveragerði, og mun sú ákvörðun leiða til farsældar, þrátt fyrir nokkra örðugleika í upphafi. — Atvinnuleysi fer vaxandi á árinu, og kemur það einkum niður á konum. Mjög ófriðlegt verður á vinnumarkaðinum, og ég spái verk- föllum nær vorinu. I samningunum, sem þá nást, verða ýmis nýmæli, sem síðar verða talin marka tímamót. Verða þau sennilega talin mestu tíðindi þessa árs, þegar fram líða stundir. — Já, þið spyrjið auðvitað um náttúruhamfarir, og það er von. Þegar við nú sitjum hér, er heldur órólegt kringum Kötlu gömlu, almannavarnir vara við hugsanleg- um jarðskjólftum á suðurlandsund- irlendinu, og Kröflusvæðið virðist ótryggt. En ég spái hvorki eldgos- um né stórfelldum jarðskjálftum árið 1977. Skjátlist mér í þeim efnum, er eins gott fyrir mig að hætta að reyna að spá. Ég er áður búin að nefna ofsastorma, sem við megum eiga von á, og ég býst ekki við öðrum náttúruhamförum. — Hins vegar verðum við fyrir ýmsu öðru misjöfnu, sem mér er þó ógeðfellt að tíunda frekar, nema ég get nefnt einn stórbruna úti á lands- byggðiniii, sem mun hafa í för með sér talsverða erfiðleika á við- komandistað. — Nokkur stórmál koma upp í sambandi við fjársvik, en nú einkum í tengslum við smygl, sem færist fremur í vöxt. Sérstaklega mun eitt þessara mála vekja mikla athygli og umtal, bæði vegna umfangs þess og vegna þeirra, sem hlut eiga að því. — Einkennilegt mál kemur upp á árinu í sambandi við virkjun. Ef- laust dettur ykkur samstundis Kröfluvirkjun í hug, en ég er ekki með hana í huga, þótt nóg verði um erfiðleikana þar sem fyrr. Nei, þetta mál felur í sér óvænta erfið- leika tæknilegs eðlis í sambandi við vatn. Mig brestur þekkingu til að skilgreina það frekar, en mér virðist sem hér sé um eitthvað að ræða, sem komi mjög á óvart og reynist erfitt að ráða fram úr. — Herstöðvarmúlin verða tals- vert tU umræðu og nú tel ég ein- hverra breytinga að vænta í þeim jfnum. Ég tel, að þær breytingar stafi af brey ttri afstöðu bandarískra stjómvalda fremur en íslenskra. Hingað koma háttsettir bandarískir stjómmólamenn í tengslum við þetta mál. Auk þess verður talsvert um heimsóknir annarra háttsettra útlendinga á órinu, en engin, sem tU tíðinda verður talin. — Ekki verða umtalsverðar sviptingar á stjómmúlasviðinu innanlands þetta árið, og ég spái ekki neinum afgerandi breytingum í þeim efnum. Að vísu verður nokkuð róstusamt í þinginu, þegar liður að vori, einkum þó út af afar létt- vægu máli. Umrótið verður í þjóð- lifinu sjálfu, og þar gerist margt, sem hefur sín óhrif. Augu lands- manna beinast mjög að suðaustur- hluta fyrri helming órisins, en norð- vesturhluta þess siðar á árinu. Og mig langar að nefna einn stað, sem við getum vænst góðra frétta af, en það er Siglufjörður. Háskóli íslands kemur eftir- minnilega við sögu þessa árs, og skóli nokkur úti ó landi tengist stór- máli, sem á eftir að draga dilk á eftir sér. Sérkennilegt mál kemur upp á Neskaupsstað. — Menningarlifið verður áfram blómlegt, og nú er komið að einum leikaranum okkar að fá viðurkenn- ingu erlendis. Sögulegur fundur verður haldinn í tengslum við ein- hverja byggingu í Reykjavík. Hat- römm deila rís meðal myndlistar- manna. — Friðriki og Guðmundi vegnar áfram vel í skákinni, og ég held m.a.s., að þetta verði eitt besta ár þess fyrrnefnda. Landinn mun standa sig svipað ó sviði íþrótta sem fyrr, þar skiptast ó skin og skúrir. Þó ber einn atburð hátt i þeim efnum, og þar kemur sterkur maður við sögu. — Afríka verður mikið í fréttum þetta árið, og því miður verða það einkum fremur slæmar fréttir, sem þaðan berast. 1 einu afríkuríkjanna brýst út blóðugt strið, sem þó varir ekki lengi. Það hallar undan fæti fyrir Amin kappanum. Hins vegar munu stríðsþreyttar þjóðir fyrir botni Miðjarðarhafsins sleikja sár sín og halda friðinn þetta árið. — Við fáum óhugnanlegar fréttir frá Indlandi, og þeir atburðir eiga eftir að leiða til nokkurra breytinga. Kinverjum gengur ekki sem best að sætta sjónarmið sín eftir fráfall leið- togans mikla, en þeim tekst þó nokkurn veginn að halda friðinn. I Sovétríkjunum verða mannaskipti í æðstu stöðum. — í Bandaríkjunum kveður við nýjan tón með nýjum mönnum, og Carter reynist atkvæðameiri en margir hafa spáð. Gífurlecnr erfið- leikar steðja að Sameinuöu þjóð- unum, einkum vegna vaxandi áhrifa kinverja og ríkja þriðja heimsins. — En svo við færum okkur aðeins nær, þá hillir undir lausn í málefnum írlands, og ég á von á afgerandi atburðum þar að áliðnu sumri. Frá Englandi berast hins vegar heldur nöturlegar fréttir, og þar verða óvenju miklir erfiðleikar að fást við, einkum í atvinnumálum Thatcher lætur mikið að sér kveða, gæti jafnvel farið svo, að hún tæki við stjómartaumunum, áður en árið erliðið. — Skipt verður um stjóm í Danmörku, og heldur raknar úr erfiðleikum þar. Hins vegar kemur þar upp leiðindamál, sem varpar skugga á þjóðlíf dana. Þjóðhöfð- ingjaskipti verða í einu norður- landanna, og svo verður einnig í einu evrópulandanna við Miðjarðar- hafið. — Þetta verður spennandi ár, sagði völvan að lokum. 1. TBL. VIKAN t3 I

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.