Vikan


Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 48

Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 48
ÓSKAPLEG MARTRÖÐ Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu og hefur valdið mér og vinkonu minni talsverðum áhyggj- um. Draumurinn er á þessa leið: Mér fannst ég, vinkona mín og tveir strákar, sem við höfum haft mikil samskipti við, en vitum ekki, hvort þeir hafa nokkurn áhuga á okkur lengur, vera niðri í skóla- íþróttahúsinu. Fannst mér þar vera kirkjugarður, og áttum viö öll að deyja þar, þ.e.a.s. ég, vinkona mín og strákarnir, sem við skulum kalla X og Z. Vinkona mín lagöist fyrst í sína gröf, en ég, X og Z vorum frammi á gangi á meðan. Ég var grátandi og hríðskalf, þvi ég kveið svo fyrir að deyja. Þá sagði X við mig: ,,Ég skal alltaf vernda þig." Ég grét bara ennþá hærra, og við fórum inn í grafar- salinn. Ég hélt áfram að gráta, og X steig þá upp úr sinni gröf og sagði við mig: ,,Finnst þér þetta ekki sætt." Hann benti mér á lítinn, hlaðinn hring úr gráum steinum, og innan í honum uxu dökkbleik blóm. Ég játti því, og þá sagði hann: ,,Ég skal gefa þér einn stein og eitt blóm af minni gröf." Steinninn var allur jafn og grár að lit. i sama bili vaknaði vinkona mín og reis upp úr sinni gröf. Ég sagði henni, hvað X hefði gefið mér, og hún varð hálf reið. (Hún er í rauninni mjög hrifin af X). Svo ! sagði hún. ,, Af hverju gaf hann mér ekki blóm og stein? Ég vildi, að ég hefði ekki verið sofnuð." Síðan gekk vinkona mín að gröf X og tók þar einn stein, sem var alveg eins og minn. Hún setti steininn á gröfina sína og náði sér líka í lítið grænt blóm með mörgum smáum blððum. Ég tók vel eftir öllu og furðaði mig á því, hve hún var lengi að taka blómið upp og hvað rætur þess voru stóiar, hvitar og hreinar. i næstu andrá var eins og við værum ölll lifnuð við, og mér fannst viö vera komin inn í búningsklefann í íþróttahúsinu. Þar fundum við margar kókflöskur, og ég tók eftir því, að vinkona mín var með fleiri flöskur en ég. Ég það hana aö gefa mér nokkrar flöskur, en kom þá auga á eina tómatsósuflösku og spurði vinkonu mína, hvort hún héldi, að ég gæti selt hana. Hún sagði:,,Já, já, þú hlýtur að geta selt hana." Næst vorum við Mig dreymdi öll fjögur á leið niður að sjoppu, sem var þarna skammt frá. Mér fannst einhvern veginn svo marg- arhindranirá leiðinni, t.d. moldar- hólar, járnrör og vatnsskurðir fullir af gruggugu vatni. Þegar við kom- umaðeinumslíkumskurði, hlupu X og Z á undan okkur. Vinkona mín stökk yfir skuröinn, en mér fannst eins og ég kæmist ekki yfir. Þá sagði vinkona mín: ,,Þú hlýtur að komast yfir, fyrst ég komst yfir." Síðan stökk ég yfir. Þá kom óvinkona okkar (hún er í raun- veruleikanum að taka X og Z frá okkur), og vinkona mín sagði við X og Z: Ekki tala við hana."Þeir tautuðu eitthvað, sneru sér við og töluðu við hana." Síðan fór óvinkona okkar, en við héldum áfram. Þá komum við að hárri gaddavírsgirðingu. Við gripum öll í girðinguna, en vinkonu minni skrikaði fótur, og ég greip í hana. Þá duttum við öll ofan í djúpan skurð, sem var fullur af gruggugu vatni, og það var eins og einhver fitubrák væri ofan á vatninu. í því vaknaði ég. Ein áhyggjufull. Þessi draumur virðist feta í sér marga óskylda hluti. Þú færð einhverjar /eiðin/egar fréttir af fó/ki, sem þú þekkir. Senni/ega tendir þú í einhverjum deilum, en að þeim /oknum munt þú gleðjast. Þú ættir að vera mjög varkár, þvi að þú gætir lent í einhverri hættu, sem þó mun enda vei. Dei/ur við vini þína hindra þig í ákveðnum fyriræt/unum, og þú verður fyrir mikium vonbrigðum vegna ó- merkra loforða einhvers. EINKENNILEG JARÐARFÖR Kæri draumaráðandi! Mig dreymdi fyrir nokkru eftir- farandi draum, og langar mig til þess að biðja þig að ráða hann fyrir mig. Ég var stödd inni í herbergi hjá manni, sem ég kynntist lítillega í fyrrasumar. Hann lá sofandi á rúmi, og sat ég til fóta hjá honum og var að prjóna, á meöan ég beið eftir því að hann gæfi upp andann. Manna kom þarna inn og varð mjög hneyksluð, þegar hún sá mig og fór aö skamma mig. Ég svaraði henni engu, svo aö hún fór út aftur. Stuttu seinna kom kona mannsins inn og sagði, að hann væri dáinn. Ég spurði hana, hvar og hvenær ætti að jarösyngja hann, því aö mig langað til þess að vera við jarðaförina. Hún sagði mér það og bauð mig velkomna þangað. Síðan fór ég niður og hitti mömmu. Hún spurði mig, hvert ég væri að fara, og ég sagði henni það. Þá reiddist hún og sagði, að ég færi ekki fet, það væri alls ekki viðeigandi, vegna þess að ég hefði ekki þekkt manninn neitt. Ég svaraði því til, að ég réði því sjálf, hvort ég fæti að jarðarförinni og að ég hefði víst þekkt manninn. Síðan hljóp ég til dyranna, en hikaði þar smástund, því að úti var dynjandi rigning. Þá varð mér litið á klukkuna og sá, að ég myndi verða of sein, ef ég flýtti mér ekki. Þaðáttinefnilega aöjaröa manninn sama daginn og hann dó. Ég flýtti mér af stað, og þegar ég hafði gengið nokkuð lengi, mætti ég ungri stúlku, sem ég kannaöist við.Ég spurði hana til vegar, og nefndi hún eitthvert götuheiti. Hélt ég svo áfram ferðinni og gekk loks fram á prest nokkurn. Ég kallaði til hans og bað hann að vísamérleiöina. Hanntók þá undir handlegginn á mér og leiddi mig til kirkjunnar, sem var þarna rétt hjá. Þegar viö nálguöumst kirkjuna, heyrði ég, að athöfnin var byrjuð. Presturinn leiddi mig inn og lét mig setjast aftast vinstra megin og settist sjálfur við hliðina á mér. Inni í kirkjunni voru mörg aflöng borð meðfram veggjunum og lausir stólar í kring, en breiöur gangur eftir miðri kirkjunni. í þessum gangi stóð kistan, og sneri hún öfugt við það sem venja er. Kirkjan var þéttsetin, og fannst mér þar vera eingöngu karlmenn. Ég fór að líta í kringum mig eftir ákveðnum manni, sem ég vissi, að myndi vera þar staddur, því að hann var frændi hins látna. Sá ég hann þá sitja á stól við fótagafl kistunnar. í sama bili sá ég prest í fullum skrúða standa við altarið, og sagði hann, að nú ætlaði frændi hins látna að segja nokkur orð. Ekki varð samt neitt úr því, og ég heyröi, að presturinn, sem hjá mér sat, og aörir í kirkjunni voru farnir að hlæja og segja brandara. Ég ætlaði að hlusta á þá, en í sömu svipan var draumurinn á enda. 8978-7262 Draumur þessi boðar langlífi þess manns, er þér fannst vera látinn í draumnum. Hins vegar boðar draumurinn þér sjálfri gift- ingu innan skamms, en ef þú ert nú þegar gift, verða miklar breyt- ingar á lífskjörum þínum. Þú munt verða fyrir einhverju mótlæti og sorg, en öll él birtir upp um síðir, og þá mun hamingjan falla þér í skaut. Þér verður sennilega trúað fyrir mikilvægu leyndarmáli, sem þú ættir að varðveita vel. And- stæð öfl munu ráða llfi þinu í framtíðinni, og þú munt ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur, þótt ekki b/ási alltaf jafn byrlega fyrir þér. ELTINGARLEIKUR Kæri draumaráðandi! Mig langartil að biðja þig um að ráð eftirfarandi draum: Þannig var, að mér fannst ég vera að elta einhvern ásamt pabba mínum. Mér fannst það vera stelpa, og allt í einu vorum við stödd inni í íbúð, sem ég vissi ekki, hver átti. Þar í stofunni sátu þrjár manneskjur, tveir karlar og ein kona, og voru þau að tala saman. Mér fannst stelpan, sem við vorum að leita að, hafa strokiö að heiman, og við leituðum að henni um alla íbúðina. Svo fór ég inn á bað, og þá lá hún í baökarinu og var komin að drukknum. Loftbólur mynduöust á yfirborö- vatnsins. Síöan varö draumurinn mjög ruglingslegur, en ég man, að stúlkan bjargaðist. Stína. Þessi draumur er fyrir góðu. Þú átt góða vini, sem þú getur treyst fullkomlega. Sennilega áttu fyrir höndum langt ferðalag, sem mun takast ágætlega, og þú munt lengi minnast þess. 48 VIKAN 1. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.